Sjálfstæðismenn boða lækkun útsvars og stórframkvæmdir í vegamálum Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2018 20:30 Sjálfstæðisflokkurinn boðar lækkun útsvars í Reykjavík um hálft prósentustig, lagningu Sundabrautar, framkvæmdir við mislæg gatnamót og uppbyggingu á Keldum komist flokkurinn í meirihluta að loknum borgarstjórnarkosningunum. Nú þegar tíu dagar eru til borgarstjórnarkosninga leggur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Eyþóri Arnalds oddvita flokksins í borginni lið á sameiginlegum blaðamannafundi. Þar voru kynntar aðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa til fái hann til þess umboð kjósenda.Er komin einhver örvænting í framboðið?„Við köllum að sjálfsögðu til okkar flokksmenn í kosningabaráttunni alveg eins og aðrir flokkar. Við sáum að borgarstjórinn í Reykjavík var að hitta formann VG og okkar formaður stendur fyrir okkar prinsipp,“ segir Eyþór en í gær átti Dagur B. Eggertsson fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðkomu ríkisins að borgarlínu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir víða reyna á samskipti ríkis og borgar. „Ekki er nú verra þegar menn kynna stefnumál sem rýma vel við það sem við erum að gera í ríkisstjórnarsamstarfinu á landsvísu. Eins og til dæmis að með þvi að létta álögum á fólk sé betur hægt að mæta væntingum og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Í áherslum sem Sjálfstæðismenn kynntu í dag er boðuð 0,5 prósentustiga lækkun útsvars á fjórum árum, umferð einkabíls og almenningssamgagna verði gerð greiðari í gegnum borgina og drifið verði í Sundabraut. En borgin hefur þegar skipulagt byggð þannig að innri leið Sundabrautar er ófær. „Eitt af því er að skoða hvort hægt er að bakka út úr þeim samningum sem Reykjavíkurborg hefur því miður þegar gert. En það eru aðrar leiðir færar. Aðalatriðið er að Sundabraut er þessi hjáveituaðgerð sem þarf að fara í vegna þess að vegakerfið er með kransæðastíflu,“ segir Eyþór.Grafík/Stöð2En flokkurinn boðar einnig úrbætur á gatnamótum við Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. „Þessar vegaframkvæmdir sem við tölum um eru arðbærar. Fjármagnið er til í landinu. Það hefur skort á vilja og staðfestu borgarinnar. Við erum að segja; við höfum viljann og við ætlum að fara í þetta,“ segir Eyþór. Þá er stefnt að því að efla byggð í austurborginni með uppbyggingu á 100 hektara landi ríkisins á Keldum. En nýlega var undirrituð viljayfirlýsing milli ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á lóðum í eigu ríkisins meðal annars á Keldum.„Hér kemur Sjálfstæðisflokkurinn með skýra sýn á landnýtinguna. En bendir auðvitað í leiðinni á að það hefur í rauninni ekki verið landskortur, lóðaskortur. Svæðin eru til. Það hefur bara skort viljann og það er verið að setja hér í forgang að skapa meira rými fyrir stofnanir, fyrirtæki og íbúðir,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn boðar lækkun útsvars í Reykjavík um hálft prósentustig, lagningu Sundabrautar, framkvæmdir við mislæg gatnamót og uppbyggingu á Keldum komist flokkurinn í meirihluta að loknum borgarstjórnarkosningunum. Nú þegar tíu dagar eru til borgarstjórnarkosninga leggur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Eyþóri Arnalds oddvita flokksins í borginni lið á sameiginlegum blaðamannafundi. Þar voru kynntar aðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa til fái hann til þess umboð kjósenda.Er komin einhver örvænting í framboðið?„Við köllum að sjálfsögðu til okkar flokksmenn í kosningabaráttunni alveg eins og aðrir flokkar. Við sáum að borgarstjórinn í Reykjavík var að hitta formann VG og okkar formaður stendur fyrir okkar prinsipp,“ segir Eyþór en í gær átti Dagur B. Eggertsson fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðkomu ríkisins að borgarlínu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir víða reyna á samskipti ríkis og borgar. „Ekki er nú verra þegar menn kynna stefnumál sem rýma vel við það sem við erum að gera í ríkisstjórnarsamstarfinu á landsvísu. Eins og til dæmis að með þvi að létta álögum á fólk sé betur hægt að mæta væntingum og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Í áherslum sem Sjálfstæðismenn kynntu í dag er boðuð 0,5 prósentustiga lækkun útsvars á fjórum árum, umferð einkabíls og almenningssamgagna verði gerð greiðari í gegnum borgina og drifið verði í Sundabraut. En borgin hefur þegar skipulagt byggð þannig að innri leið Sundabrautar er ófær. „Eitt af því er að skoða hvort hægt er að bakka út úr þeim samningum sem Reykjavíkurborg hefur því miður þegar gert. En það eru aðrar leiðir færar. Aðalatriðið er að Sundabraut er þessi hjáveituaðgerð sem þarf að fara í vegna þess að vegakerfið er með kransæðastíflu,“ segir Eyþór.Grafík/Stöð2En flokkurinn boðar einnig úrbætur á gatnamótum við Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. „Þessar vegaframkvæmdir sem við tölum um eru arðbærar. Fjármagnið er til í landinu. Það hefur skort á vilja og staðfestu borgarinnar. Við erum að segja; við höfum viljann og við ætlum að fara í þetta,“ segir Eyþór. Þá er stefnt að því að efla byggð í austurborginni með uppbyggingu á 100 hektara landi ríkisins á Keldum. En nýlega var undirrituð viljayfirlýsing milli ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á lóðum í eigu ríkisins meðal annars á Keldum.„Hér kemur Sjálfstæðisflokkurinn með skýra sýn á landnýtinguna. En bendir auðvitað í leiðinni á að það hefur í rauninni ekki verið landskortur, lóðaskortur. Svæðin eru til. Það hefur bara skort viljann og það er verið að setja hér í forgang að skapa meira rými fyrir stofnanir, fyrirtæki og íbúðir,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira