Bílalíf Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. maí 2018 10:00 Svo margir flokkar eru í framboði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík að ekki er hægt muna nöfn þeirra allra með góðu móti, án þess að notast við minnisblað. Áherslumál flokkanna eru af ýmsum toga en einhverjum þeirra er einstaklega annt um einkabílinn. Á dögunum lét fulltrúi eins smáflokksins þau orð falla í útvarpsviðtali að það væri skelfilegt að aka Miklubrautina því þar þyrftu bílar að stoppa á nokkurra sekúndna fresti til að hleypa vegfarendum yfir gangbraut. Það er vitanlega ekki rétt að bíleigendur verði fyrir þessu áfalli á Miklubrautinni á svo að segja hverri sekúndu. Það er hins vegar rétt að það eru umferðarljós við gangbrautir á Miklubrautinni sem vegfarendur nýta sér. Sá fjöldi er reyndar ekki mikill, en einstaka maður sést þó standa þar og ýta á takka umferðarljósanna og bíða, eins og löghlýðnir borgarar gera, eftir því að græni kallinn láti sjá sig. Stundum þarf að bíða nokkuð eftir þeim græna, en vegfarandinn er umvafinn stóískri ró. Þegar græni kallinn birtist neyðast bílar á Miklubrautinni til að stoppa og hleypa vegfarandanum leiðar sinnar. Fyrir vikið koma einhverjir bíleigendur hugsanlega einni eða jafnvel tveimur mínútum of seint á áfangastað sinn. Ekki ætti það að koma miklu róti á tilfinningalíf þeirra eða setja líf þeirra úr skorðum á nokkurn hátt. Argir bíleigendur emja fremur hátt fyrir þessar kosningar og minna á að sífellt sé verið að þrengja að rétti þeirra. Að þeirra mati er ekki lengur hægt að aka um miðbæinn af því að hin vonda og meinfýsna borgarstjórn er heilluð af göngugötum. Hvergi er svo nóg af bílastæðum vegna þess að þessi sami meirihluti vill hrekja fólk úr bílum sínum og setja það í strætó eða upp á hjól. Og svo eru meira að segja vegfarendur við Miklubrautina! Þessi hópur önugra bíleigenda ætti að leggja bíl sínum hluta úr degi og bregða sér í hlutverk vegfaranda við Miklubraut. Þeir ættu að standa þar um hríð og horfa á bílamergð aka framhjá á fullri ferð. Sá sem horfir á þessa spúandi bílaumferð á miklum hraða hlýtur að velta fyrir sér hvort þetta sé virkilega eftirsóknarverður lífsstíll. Um leið hvarflar hugur viðkomandi hugsanlega að þeirri staðreynd að á hverju ári deyja tugir Íslendinga vegna mengunar hér á landi. En það er víst svo óþægileg staðreynd að ekki má tala um hana. Af tali æstustu bíleigenda mætti stundum ætla að þeir byggju í bílum sínum og vildu hvergi annars staðar vera. Bílar eru vissulega þægileg farartæki en það á ekki að byggja tilveru sína og lífsgrundvöll á þeim. Samt eru of margir sem það gera og vilja eiga griðastað í bíl sínum öllum stundum. Þessum hópi bíleigenda virðist þykja beinlínis eftirsóknarvert að Reykjavík, og þar með talinn miðbærinn, verði mengandi bílaborg. Allur málflutningur þeirra hnígur í þá átt. Góðu heilli virðist þetta ekki meirihlutaskoðun kjósenda í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Svo margir flokkar eru í framboði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík að ekki er hægt muna nöfn þeirra allra með góðu móti, án þess að notast við minnisblað. Áherslumál flokkanna eru af ýmsum toga en einhverjum þeirra er einstaklega annt um einkabílinn. Á dögunum lét fulltrúi eins smáflokksins þau orð falla í útvarpsviðtali að það væri skelfilegt að aka Miklubrautina því þar þyrftu bílar að stoppa á nokkurra sekúndna fresti til að hleypa vegfarendum yfir gangbraut. Það er vitanlega ekki rétt að bíleigendur verði fyrir þessu áfalli á Miklubrautinni á svo að segja hverri sekúndu. Það er hins vegar rétt að það eru umferðarljós við gangbrautir á Miklubrautinni sem vegfarendur nýta sér. Sá fjöldi er reyndar ekki mikill, en einstaka maður sést þó standa þar og ýta á takka umferðarljósanna og bíða, eins og löghlýðnir borgarar gera, eftir því að græni kallinn láti sjá sig. Stundum þarf að bíða nokkuð eftir þeim græna, en vegfarandinn er umvafinn stóískri ró. Þegar græni kallinn birtist neyðast bílar á Miklubrautinni til að stoppa og hleypa vegfarandanum leiðar sinnar. Fyrir vikið koma einhverjir bíleigendur hugsanlega einni eða jafnvel tveimur mínútum of seint á áfangastað sinn. Ekki ætti það að koma miklu róti á tilfinningalíf þeirra eða setja líf þeirra úr skorðum á nokkurn hátt. Argir bíleigendur emja fremur hátt fyrir þessar kosningar og minna á að sífellt sé verið að þrengja að rétti þeirra. Að þeirra mati er ekki lengur hægt að aka um miðbæinn af því að hin vonda og meinfýsna borgarstjórn er heilluð af göngugötum. Hvergi er svo nóg af bílastæðum vegna þess að þessi sami meirihluti vill hrekja fólk úr bílum sínum og setja það í strætó eða upp á hjól. Og svo eru meira að segja vegfarendur við Miklubrautina! Þessi hópur önugra bíleigenda ætti að leggja bíl sínum hluta úr degi og bregða sér í hlutverk vegfaranda við Miklubraut. Þeir ættu að standa þar um hríð og horfa á bílamergð aka framhjá á fullri ferð. Sá sem horfir á þessa spúandi bílaumferð á miklum hraða hlýtur að velta fyrir sér hvort þetta sé virkilega eftirsóknarverður lífsstíll. Um leið hvarflar hugur viðkomandi hugsanlega að þeirri staðreynd að á hverju ári deyja tugir Íslendinga vegna mengunar hér á landi. En það er víst svo óþægileg staðreynd að ekki má tala um hana. Af tali æstustu bíleigenda mætti stundum ætla að þeir byggju í bílum sínum og vildu hvergi annars staðar vera. Bílar eru vissulega þægileg farartæki en það á ekki að byggja tilveru sína og lífsgrundvöll á þeim. Samt eru of margir sem það gera og vilja eiga griðastað í bíl sínum öllum stundum. Þessum hópi bíleigenda virðist þykja beinlínis eftirsóknarvert að Reykjavík, og þar með talinn miðbærinn, verði mengandi bílaborg. Allur málflutningur þeirra hnígur í þá átt. Góðu heilli virðist þetta ekki meirihlutaskoðun kjósenda í Reykjavík.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun