Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum þá mun markvörðurinn Gianluigi Buffon halda blaðamannafund í dag þar sem hann greinir frá því að skórnir séu farnir upp í hillu hjá sér.
Hinn fertugi Buffon varð Ítalíumeistari sjöunda árið í röð á dögunum með Juventus. Hann á aðeins eftir að spila einn leik með liðinu en lokaumferð ítölsku deildarinnar fer fram um næstu helgi.
Blaðamannafundur Buffon verður í kringum hádegið og má reikna má því að þar megi sjá tár á hvarmi.
Leikurinn um næstu helgi verður leikur númer 640 hjá honum í ítölsku deildinni. Hann er svo búinn að spila 176 landsleiki fyrir Ítalíu.
