Raunhæfar lausnir á húsnæðisvandanum: Markaðurinn hefur brugðist Þorsteinn V. Einarsson skrifar 17. maí 2018 09:56 Húsnæðisöryggi er stærsta kjaramál fólks í dag. Við þekkjum öll einhverja sem hafa þurft að búa heima hjá foreldrum sínum mun lengur en þau kærðu sig um. Eða fólk sem þarf að borga svívirðilega upphæð fyrir hálfíbúðarhæfan bílskúr, iðnaðarhúsnæði eða hefur flæmst úr einni leiguíbúð í aðra á nokkurra mánaða fresti. Þrátt fyrir að það það hafi aldrei verið byggðar jafn margar íbúðir virðist ríkja algjört stjórnleysi á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. Ástæðan er sú að markaðurinn; verktakar og fjárfestar, eru ekki færir um að leysa húsnæðisvandann. Við þurfum róttækar aðgerðir og nýja hugsun.Ódýr fasteignakaup Eina fólkið sem virðist búa við raunverulegt húsnæðisöryggi er það sem hefur náð að kaupa sér eigin íbúð. Ég þekki samt engan sem hefur náð að kaupa sér íbúð á síðastliðnum árum án þess að til þess hafi komið aðstoð og lán frá nánum vinum eða fjölskyldumeðlimum. Það er enginn í kringum mig sem hefur efni á útborgun fyrir íbúð nema með hjálp annarra. Þetta er algjörlega galinn veruleiki sem þarf að breyta. Og þegar ástandið er eins og það er núna á fasteignamarkaðnum þá þarf marga aðila saman að borðinu til að breyta því. Reykjavíkurborg getur leitt þá breytingu í samvinnu við verkalýðshreyfingu og ríkið. Í því sambandi höfum við í VG talað um að við þurfum að endurreisa verkamannabústaðakerfið í nýrri mynd fyrir nýja tíma.Endurreisn verkamannabústaðanna ASÍ hefur kallað eftir slíkum lausnum og Ragnar Þór Ingólfsson hefur velt upp áhugaverðum hugmyndum um hvernig má endurreisa verkamannabústaðina, þar sem fólk gat keypt sér íbúðir án þess að þurfa að reiða sig á fjárframlög náinna vina eða ættingja. Til þess að þetta geti orðið að veruleika er ljóst að hið opinbera þarf að stíga mjög róttækt inn á húsnæðismarkaðinn. Borgin verður að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, og ríkinu útvega lóðir en líka fjármagn, í samvinnu við ríkið. Þá mætti velta því einnig upp hvort ríkið eigi ekki líka að leggja sitt af mörkum með vaxtalausum lánum eða raunverulegum vaxtabótum, enda eru það vextirnir sem blæða hve mest og takmarka eignamyndun.Leiguverð sem hlutfall af tekjum Meðan markaðurinn einn ræður leiguverði mun það halda áfram að vera í hæstu hæðum. Nú þegar hefur borgin hafist handa við að byggja ódýrar íbúðir í samstarfi við verkalýðsfélögin sem ætlaðar eru til útleigu á réttlátu verði. Vinstri græn vilja sjá borgina stíga mun sterkar inn á þennan markað og leggja enn meira fjármagn í húsnæði sem fólk getur leigt á sanngjörnu og réttlátu verði. Réttlátt og sanngjarnt er til dæmis að miða leiguna við ákveðið hlutfall af mánaðarlegum tekjum leigjandans. Þá er ég að tala um sem dæmi að hámarksleiguverð sé t.d. 20% af meðaltekjum á mánuði. Og með róttækt vinstri félagshyggjuafl eins og Vinstri græn í meirihluta verður hægt að bjóða upp á slíka valkosti. Af því að fólk á að geta valið að leigja íbúð en samt sem áður búa við húsnæðisöryggi.Reykjavík áfram aðlaðandi Vinsældir Reykjavíkur sem viðkomustaður ferðamanna spilar auðvitað sína rullu í húsnæðisvandanum. Mörg hundruð ef ekki þúsundir íbúða eru farnar af langtímaleigumarkaði í útleigu til ferðamanna. Ég veit ekki með aðra, en þegar ég ferðast til erlendra borga vil ég upplifa borgarmenninguna. Ég gef mér að svo sé einnig í tilfelli ferðamanna í Reykjavík. Þeir vilja upplifa menninguna, stemninguna og hitta lókalinn. Hitta fólkið sem gerir borgina spennandi.Við í VG höfum talað um að fylgja þurfi eftir reglum og auka eftirlit með ferðamannaútleigu og uppræta ólöglega útleigu í samvinnu við Airbnb. Þannig getum við endurheimt íbúðir á langtímaleigumarkað og meðal annarra aðgerða leyst húsnæðisvandann í Reykjavík. Þetta þurfum við að gera, ekki eingöngu til að bæta húsnæðisöryggi Reykvíkinga heldur einnig til að standa vörð um menningu og líf borgarinnar þannig að hún verði áfram aðlaðandi í augum gesta.Þorsteinn V. Einarsson, höfundur skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26 maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisöryggi er stærsta kjaramál fólks í dag. Við þekkjum öll einhverja sem hafa þurft að búa heima hjá foreldrum sínum mun lengur en þau kærðu sig um. Eða fólk sem þarf að borga svívirðilega upphæð fyrir hálfíbúðarhæfan bílskúr, iðnaðarhúsnæði eða hefur flæmst úr einni leiguíbúð í aðra á nokkurra mánaða fresti. Þrátt fyrir að það það hafi aldrei verið byggðar jafn margar íbúðir virðist ríkja algjört stjórnleysi á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. Ástæðan er sú að markaðurinn; verktakar og fjárfestar, eru ekki færir um að leysa húsnæðisvandann. Við þurfum róttækar aðgerðir og nýja hugsun.Ódýr fasteignakaup Eina fólkið sem virðist búa við raunverulegt húsnæðisöryggi er það sem hefur náð að kaupa sér eigin íbúð. Ég þekki samt engan sem hefur náð að kaupa sér íbúð á síðastliðnum árum án þess að til þess hafi komið aðstoð og lán frá nánum vinum eða fjölskyldumeðlimum. Það er enginn í kringum mig sem hefur efni á útborgun fyrir íbúð nema með hjálp annarra. Þetta er algjörlega galinn veruleiki sem þarf að breyta. Og þegar ástandið er eins og það er núna á fasteignamarkaðnum þá þarf marga aðila saman að borðinu til að breyta því. Reykjavíkurborg getur leitt þá breytingu í samvinnu við verkalýðshreyfingu og ríkið. Í því sambandi höfum við í VG talað um að við þurfum að endurreisa verkamannabústaðakerfið í nýrri mynd fyrir nýja tíma.Endurreisn verkamannabústaðanna ASÍ hefur kallað eftir slíkum lausnum og Ragnar Þór Ingólfsson hefur velt upp áhugaverðum hugmyndum um hvernig má endurreisa verkamannabústaðina, þar sem fólk gat keypt sér íbúðir án þess að þurfa að reiða sig á fjárframlög náinna vina eða ættingja. Til þess að þetta geti orðið að veruleika er ljóst að hið opinbera þarf að stíga mjög róttækt inn á húsnæðismarkaðinn. Borgin verður að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, og ríkinu útvega lóðir en líka fjármagn, í samvinnu við ríkið. Þá mætti velta því einnig upp hvort ríkið eigi ekki líka að leggja sitt af mörkum með vaxtalausum lánum eða raunverulegum vaxtabótum, enda eru það vextirnir sem blæða hve mest og takmarka eignamyndun.Leiguverð sem hlutfall af tekjum Meðan markaðurinn einn ræður leiguverði mun það halda áfram að vera í hæstu hæðum. Nú þegar hefur borgin hafist handa við að byggja ódýrar íbúðir í samstarfi við verkalýðsfélögin sem ætlaðar eru til útleigu á réttlátu verði. Vinstri græn vilja sjá borgina stíga mun sterkar inn á þennan markað og leggja enn meira fjármagn í húsnæði sem fólk getur leigt á sanngjörnu og réttlátu verði. Réttlátt og sanngjarnt er til dæmis að miða leiguna við ákveðið hlutfall af mánaðarlegum tekjum leigjandans. Þá er ég að tala um sem dæmi að hámarksleiguverð sé t.d. 20% af meðaltekjum á mánuði. Og með róttækt vinstri félagshyggjuafl eins og Vinstri græn í meirihluta verður hægt að bjóða upp á slíka valkosti. Af því að fólk á að geta valið að leigja íbúð en samt sem áður búa við húsnæðisöryggi.Reykjavík áfram aðlaðandi Vinsældir Reykjavíkur sem viðkomustaður ferðamanna spilar auðvitað sína rullu í húsnæðisvandanum. Mörg hundruð ef ekki þúsundir íbúða eru farnar af langtímaleigumarkaði í útleigu til ferðamanna. Ég veit ekki með aðra, en þegar ég ferðast til erlendra borga vil ég upplifa borgarmenninguna. Ég gef mér að svo sé einnig í tilfelli ferðamanna í Reykjavík. Þeir vilja upplifa menninguna, stemninguna og hitta lókalinn. Hitta fólkið sem gerir borgina spennandi.Við í VG höfum talað um að fylgja þurfi eftir reglum og auka eftirlit með ferðamannaútleigu og uppræta ólöglega útleigu í samvinnu við Airbnb. Þannig getum við endurheimt íbúðir á langtímaleigumarkað og meðal annarra aðgerða leyst húsnæðisvandann í Reykjavík. Þetta þurfum við að gera, ekki eingöngu til að bæta húsnæðisöryggi Reykvíkinga heldur einnig til að standa vörð um menningu og líf borgarinnar þannig að hún verði áfram aðlaðandi í augum gesta.Þorsteinn V. Einarsson, höfundur skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26 maí.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar