Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. maí 2018 07:00 Utankjörfundar atkvæðagreiðsla vegna komandi sveitarstjórnarkosninga þann 26. mái næstkomandi hófst í Smáralind á föstudag í síðustu viku. Þar verður hægt að greiða atkvæði allt fram á kjördag. Vísir/ernir Ef fer sem horfir virðast Miðflokkurinn, Píratar og Viðreisn eiga eftir að styrkja stöðu sína sem stjórnmálahreyfingar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta sýna kannanir sem Fréttablaðið hefur gert undanfarið. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram lista í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Niðurstaðan varð að stjórnmálahreyfingin fékk einn mann kjörinn í sveitarstjórn á öllu landinu. Það var Halldór Auðar Svansson, sem var kjörinn í Reykjavík og tekur þátt í fjögurra flokka meirihlutasamstarfi. Fréttablaðið hefur gert skoðanakannanir í sjö sveitarfélögum að undanförnu. Þær hafa sýnt að Píratar kunna að fá allt að tvo fulltrúa kjörna í Reykjavík, en þar er reyndar verið að fjölga fulltrúum úr 15 í 23. Svo gæti flokkurinn fengið einn kjörinn fulltrúa í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Akureyri. Þá sýndi könnun Fréttablaðsins í Árborg að Áfram Árborg, sameiginlegt framboð Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi einn mann.Grétar Þór EyþórssonVísir/ernirMiðflokkurinn og Viðreisn eru hvort tveggja ný stjórnmálaöfl og buðu ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Nýjasta könnun Fréttablaðsins, frá 7. maí, sýnir að líkt og Píratar geti Miðflokkurinn og Viðreisn fengið tvo fulltrúa í Reykjavík, hvor flokkur. Miðflokkurinn fengi að auki fulltrúa kjörna í Hafnarfirði og á Akureyri. Viðreisn gæti náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs í sameiginlegu framboði með Bjartri framtíð og manni í bæjarstjórn Árborgar í sameiginlegu framboði með Pírötum. Þá sýnir könnun Fréttablaðsins að L-listinn á Akureyri, sem Viðreisn er hluti af, myndi fá tvo fulltrúa. Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags stjórnmálafræðinga í gær ræddi Grétar Þór Eyvindsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um niðurstöður skoðanakannana fyrir komandi kosningar. Grétar sagði að þegar horft væri til Reykjavíkur væri staðan sú að meirihlutinn virtist ætla að halda og Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ná fram þeim breytingum sem hann hafði vonast til. „Ef eitthvað gæti ógnað stöðu meirihlutans þá væri það hversu margir af minni flokkunum næðu manni inn,“ segir Grétar. Samfylkingin stærst Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavíkurborg í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið dagana 2. til 14. maí. Fylgi flokksins mælist rúmt 31 prósent sem gæfi honum 9 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 25 prósent sem myndi skila 7 borgarfulltrúum og Píratar eru enn sterkari en í könnun Fréttablaðsins, með 11,5 prósenta fylgi og myndu fá 3 fulltrúa. VG mælist svo með 6,7 prósent, Viðreisn með 6,6 prósent, Miðflokkurinn með 4,2 prósent og Sósíalistar með 3,8 prósent. Þessir fjórir síðast töldu flokkar myndu fá einn mann kjörinn hver. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Ef fer sem horfir virðast Miðflokkurinn, Píratar og Viðreisn eiga eftir að styrkja stöðu sína sem stjórnmálahreyfingar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta sýna kannanir sem Fréttablaðið hefur gert undanfarið. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram lista í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Niðurstaðan varð að stjórnmálahreyfingin fékk einn mann kjörinn í sveitarstjórn á öllu landinu. Það var Halldór Auðar Svansson, sem var kjörinn í Reykjavík og tekur þátt í fjögurra flokka meirihlutasamstarfi. Fréttablaðið hefur gert skoðanakannanir í sjö sveitarfélögum að undanförnu. Þær hafa sýnt að Píratar kunna að fá allt að tvo fulltrúa kjörna í Reykjavík, en þar er reyndar verið að fjölga fulltrúum úr 15 í 23. Svo gæti flokkurinn fengið einn kjörinn fulltrúa í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Akureyri. Þá sýndi könnun Fréttablaðsins í Árborg að Áfram Árborg, sameiginlegt framboð Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi einn mann.Grétar Þór EyþórssonVísir/ernirMiðflokkurinn og Viðreisn eru hvort tveggja ný stjórnmálaöfl og buðu ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Nýjasta könnun Fréttablaðsins, frá 7. maí, sýnir að líkt og Píratar geti Miðflokkurinn og Viðreisn fengið tvo fulltrúa í Reykjavík, hvor flokkur. Miðflokkurinn fengi að auki fulltrúa kjörna í Hafnarfirði og á Akureyri. Viðreisn gæti náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs í sameiginlegu framboði með Bjartri framtíð og manni í bæjarstjórn Árborgar í sameiginlegu framboði með Pírötum. Þá sýnir könnun Fréttablaðsins að L-listinn á Akureyri, sem Viðreisn er hluti af, myndi fá tvo fulltrúa. Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags stjórnmálafræðinga í gær ræddi Grétar Þór Eyvindsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um niðurstöður skoðanakannana fyrir komandi kosningar. Grétar sagði að þegar horft væri til Reykjavíkur væri staðan sú að meirihlutinn virtist ætla að halda og Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ná fram þeim breytingum sem hann hafði vonast til. „Ef eitthvað gæti ógnað stöðu meirihlutans þá væri það hversu margir af minni flokkunum næðu manni inn,“ segir Grétar. Samfylkingin stærst Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavíkurborg í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið dagana 2. til 14. maí. Fylgi flokksins mælist rúmt 31 prósent sem gæfi honum 9 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 25 prósent sem myndi skila 7 borgarfulltrúum og Píratar eru enn sterkari en í könnun Fréttablaðsins, með 11,5 prósenta fylgi og myndu fá 3 fulltrúa. VG mælist svo með 6,7 prósent, Viðreisn með 6,6 prósent, Miðflokkurinn með 4,2 prósent og Sósíalistar með 3,8 prósent. Þessir fjórir síðast töldu flokkar myndu fá einn mann kjörinn hver.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30
Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00