Þörf á nýrri nálgun á dvalarmál aldraðra Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifa 18. maí 2018 06:00 Biðlistar eftir hjúkrunarrými hafa lengst verulega. VÍSIR/VILHELM Frá ársbyrjun 2014 hefur öldruðum á biðlista eftir hjúkrunarrýmum fjölgað um sextíu prósent en þá voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Í upphafi þessa árs var talan komin upp í 362. Meðalbiðtími hefur einnig lengst samhliða lengri biðlistum. Árið 2014 var meðalbiðtíminn eftir úthlutun 74 dagar. Þeir einstaklingar sem fengu rými úthlutað á fyrsta ársfjórðungi 2018 biðu hins vegar að meðaltali í 126 daga. Helmingur þeirra fékk hjúkrunarrými innan níutíu daga. „Þetta kemur ekki á óvart, enda hefur hjúkrunarrýmum ekki fjölgað um langt skeið og á sama tíma lifir fólk lengur og árgangar eldra fólks eru stækkandi,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala.„Það hefur verið ótrúleg tregða í útfærslu á hugmyndum að úrbótum. Allt sem fer úrskeiðis í þeim einföldu útfærslum sem við erum með í dag stuðlar að því að fólk endi á hæsta þjónustustigi, það er í hjúkrunarrými.“ Pálmi segir mikla þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými nú, en það eitt leysi ekki viðfangsefnið vel til lengri tíma. Stórbæta þurfi heimaþjónustu eldra fólks, með aðkomu heimilislækna og öldrunarlækna og greiningu, meðferð og endurhæfingu er byggi á heildrænu öldrunarmati. Þá finnist enn fyrir áhrifum lokunar líknardeildar fyrir eldra fólk, sem lengdi biðlistann sem því nam og jók dánartíðni þeirra sem bíða. Auk þess hafi áætlanir um öldrunargeðlækningar horfið með hruninu. Með breyttu verklagi í þessum og fleiri atriðum sé líklegra að fólk fái rétt úrræði á réttum tíma og stað, sem bæti lífsgæði og sé til þess fallið að fækka þeim sem hafna á hæsta og dýrasta þjónustustigi. „Tíminn til að gera breytingar af alvöru er núna. Ef við beitum ekki nýsköpun byggðri á þekkingu í þjónustu við eldra fólk nú þurfum við einfaldlega að mæta fólksfjölguninni með hlutfallslega auknum fjölda hjúkrunarrýma, og það er ekki gott mál til lengra tíma litið, ekki það sem fólk vill og mjög kostnaðarsamt,“ segir Pálmi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Frá ársbyrjun 2014 hefur öldruðum á biðlista eftir hjúkrunarrýmum fjölgað um sextíu prósent en þá voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Í upphafi þessa árs var talan komin upp í 362. Meðalbiðtími hefur einnig lengst samhliða lengri biðlistum. Árið 2014 var meðalbiðtíminn eftir úthlutun 74 dagar. Þeir einstaklingar sem fengu rými úthlutað á fyrsta ársfjórðungi 2018 biðu hins vegar að meðaltali í 126 daga. Helmingur þeirra fékk hjúkrunarrými innan níutíu daga. „Þetta kemur ekki á óvart, enda hefur hjúkrunarrýmum ekki fjölgað um langt skeið og á sama tíma lifir fólk lengur og árgangar eldra fólks eru stækkandi,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala.„Það hefur verið ótrúleg tregða í útfærslu á hugmyndum að úrbótum. Allt sem fer úrskeiðis í þeim einföldu útfærslum sem við erum með í dag stuðlar að því að fólk endi á hæsta þjónustustigi, það er í hjúkrunarrými.“ Pálmi segir mikla þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými nú, en það eitt leysi ekki viðfangsefnið vel til lengri tíma. Stórbæta þurfi heimaþjónustu eldra fólks, með aðkomu heimilislækna og öldrunarlækna og greiningu, meðferð og endurhæfingu er byggi á heildrænu öldrunarmati. Þá finnist enn fyrir áhrifum lokunar líknardeildar fyrir eldra fólk, sem lengdi biðlistann sem því nam og jók dánartíðni þeirra sem bíða. Auk þess hafi áætlanir um öldrunargeðlækningar horfið með hruninu. Með breyttu verklagi í þessum og fleiri atriðum sé líklegra að fólk fái rétt úrræði á réttum tíma og stað, sem bæti lífsgæði og sé til þess fallið að fækka þeim sem hafna á hæsta og dýrasta þjónustustigi. „Tíminn til að gera breytingar af alvöru er núna. Ef við beitum ekki nýsköpun byggðri á þekkingu í þjónustu við eldra fólk nú þurfum við einfaldlega að mæta fólksfjölguninni með hlutfallslega auknum fjölda hjúkrunarrýma, og það er ekki gott mál til lengra tíma litið, ekki það sem fólk vill og mjög kostnaðarsamt,“ segir Pálmi
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira