Frelsi til sjálfstæðs lífs Ásmundur Alma Guðjónsson skrifar 18. maí 2018 19:00 Borgararéttindi eru ein af meginstoðum í stefnumálum Pírata, og er ein af grunnstefnum flokksins. Þar segir að Píratar styðji eflingu og verndun borgararéttinda og að útvíkkun þeirra skuli miða að því að styrkja önnur réttindi. Við höfum öll rétt á því að fara fram úr rúminu, klæða okkur, fara á klósettið, baða okkur og borða, og sinna öllum okkar grunn þörfum án þess að vera háð aðstoð frá fjölskyldu og vinum. Það að geta lifað sjálfstæðu lífi er eitthvað sem fyrir okkur flest er sjálfsagður hlutur en við erum ekki öll svo heppin. Þetta er nefnilega ekki sjálfsagt mál fyrir fatlað fólk. Notendastýrð persónuleg aðstoð, eða NPA, er sveigjanlegt þjónustuform sem auðveldar fötluðu fólki að lifa sjálfstæðu lífi. Samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir bæði velferðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið hefur það sýnt að fólk sem fær slíka þjónustu er mun líklegra til að vera í vinnu eða stunda nám, eiga virkt félagslíf, búa í eigin húsnæði og vera með börn á sínu framfæri. Nú á dögunum samþykkti Alþingi að NPA væri lögbundin þjónusta sem sveitarfélögunum bæri að veita til þeirra sem hana þurfa. 20-30 árum eftir að hin Norðurlöndin hafa tekið hana upp. Boltinn er núna hjá sveitarfélögunum að koma henni í framkvæmd. Þetta snýst um mannréttindi fólks, þeirra frelsi til þess að lifa sjálfstæðu lífi og möguleika þeirra til að vera þáttakendur í samfélaginu og virkir borgarar. Við Píratar í Kópavogi viljum setja það í forgang að sveitarfélagið bjóði fötluðu fólki upp á þessa þjónustu og styrki hana. Kjósum Pírata 26. maí.Höfundur er í þriðja sæti fyrir Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Borgararéttindi eru ein af meginstoðum í stefnumálum Pírata, og er ein af grunnstefnum flokksins. Þar segir að Píratar styðji eflingu og verndun borgararéttinda og að útvíkkun þeirra skuli miða að því að styrkja önnur réttindi. Við höfum öll rétt á því að fara fram úr rúminu, klæða okkur, fara á klósettið, baða okkur og borða, og sinna öllum okkar grunn þörfum án þess að vera háð aðstoð frá fjölskyldu og vinum. Það að geta lifað sjálfstæðu lífi er eitthvað sem fyrir okkur flest er sjálfsagður hlutur en við erum ekki öll svo heppin. Þetta er nefnilega ekki sjálfsagt mál fyrir fatlað fólk. Notendastýrð persónuleg aðstoð, eða NPA, er sveigjanlegt þjónustuform sem auðveldar fötluðu fólki að lifa sjálfstæðu lífi. Samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir bæði velferðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið hefur það sýnt að fólk sem fær slíka þjónustu er mun líklegra til að vera í vinnu eða stunda nám, eiga virkt félagslíf, búa í eigin húsnæði og vera með börn á sínu framfæri. Nú á dögunum samþykkti Alþingi að NPA væri lögbundin þjónusta sem sveitarfélögunum bæri að veita til þeirra sem hana þurfa. 20-30 árum eftir að hin Norðurlöndin hafa tekið hana upp. Boltinn er núna hjá sveitarfélögunum að koma henni í framkvæmd. Þetta snýst um mannréttindi fólks, þeirra frelsi til þess að lifa sjálfstæðu lífi og möguleika þeirra til að vera þáttakendur í samfélaginu og virkir borgarar. Við Píratar í Kópavogi viljum setja það í forgang að sveitarfélagið bjóði fötluðu fólki upp á þessa þjónustu og styrki hana. Kjósum Pírata 26. maí.Höfundur er í þriðja sæti fyrir Pírata í Kópavogi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar