Megrunarsleikibrjóstsykur Kim Kardashian lagðist illa í aðdáendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2018 19:58 Hér má sjá auglýsinguna umdeildu. Instagram/Kim Kardashian Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum undanfarna daga eftir að hún birti færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún auglýsir sleikipinna sem „draga úr matarlyst.“ „Krakkar... @flattummyco var að gefa út nýja vöru. Þetta eru sleikpinnar sem draga úr matarlyst og þeir eru bókstaflega ótrúlegir,“ skrifaði Kardashian í færslunni en með fylgdi mynd af henni þar sem hún sást gæða sér á einum téðra sleikipinna. Aðdáendur Kardashian lýstu margir yfir megnri óánægju með færsluna og sögðu raunveruleikastjörnuna sýna af sér vítavert ábyrgðarleysi með því að auglýsa megrunarvöru á borð við sleikipinnana. Þá agnúuðust netverjar helst út í lýsinguna á vörunni, „sleikipinnar sem draga úr matarlyst“, og sögðu margir að með því væri Kardashian að ýta undir óheilbrigt samband fólks, sérstaklega kvenna, við mat. „Þú átt að borða ef þú verður svöng. Þetta er ógeðslegt,“ skrifaði einn fylgjandi Kardashian í athugasemd við myndina. Þá vakti Twitter-færsla leikkonunnar Jameelu Jamil, sem fer með hlutverk Tahani í sjónvarpsþáttaröðinni The Good Place, mikla athygli. Jamil var hispurslaus í gagnrýni sinni, sagði Kardashian raunar að „fara til fjandans“, og að hún hefði „eitruð og hryllileg áhrif á ungar stúlkur.“No. Fuck off. No. You terrible and toxic influence on young girls. I admire their mother's branding capabilities, she is an exploitative but innovative genius, however this family makes me feel actual despair over what women are reduced to. pic.twitter.com/zDPN1T8sBM— Jameela Jamil (@jameelajamil) May 16, 2018 Á heimasíðu fyrirtækisins sem fékk Kim til að auglýsa sleikipinnana fyrir sig er lýsing á vörunni höfð með fyrirvara frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, FDA. Þar segir að fullyrðingar um að sleikipinnarnir dragi úr matarlyst hafi ekki fengist staðfestar af stofnuninni. Stuttu eftir að Kardashian birti myndina tók Instagram hana niður en baðst svo snarlega afsökunar á viðbrögðum sínum. Myndin stendur því enn. Kardashian hefur þó breytt textanum undir auglýsingunni en þar sem fylgjendur hennar voru áður hvattir til að gæða sér á megrunarsleikjó stendur nú einsömul tjása af sleikipinna. A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on May 15, 2018 at 4:00pm PDT Tengdar fréttir Kim Kardashian birtir djarfa myndaseríu á Instagram Raunveruleikastjarnan kann að brjóta internetið og að þessu sinni með Poloroid myndum. 30. janúar 2018 11:00 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fleiri fréttir Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Sjá meira
Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum undanfarna daga eftir að hún birti færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún auglýsir sleikipinna sem „draga úr matarlyst.“ „Krakkar... @flattummyco var að gefa út nýja vöru. Þetta eru sleikpinnar sem draga úr matarlyst og þeir eru bókstaflega ótrúlegir,“ skrifaði Kardashian í færslunni en með fylgdi mynd af henni þar sem hún sást gæða sér á einum téðra sleikipinna. Aðdáendur Kardashian lýstu margir yfir megnri óánægju með færsluna og sögðu raunveruleikastjörnuna sýna af sér vítavert ábyrgðarleysi með því að auglýsa megrunarvöru á borð við sleikipinnana. Þá agnúuðust netverjar helst út í lýsinguna á vörunni, „sleikipinnar sem draga úr matarlyst“, og sögðu margir að með því væri Kardashian að ýta undir óheilbrigt samband fólks, sérstaklega kvenna, við mat. „Þú átt að borða ef þú verður svöng. Þetta er ógeðslegt,“ skrifaði einn fylgjandi Kardashian í athugasemd við myndina. Þá vakti Twitter-færsla leikkonunnar Jameelu Jamil, sem fer með hlutverk Tahani í sjónvarpsþáttaröðinni The Good Place, mikla athygli. Jamil var hispurslaus í gagnrýni sinni, sagði Kardashian raunar að „fara til fjandans“, og að hún hefði „eitruð og hryllileg áhrif á ungar stúlkur.“No. Fuck off. No. You terrible and toxic influence on young girls. I admire their mother's branding capabilities, she is an exploitative but innovative genius, however this family makes me feel actual despair over what women are reduced to. pic.twitter.com/zDPN1T8sBM— Jameela Jamil (@jameelajamil) May 16, 2018 Á heimasíðu fyrirtækisins sem fékk Kim til að auglýsa sleikipinnana fyrir sig er lýsing á vörunni höfð með fyrirvara frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, FDA. Þar segir að fullyrðingar um að sleikipinnarnir dragi úr matarlyst hafi ekki fengist staðfestar af stofnuninni. Stuttu eftir að Kardashian birti myndina tók Instagram hana niður en baðst svo snarlega afsökunar á viðbrögðum sínum. Myndin stendur því enn. Kardashian hefur þó breytt textanum undir auglýsingunni en þar sem fylgjendur hennar voru áður hvattir til að gæða sér á megrunarsleikjó stendur nú einsömul tjása af sleikipinna. A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on May 15, 2018 at 4:00pm PDT
Tengdar fréttir Kim Kardashian birtir djarfa myndaseríu á Instagram Raunveruleikastjarnan kann að brjóta internetið og að þessu sinni með Poloroid myndum. 30. janúar 2018 11:00 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fleiri fréttir Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Sjá meira
Kim Kardashian birtir djarfa myndaseríu á Instagram Raunveruleikastjarnan kann að brjóta internetið og að þessu sinni með Poloroid myndum. 30. janúar 2018 11:00
Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35
Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 28. febrúar 2018 11:30