Borgin birti viðkvæm skjöl um öryrkja Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. maí 2018 07:30 Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Reykjavíkurborg fjarlægði upplýsingar sem virðast hafa verið birtar fyrir mistök í fundargerð borgarráðs á fimmtudag eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Á fundi borgarráðs var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem 75 prósent öryrki höfðaði gegn borginni eftir að hafa verið synjað um sérstaka fjárhagsaðstoð hjá borginni. Í fundargerðinni er konan nafngreind en henni fylgdi hlekkur á skannaða útgáfu af úrskurðinum þar sem upplýsingar um mál konunnar, í þessum viðkvæma málaflokki, voru birtar. Þess ber að geta að umræddur úrskurður birtist ekki á vef héraðsdóms. Viðkomandi kona hafði sótt um fjárhagsaðstoð hjá borginni árið 2015 en verið synjað á grundvelli þess að sameiginlegar tekjur hennar og maka hafi verið umfram þau viðmið sem sett eru fyrir slíkri aðstoð. Konan leitaði réttar síns og stefndi borginni til að ógilda umrædda synjun. Hafði hún ekki erindi sem erfiði og hafði borgin betur með úrskurði héraðsdóms þann 8. maí síðastliðinn. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá upplýsingafulltrúa borgarinnar og hvort birtingin gæti talist eðlileg eða hvort um mistök hafi verið að ræða af hálfu borginnar. Fyrirspurn blaðsins var ekki svarað en nokkru síðar hafði hlekkurinn á úrskurð héraðsdóms verið fjarlægður. Verður því ekki annað ráðið en að um mistök hafi verið að ræða. Lögmaður konunnar vildi ekki tjá sig um málið án þess að ráðfæra sig við skjólstæðing sinn, þegar eftir því var leitað en sagði að málið yrði skoðað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Reykjavíkurborg fjarlægði upplýsingar sem virðast hafa verið birtar fyrir mistök í fundargerð borgarráðs á fimmtudag eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Á fundi borgarráðs var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem 75 prósent öryrki höfðaði gegn borginni eftir að hafa verið synjað um sérstaka fjárhagsaðstoð hjá borginni. Í fundargerðinni er konan nafngreind en henni fylgdi hlekkur á skannaða útgáfu af úrskurðinum þar sem upplýsingar um mál konunnar, í þessum viðkvæma málaflokki, voru birtar. Þess ber að geta að umræddur úrskurður birtist ekki á vef héraðsdóms. Viðkomandi kona hafði sótt um fjárhagsaðstoð hjá borginni árið 2015 en verið synjað á grundvelli þess að sameiginlegar tekjur hennar og maka hafi verið umfram þau viðmið sem sett eru fyrir slíkri aðstoð. Konan leitaði réttar síns og stefndi borginni til að ógilda umrædda synjun. Hafði hún ekki erindi sem erfiði og hafði borgin betur með úrskurði héraðsdóms þann 8. maí síðastliðinn. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá upplýsingafulltrúa borgarinnar og hvort birtingin gæti talist eðlileg eða hvort um mistök hafi verið að ræða af hálfu borginnar. Fyrirspurn blaðsins var ekki svarað en nokkru síðar hafði hlekkurinn á úrskurð héraðsdóms verið fjarlægður. Verður því ekki annað ráðið en að um mistök hafi verið að ræða. Lögmaður konunnar vildi ekki tjá sig um málið án þess að ráðfæra sig við skjólstæðing sinn, þegar eftir því var leitað en sagði að málið yrði skoðað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira