35 ár síðan geimflaug flaug yfir Reykjavík Benedikt Bóas skrifar 19. maí 2018 07:15 Geimskutlan á baki Boeing 747 þotu. Skutlan var sú fyrsta sem var smíðuð af NASA. NordicPhotos/getty Boeing 747 burðarþota með geimskutluna Enterprise á bakinu tók einn hring yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík á leið sinni á flugsýningu í Frakklandi. Í Keflavík var hlið tvö opnað og var opið fyrir almenning að kíkja á gripinn úr fjarlægð. Áætlað var að Enterprise myndi vera aðeins í 600 metra hæð þegar hún kom svífandi yfir borgina. Kom vélin um kvöld en margir muna enn eftir hávaðanum sem fylgdi Boeing-vélinni. Enterprise var fyrsta geimskutlan sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna lét smíða. Hún var smíðuð hjá Rockwell-verksmiðjunum og hófst smíðin árið 1975. Tveimur árum síðar var hún tilbúin til tilraunaflugs. Enterprise var ætlað að vera tilraunageimskutla til undirbúnings fyrir flug geimskutlna sem síðar komu, svo sem Kolumbíu og Challenger. Í fyrstu var Enterprise eingöngu flogið á baki Boeing 747-þotu en þann 12. ágúst 1977 var henni sleppt og hún látin svífa til jarðar. Fréttamaðurinn góðkunni, Kristján Már Unnarsson, sem þá starfaði fyrir DV, skrifaði mikið um komuna og sagði fréttir af henni eins og honum einum er lagið. Sagði meðal annars að skutlan yrði aðalsýningargripur Bandaríkjanna á flugsýningu í París en einnig færi hún til Bonn, Kölnar og London. Um borð í burðarþotunni voru auk áhafnar fulltrúar NASA og tóku sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Marshall Bremnet, Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Helgi Ágústsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, á móti ferðalöngunum. Var flug bannað vegna komu skutlunnar af öryggisástæðum milli 19 og 21. Aðeins var veitt undanþága vegna flugvéla með blindflugsheimild. „Einkaflugmenn verða því að sætta sig við að vera á jörðu niðri og fylgjast með skutlunni þaðan,“ sagði Kristján Már í einni fréttinni sinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Boeing 747 burðarþota með geimskutluna Enterprise á bakinu tók einn hring yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík á leið sinni á flugsýningu í Frakklandi. Í Keflavík var hlið tvö opnað og var opið fyrir almenning að kíkja á gripinn úr fjarlægð. Áætlað var að Enterprise myndi vera aðeins í 600 metra hæð þegar hún kom svífandi yfir borgina. Kom vélin um kvöld en margir muna enn eftir hávaðanum sem fylgdi Boeing-vélinni. Enterprise var fyrsta geimskutlan sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna lét smíða. Hún var smíðuð hjá Rockwell-verksmiðjunum og hófst smíðin árið 1975. Tveimur árum síðar var hún tilbúin til tilraunaflugs. Enterprise var ætlað að vera tilraunageimskutla til undirbúnings fyrir flug geimskutlna sem síðar komu, svo sem Kolumbíu og Challenger. Í fyrstu var Enterprise eingöngu flogið á baki Boeing 747-þotu en þann 12. ágúst 1977 var henni sleppt og hún látin svífa til jarðar. Fréttamaðurinn góðkunni, Kristján Már Unnarsson, sem þá starfaði fyrir DV, skrifaði mikið um komuna og sagði fréttir af henni eins og honum einum er lagið. Sagði meðal annars að skutlan yrði aðalsýningargripur Bandaríkjanna á flugsýningu í París en einnig færi hún til Bonn, Kölnar og London. Um borð í burðarþotunni voru auk áhafnar fulltrúar NASA og tóku sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Marshall Bremnet, Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Helgi Ágústsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, á móti ferðalöngunum. Var flug bannað vegna komu skutlunnar af öryggisástæðum milli 19 og 21. Aðeins var veitt undanþága vegna flugvéla með blindflugsheimild. „Einkaflugmenn verða því að sætta sig við að vera á jörðu niðri og fylgjast með skutlunni þaðan,“ sagði Kristján Már í einni fréttinni sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“