Veðurspár breyst til hins verra fyrir hvítasunnuhelgina Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. maí 2018 13:26 Vindhraði gæti farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Ekkert ferðaveður verður víða á landinu seinni partinn í dag og á morgun og hafa spár veðurstofunnar breyst til hins verra. Lægð er komin upp að landinu með kröppum skilum sem ganga yfir landið fyrirpart dags. Gul veðurviðvörun er á nær öllu landinu sem stendur til miðnættis annað kvöld. Elín Björg Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands segir veðurspána ganga eftir í öllum meginatriðum og gott betur. „Já, það er ekki annað að sjá en að hún sé að ganga eftir það sem af er morgni en vissulega er versta veðrið ekki fyrr en núna eftir hádegi og síðan í raun og veru á morgun. Spáin frá því í gær hefur breyst svolítið og lægðin komin nær landi þannig að veðrið í nótt og á morgun er verra en við spáðum til dæmis í gær.“Slydduél og snjókoma í nótt og á morgun Lægðin mun ganga yfir nær allt landið að undanskildu Austurlandi og Austfjörðum. Hvessa mun mjög af suðri á morgun. „Það er alveg viðbúið að í nótt og á morgun verði slydduél og jafnvel snjókoma á fjallvegum þannig að þeir sem eru á sumardekkjum þeir þurfa að fara varlega af stað. Þetta er ekkert ferðaveður fyrir aftanívagna eða bíla sem taka á sig mikinn mynd. Svo er þetta ekki gott útivistarveður, veður til að vera uppi á jöklum eða slíkt.“Það er vor en veðrið í kortunum minnir kannski meira á haust.vísir/sigtryggur ari Elín segir að á höfuðborgarsvæðinu verði blautt. „Það verður náttúrulega rigning hérna vestan til svo folk getur að sjálfsögðu verið úti við og haldið sínum plönum en að sjálfsögðu á að klæða sig eftir veðri og það þarf að tjóðra trampólín og taka inn plasthúsgögnin.” Þá segir Elín óvenju mikla rigningu fylgja lægðinni. „Já þetta er svolítið mikið vatnsveður og þetta er mjög djúp lægð miðað við árstíma, þannig að þetta er meira eins og haustlægð.” Vindhraði yfir 20 m/s síðdegis Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag mun hvessa af suðaustri með rigningu sunnan- og vestantil, en lengst af verður þó þurrt norðan- og austanlands. Þá gæti vindhraði farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis. Eins gera spár ráð fyrir að vindur snúist til suðvestanáttar í kvöld, einna hvassast verður suðvestantil en á morgun verður hvassast Norðanlands. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði fari vel yfir 20 m/s, staðbundið. Skúrir eða slydduél verða um landið sunnan- og vestanvert en draga mun úr vindi annað kvöld. Þá þarf ekki mikið til þess að versta veðrið færist yfir á aðra landshluta en gert er ráð fyrir núna. Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með spám. Veður Tengdar fréttir Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Gerist í maí mánuði sem er venjulega sá þurrasti og bjartasti á meðalári. 18. maí 2018 10:58 Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður víða á landinu seinni partinn í dag og á morgun og hafa spár veðurstofunnar breyst til hins verra. Lægð er komin upp að landinu með kröppum skilum sem ganga yfir landið fyrirpart dags. Gul veðurviðvörun er á nær öllu landinu sem stendur til miðnættis annað kvöld. Elín Björg Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands segir veðurspána ganga eftir í öllum meginatriðum og gott betur. „Já, það er ekki annað að sjá en að hún sé að ganga eftir það sem af er morgni en vissulega er versta veðrið ekki fyrr en núna eftir hádegi og síðan í raun og veru á morgun. Spáin frá því í gær hefur breyst svolítið og lægðin komin nær landi þannig að veðrið í nótt og á morgun er verra en við spáðum til dæmis í gær.“Slydduél og snjókoma í nótt og á morgun Lægðin mun ganga yfir nær allt landið að undanskildu Austurlandi og Austfjörðum. Hvessa mun mjög af suðri á morgun. „Það er alveg viðbúið að í nótt og á morgun verði slydduél og jafnvel snjókoma á fjallvegum þannig að þeir sem eru á sumardekkjum þeir þurfa að fara varlega af stað. Þetta er ekkert ferðaveður fyrir aftanívagna eða bíla sem taka á sig mikinn mynd. Svo er þetta ekki gott útivistarveður, veður til að vera uppi á jöklum eða slíkt.“Það er vor en veðrið í kortunum minnir kannski meira á haust.vísir/sigtryggur ari Elín segir að á höfuðborgarsvæðinu verði blautt. „Það verður náttúrulega rigning hérna vestan til svo folk getur að sjálfsögðu verið úti við og haldið sínum plönum en að sjálfsögðu á að klæða sig eftir veðri og það þarf að tjóðra trampólín og taka inn plasthúsgögnin.” Þá segir Elín óvenju mikla rigningu fylgja lægðinni. „Já þetta er svolítið mikið vatnsveður og þetta er mjög djúp lægð miðað við árstíma, þannig að þetta er meira eins og haustlægð.” Vindhraði yfir 20 m/s síðdegis Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag mun hvessa af suðaustri með rigningu sunnan- og vestantil, en lengst af verður þó þurrt norðan- og austanlands. Þá gæti vindhraði farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis. Eins gera spár ráð fyrir að vindur snúist til suðvestanáttar í kvöld, einna hvassast verður suðvestantil en á morgun verður hvassast Norðanlands. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði fari vel yfir 20 m/s, staðbundið. Skúrir eða slydduél verða um landið sunnan- og vestanvert en draga mun úr vindi annað kvöld. Þá þarf ekki mikið til þess að versta veðrið færist yfir á aðra landshluta en gert er ráð fyrir núna. Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með spám.
Veður Tengdar fréttir Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Gerist í maí mánuði sem er venjulega sá þurrasti og bjartasti á meðalári. 18. maí 2018 10:58 Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Gerist í maí mánuði sem er venjulega sá þurrasti og bjartasti á meðalári. 18. maí 2018 10:58
Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. 18. maí 2018 06:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent