Veðurspár breyst til hins verra fyrir hvítasunnuhelgina Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. maí 2018 13:26 Vindhraði gæti farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Ekkert ferðaveður verður víða á landinu seinni partinn í dag og á morgun og hafa spár veðurstofunnar breyst til hins verra. Lægð er komin upp að landinu með kröppum skilum sem ganga yfir landið fyrirpart dags. Gul veðurviðvörun er á nær öllu landinu sem stendur til miðnættis annað kvöld. Elín Björg Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands segir veðurspána ganga eftir í öllum meginatriðum og gott betur. „Já, það er ekki annað að sjá en að hún sé að ganga eftir það sem af er morgni en vissulega er versta veðrið ekki fyrr en núna eftir hádegi og síðan í raun og veru á morgun. Spáin frá því í gær hefur breyst svolítið og lægðin komin nær landi þannig að veðrið í nótt og á morgun er verra en við spáðum til dæmis í gær.“Slydduél og snjókoma í nótt og á morgun Lægðin mun ganga yfir nær allt landið að undanskildu Austurlandi og Austfjörðum. Hvessa mun mjög af suðri á morgun. „Það er alveg viðbúið að í nótt og á morgun verði slydduél og jafnvel snjókoma á fjallvegum þannig að þeir sem eru á sumardekkjum þeir þurfa að fara varlega af stað. Þetta er ekkert ferðaveður fyrir aftanívagna eða bíla sem taka á sig mikinn mynd. Svo er þetta ekki gott útivistarveður, veður til að vera uppi á jöklum eða slíkt.“Það er vor en veðrið í kortunum minnir kannski meira á haust.vísir/sigtryggur ari Elín segir að á höfuðborgarsvæðinu verði blautt. „Það verður náttúrulega rigning hérna vestan til svo folk getur að sjálfsögðu verið úti við og haldið sínum plönum en að sjálfsögðu á að klæða sig eftir veðri og það þarf að tjóðra trampólín og taka inn plasthúsgögnin.” Þá segir Elín óvenju mikla rigningu fylgja lægðinni. „Já þetta er svolítið mikið vatnsveður og þetta er mjög djúp lægð miðað við árstíma, þannig að þetta er meira eins og haustlægð.” Vindhraði yfir 20 m/s síðdegis Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag mun hvessa af suðaustri með rigningu sunnan- og vestantil, en lengst af verður þó þurrt norðan- og austanlands. Þá gæti vindhraði farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis. Eins gera spár ráð fyrir að vindur snúist til suðvestanáttar í kvöld, einna hvassast verður suðvestantil en á morgun verður hvassast Norðanlands. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði fari vel yfir 20 m/s, staðbundið. Skúrir eða slydduél verða um landið sunnan- og vestanvert en draga mun úr vindi annað kvöld. Þá þarf ekki mikið til þess að versta veðrið færist yfir á aðra landshluta en gert er ráð fyrir núna. Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með spám. Veður Tengdar fréttir Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Gerist í maí mánuði sem er venjulega sá þurrasti og bjartasti á meðalári. 18. maí 2018 10:58 Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður víða á landinu seinni partinn í dag og á morgun og hafa spár veðurstofunnar breyst til hins verra. Lægð er komin upp að landinu með kröppum skilum sem ganga yfir landið fyrirpart dags. Gul veðurviðvörun er á nær öllu landinu sem stendur til miðnættis annað kvöld. Elín Björg Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands segir veðurspána ganga eftir í öllum meginatriðum og gott betur. „Já, það er ekki annað að sjá en að hún sé að ganga eftir það sem af er morgni en vissulega er versta veðrið ekki fyrr en núna eftir hádegi og síðan í raun og veru á morgun. Spáin frá því í gær hefur breyst svolítið og lægðin komin nær landi þannig að veðrið í nótt og á morgun er verra en við spáðum til dæmis í gær.“Slydduél og snjókoma í nótt og á morgun Lægðin mun ganga yfir nær allt landið að undanskildu Austurlandi og Austfjörðum. Hvessa mun mjög af suðri á morgun. „Það er alveg viðbúið að í nótt og á morgun verði slydduél og jafnvel snjókoma á fjallvegum þannig að þeir sem eru á sumardekkjum þeir þurfa að fara varlega af stað. Þetta er ekkert ferðaveður fyrir aftanívagna eða bíla sem taka á sig mikinn mynd. Svo er þetta ekki gott útivistarveður, veður til að vera uppi á jöklum eða slíkt.“Það er vor en veðrið í kortunum minnir kannski meira á haust.vísir/sigtryggur ari Elín segir að á höfuðborgarsvæðinu verði blautt. „Það verður náttúrulega rigning hérna vestan til svo folk getur að sjálfsögðu verið úti við og haldið sínum plönum en að sjálfsögðu á að klæða sig eftir veðri og það þarf að tjóðra trampólín og taka inn plasthúsgögnin.” Þá segir Elín óvenju mikla rigningu fylgja lægðinni. „Já þetta er svolítið mikið vatnsveður og þetta er mjög djúp lægð miðað við árstíma, þannig að þetta er meira eins og haustlægð.” Vindhraði yfir 20 m/s síðdegis Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag mun hvessa af suðaustri með rigningu sunnan- og vestantil, en lengst af verður þó þurrt norðan- og austanlands. Þá gæti vindhraði farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis. Eins gera spár ráð fyrir að vindur snúist til suðvestanáttar í kvöld, einna hvassast verður suðvestantil en á morgun verður hvassast Norðanlands. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði fari vel yfir 20 m/s, staðbundið. Skúrir eða slydduél verða um landið sunnan- og vestanvert en draga mun úr vindi annað kvöld. Þá þarf ekki mikið til þess að versta veðrið færist yfir á aðra landshluta en gert er ráð fyrir núna. Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með spám.
Veður Tengdar fréttir Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Gerist í maí mánuði sem er venjulega sá þurrasti og bjartasti á meðalári. 18. maí 2018 10:58 Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Gerist í maí mánuði sem er venjulega sá þurrasti og bjartasti á meðalári. 18. maí 2018 10:58
Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. 18. maí 2018 06:00