Menntamálaráðherra ekki sammála grunnskólakennurum um að stórsókn í menntamálum séu orðin tóm Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. maí 2018 19:15 Menntamálaráðherra er ekki sammála forystu grunnskólakennara um að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun verði hækkuð. Ráðherra vinnur að því að laga umgjörð stéttarinnar til að auka nýliðun. Sjöunda aðalfundi Félags grunnskólakennara lauk á föstudag undir stjórn nýs formanns, Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur og Hjördísar Albertsdóttur, varaformanns. Grunnskólakennarar hafa verið með lausa kjarasamningar frá 1 desember síðastliðnum en í mars felldu þeir samnings sem undirritaður var við samband íslenskra sveitarfélaga með 70% atkvæða og ekki hefur verið skrifað undir nýjan. Menntamálaráðherra telur það áhyggjuefni en stefnir á að stórbæta umgjörð stéttarinnar. „Auðvitað er það áhyggjuefni en við þurfum líka að huga að, þegar ég tala um að styrkja umgjörðina, þá er ég líka að tala um að það þarf minnka álagið. Eitt af því sem kemur fram í verkefni sem við erum að vinna að og heitir „Menntun fyrir alla“, þar segja kennarar að það þarf að minnka álagið og nú erum við að fara í mikla fundarherferð um allt land, hvernig við getum gert þetta í virku samtali við kennara, kennaraforystuna og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þannig að ég held að framvinda þessa verkefnis verði góð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Á fundi grunnskólakennara kom fram að alvarlegur vandi blasir við grunnskólum landsins þar sem ekki hefur tekist að fylla stöður í grunnskólum sem og að þá hefur nýliðun í stéttinni verið er afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. „Ásókn í kennaranám hefur dvínað verulega á síðustu fimm árum en hins vegar var ég að fá afar ánægjulegar tölur frá Háskólanum á Akureyri þar sem aukningin er veruleg á milli ára, um tugi prósenta,“ segir Lilja. Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um störf sín, hækkun launa og bætt starfskjör til þeirra og skólastjórnenda, því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og segja að aðsókn í kennaranám muni aukast. Á aðalfundinum kom fram að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun þeirra verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, því er menntamálaráðherra ekki sammála. „Ég held að það sé ekki rétt. Það sem við erum að gera er að við erum að fara yfir nýliðunina. Ég er búin að kynna fimm eða sex aðgerðir hvernig við getum brugðist við því og það erum við að gera í mjög góðu samráði við kennaraforystuna, sambandið og fleiri aðila sem eru lykilaðilar varðandi menntamálin,“ segir Lilja. Tengdar fréttir Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Menntamálaráðherra er ekki sammála forystu grunnskólakennara um að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun verði hækkuð. Ráðherra vinnur að því að laga umgjörð stéttarinnar til að auka nýliðun. Sjöunda aðalfundi Félags grunnskólakennara lauk á föstudag undir stjórn nýs formanns, Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur og Hjördísar Albertsdóttur, varaformanns. Grunnskólakennarar hafa verið með lausa kjarasamningar frá 1 desember síðastliðnum en í mars felldu þeir samnings sem undirritaður var við samband íslenskra sveitarfélaga með 70% atkvæða og ekki hefur verið skrifað undir nýjan. Menntamálaráðherra telur það áhyggjuefni en stefnir á að stórbæta umgjörð stéttarinnar. „Auðvitað er það áhyggjuefni en við þurfum líka að huga að, þegar ég tala um að styrkja umgjörðina, þá er ég líka að tala um að það þarf minnka álagið. Eitt af því sem kemur fram í verkefni sem við erum að vinna að og heitir „Menntun fyrir alla“, þar segja kennarar að það þarf að minnka álagið og nú erum við að fara í mikla fundarherferð um allt land, hvernig við getum gert þetta í virku samtali við kennara, kennaraforystuna og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þannig að ég held að framvinda þessa verkefnis verði góð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Á fundi grunnskólakennara kom fram að alvarlegur vandi blasir við grunnskólum landsins þar sem ekki hefur tekist að fylla stöður í grunnskólum sem og að þá hefur nýliðun í stéttinni verið er afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. „Ásókn í kennaranám hefur dvínað verulega á síðustu fimm árum en hins vegar var ég að fá afar ánægjulegar tölur frá Háskólanum á Akureyri þar sem aukningin er veruleg á milli ára, um tugi prósenta,“ segir Lilja. Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um störf sín, hækkun launa og bætt starfskjör til þeirra og skólastjórnenda, því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og segja að aðsókn í kennaranám muni aukast. Á aðalfundinum kom fram að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun þeirra verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, því er menntamálaráðherra ekki sammála. „Ég held að það sé ekki rétt. Það sem við erum að gera er að við erum að fara yfir nýliðunina. Ég er búin að kynna fimm eða sex aðgerðir hvernig við getum brugðist við því og það erum við að gera í mjög góðu samráði við kennaraforystuna, sambandið og fleiri aðila sem eru lykilaðilar varðandi menntamálin,“ segir Lilja.
Tengdar fréttir Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38