Dansandi háskólanemar Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2018 10:00 Ingibjörg Ásta veit fátt skemmtilegra en að dansa og kemur tvíefld að námsbóknum eftir æfingu. Hér tekur hún sporið með Jack Threlfall Hartley. Vísir/eyþór „Ég er að ljúka BA-gráðu í ensku og er þessa dagana önnum kafin við að skrifa lokaritgerðina mína sem fjallar um Harry Potter. Ég gef mér þó tíma til að líta upp úr bókunum og tek stutt frí frá skriftum til að dansa með Háskóladansinum. Það heldur geðheilsunni í lagi að taka fram dansskóna og stíga nokkur spor. Ég er með kvíðaröskun og á stundum dálítið erfitt með að róa mig niður. Þess vegna finnst mér svo gott að dansa og hreyfa mig,“ segir Ingibjörg Ásta Tómasdóttir glaðlega.Efla dans innan Háskólans Þegar Ingibjörg Ásta er spurð nánar út í Háskóladansinn kemur í ljós að um er að ræða félagsskap sem er starfræktur innan Háskóla Íslands og hefur verið um nokkurt skeið. Tilgangur félagsins er að efla dansíþróttina innan háskólasamfélagsins með því að bjóða upp á fjölbreytt dansnámskeið og einnig með alþjóðlegu samstarfi við önnur dansfélög. „Háskóladansinn er hugsaður fyrir háskólanema en þeir sem eru enn í framhaldsskóla eða hafa aldrei farið í háskólanám eru auðvitað líka velkomnir. Þetta er ótrúlega gaman og algjört fjör. Við höfum lært að dansa hina ýmsu dansa, svo sem blús, boogie-woogie, capoeira, lindy hop, sving og rock’n’roll og West Coast Swing. Svo höfum við verið í samstarfi við Salsa Ísland og lært að dansa salsa hjá þeim,“ segir Ingibjörg Ásta brosandi. Innt eftir því hvort nauðsynlegt sé að hafa bakgrunn í dansi segir Ingibjörg Ásta það alls ekki nauðsynlegt. „Háskóladansinn er jafnt fyrir þá sem hafa aldrei á ævinni dansað og þá sem hafa einhvern bakgrunn í dansi. Margir sem hafa enga reynslu af dansi hafa orðið alveg forfallnir dansarar og geta ekki hætt, þeim finnst svo gaman. Sjálf æfði ég samkvæmisdansa frá því ég var fjögurra ára og þar til ég varð þrettán ára. Ég varð því miður að hætta að æfa því ég hafði ekki neinn dansherra,“ greinir Ingibjörg Ásta frá. Hún hætti þó ekki alveg að dansa heldur tók dans í vali í grunn- og framhaldsskóla. „Svo hef ég alltaf dansað heima hjá mér, jafnvel bara við útvarpið. Öll fjölskyldan mín hefur verið í dansi og þegar ég frétti af Háskóladansinum vissi ég strax að það væri eitthvað fyrir mig,“ segir hún.Dansinn auðgar andann.Vísir/ernirNemendur kenna dans Danskennslan byggist á jafningjafræðslu og segir Ingibjörg Ásta danskennarana ýmist vera nemendur við Háskólann eða fyrrverandi nemendur sem hafa náð góðum tökum á dansi. „Ég hef ekki aðeins lært nýja dansa, ég hef líka kynnst fullt af skemmtilegu fólki, enda er þetta frábær félagsskapur sem heldur mér alveg gangandi. Margir erlendir skiptinemar sækja danskvöldin reglulega svo þetta er fjölbreyttur hópur,“ segir Ingibjörg Ásta og bætir við að dansinn sé líka frábær líkamsrækt og góð leið til að halda sér í formi. „Mér finnst ekkert æðislegt að fara í ræktina en það er ótrúlega gaman að fara í dans. Við tökum alveg á því og fáum mikla útrás með því að dansa,“ segir hún. Spurð hvernig kynjahlutfallið sé segir Ingibjörg Ásta að óneitanlega væri gaman að fá fleiri stráka út á dansgólfið. „Oftast eru fleiri stelpur á dansnámskeiðunum en svo koma kvöld þar sem strákarnir eru í miklum meirihluta. En jú, við viljum endilega fá fleiri stráka í lið með okkur.“ Dansað í sumar Háskóladansinn heldur úti námskeiðum sem hefjast að hausti og vori og senn lýkur vornámskeiðinu þetta árið. Hvert námskeið tekur tíu vikur, að sögn Ingibjargar Ástu. „Við ætlum að halda áfram að dansa í sumar og verðum með danskvöld þrisvar í viku. Á þriðjudagskvöldum hittumst við á Hressó og dönsum West Coast Swing. Á miðvikudagskvöldum dönsum við lindy hop á Petersen svítunni í Gamla bíói og svo dönsum við sving og rock’n’roll á Sólon á sunnudagskvöldum. Stundum er byrjendakennsla áður en danskvöldin hefjast en um leið og maður hefur fengið góðan grunn getur maður í raun dansað hvað sem er,“ segir hún að lokum. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/haskoladansinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Ég er að ljúka BA-gráðu í ensku og er þessa dagana önnum kafin við að skrifa lokaritgerðina mína sem fjallar um Harry Potter. Ég gef mér þó tíma til að líta upp úr bókunum og tek stutt frí frá skriftum til að dansa með Háskóladansinum. Það heldur geðheilsunni í lagi að taka fram dansskóna og stíga nokkur spor. Ég er með kvíðaröskun og á stundum dálítið erfitt með að róa mig niður. Þess vegna finnst mér svo gott að dansa og hreyfa mig,“ segir Ingibjörg Ásta Tómasdóttir glaðlega.Efla dans innan Háskólans Þegar Ingibjörg Ásta er spurð nánar út í Háskóladansinn kemur í ljós að um er að ræða félagsskap sem er starfræktur innan Háskóla Íslands og hefur verið um nokkurt skeið. Tilgangur félagsins er að efla dansíþróttina innan háskólasamfélagsins með því að bjóða upp á fjölbreytt dansnámskeið og einnig með alþjóðlegu samstarfi við önnur dansfélög. „Háskóladansinn er hugsaður fyrir háskólanema en þeir sem eru enn í framhaldsskóla eða hafa aldrei farið í háskólanám eru auðvitað líka velkomnir. Þetta er ótrúlega gaman og algjört fjör. Við höfum lært að dansa hina ýmsu dansa, svo sem blús, boogie-woogie, capoeira, lindy hop, sving og rock’n’roll og West Coast Swing. Svo höfum við verið í samstarfi við Salsa Ísland og lært að dansa salsa hjá þeim,“ segir Ingibjörg Ásta brosandi. Innt eftir því hvort nauðsynlegt sé að hafa bakgrunn í dansi segir Ingibjörg Ásta það alls ekki nauðsynlegt. „Háskóladansinn er jafnt fyrir þá sem hafa aldrei á ævinni dansað og þá sem hafa einhvern bakgrunn í dansi. Margir sem hafa enga reynslu af dansi hafa orðið alveg forfallnir dansarar og geta ekki hætt, þeim finnst svo gaman. Sjálf æfði ég samkvæmisdansa frá því ég var fjögurra ára og þar til ég varð þrettán ára. Ég varð því miður að hætta að æfa því ég hafði ekki neinn dansherra,“ greinir Ingibjörg Ásta frá. Hún hætti þó ekki alveg að dansa heldur tók dans í vali í grunn- og framhaldsskóla. „Svo hef ég alltaf dansað heima hjá mér, jafnvel bara við útvarpið. Öll fjölskyldan mín hefur verið í dansi og þegar ég frétti af Háskóladansinum vissi ég strax að það væri eitthvað fyrir mig,“ segir hún.Dansinn auðgar andann.Vísir/ernirNemendur kenna dans Danskennslan byggist á jafningjafræðslu og segir Ingibjörg Ásta danskennarana ýmist vera nemendur við Háskólann eða fyrrverandi nemendur sem hafa náð góðum tökum á dansi. „Ég hef ekki aðeins lært nýja dansa, ég hef líka kynnst fullt af skemmtilegu fólki, enda er þetta frábær félagsskapur sem heldur mér alveg gangandi. Margir erlendir skiptinemar sækja danskvöldin reglulega svo þetta er fjölbreyttur hópur,“ segir Ingibjörg Ásta og bætir við að dansinn sé líka frábær líkamsrækt og góð leið til að halda sér í formi. „Mér finnst ekkert æðislegt að fara í ræktina en það er ótrúlega gaman að fara í dans. Við tökum alveg á því og fáum mikla útrás með því að dansa,“ segir hún. Spurð hvernig kynjahlutfallið sé segir Ingibjörg Ásta að óneitanlega væri gaman að fá fleiri stráka út á dansgólfið. „Oftast eru fleiri stelpur á dansnámskeiðunum en svo koma kvöld þar sem strákarnir eru í miklum meirihluta. En jú, við viljum endilega fá fleiri stráka í lið með okkur.“ Dansað í sumar Háskóladansinn heldur úti námskeiðum sem hefjast að hausti og vori og senn lýkur vornámskeiðinu þetta árið. Hvert námskeið tekur tíu vikur, að sögn Ingibjargar Ástu. „Við ætlum að halda áfram að dansa í sumar og verðum með danskvöld þrisvar í viku. Á þriðjudagskvöldum hittumst við á Hressó og dönsum West Coast Swing. Á miðvikudagskvöldum dönsum við lindy hop á Petersen svítunni í Gamla bíói og svo dönsum við sving og rock’n’roll á Sólon á sunnudagskvöldum. Stundum er byrjendakennsla áður en danskvöldin hefjast en um leið og maður hefur fengið góðan grunn getur maður í raun dansað hvað sem er,“ segir hún að lokum. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/haskoladansinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira