Breyttir tímar Haukur Örn Birgisson skrifar 1. maí 2018 07:00 Ég er bæði íhaldssamur og þrjóskur. Þegar ég hef fundið eitthvað sem mér líkar vel við, þá held ég um það heljartaki fram á síðustu stundu. Ég legg í sama bílastæðið, sit við sama enda fundarborðsins, panta mér sömu réttina af matseðlunum og þannig mætti lengi telja. Það má því segja að mér sé illa við breytingar. Ég hef ásamt öðrum rekið fyrirtæki í sama húsnæðinu undanfarin tíu ár. Í dag rennur leigusamningurinn út. Með ævikvöld leigusamningsins í huga hef ég haft augun opin fyrir skrifstofuhúsnæði sem gæti hentað undir reksturinn. Ég hef haft augastað á einu tilteknu leigurými undanfarnar vikur og í huga mínum hafði ég tekið ákvörðun um að flytja þangað. Þegar samstarfsfólk mitt skaut að mér öðrum hugmyndum hummaði ég þær fram af mér – ég var búinn að finna eitthvað sem mér líkaði vel við. Á allra síðustu metrum leigutímans togaði nánast einn samstarfsmaður minn mig með sér að skoða nýtt húsnæði sem hann hafði séð auglýst. Ég féllst á að fara með honum, gera honum til geðs. Þetta yrði í mesta lagi klukkustund úr mínu lífi, sem ég fengi ekki aftur. Þegar á staðinn var komið féll ég fyrir húsnæðinu og í dag flytjum við skrifstofuna okkar þangað. Ég er mjög spenntur fyrir flutningunum og þeim nýju tímum sem breytingunum fylgja. Kannski eru breytingar ágætar eftir allt saman? Það hlýtur að minnsta kosti að vera betra að setja markið hátt og hitta ekki alltaf, heldur en að miða lágt og hitta. Ég er ánægður með breytingarnar en ég er fyrst og fremst ánægður með félaga minn, sem gafst ekki upp fyrir þrjóskunni í mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er bæði íhaldssamur og þrjóskur. Þegar ég hef fundið eitthvað sem mér líkar vel við, þá held ég um það heljartaki fram á síðustu stundu. Ég legg í sama bílastæðið, sit við sama enda fundarborðsins, panta mér sömu réttina af matseðlunum og þannig mætti lengi telja. Það má því segja að mér sé illa við breytingar. Ég hef ásamt öðrum rekið fyrirtæki í sama húsnæðinu undanfarin tíu ár. Í dag rennur leigusamningurinn út. Með ævikvöld leigusamningsins í huga hef ég haft augun opin fyrir skrifstofuhúsnæði sem gæti hentað undir reksturinn. Ég hef haft augastað á einu tilteknu leigurými undanfarnar vikur og í huga mínum hafði ég tekið ákvörðun um að flytja þangað. Þegar samstarfsfólk mitt skaut að mér öðrum hugmyndum hummaði ég þær fram af mér – ég var búinn að finna eitthvað sem mér líkaði vel við. Á allra síðustu metrum leigutímans togaði nánast einn samstarfsmaður minn mig með sér að skoða nýtt húsnæði sem hann hafði séð auglýst. Ég féllst á að fara með honum, gera honum til geðs. Þetta yrði í mesta lagi klukkustund úr mínu lífi, sem ég fengi ekki aftur. Þegar á staðinn var komið féll ég fyrir húsnæðinu og í dag flytjum við skrifstofuna okkar þangað. Ég er mjög spenntur fyrir flutningunum og þeim nýju tímum sem breytingunum fylgja. Kannski eru breytingar ágætar eftir allt saman? Það hlýtur að minnsta kosti að vera betra að setja markið hátt og hitta ekki alltaf, heldur en að miða lágt og hitta. Ég er ánægður með breytingarnar en ég er fyrst og fremst ánægður með félaga minn, sem gafst ekki upp fyrir þrjóskunni í mér.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun