Þegar brestur og brotnar - verður úr að bæta Edith Alvarsdóttir skrifar 1. maí 2018 15:45 Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í leikskólum, þar sem margt er í molum. Ástandið í leikskólum borgarinnar hefur vart farið fram hjá neinum. Illa viðhaldin hús þar sem mygla fær að grassera, með tilheyrandi óþægindum, jafnvel veikinum fyrir börn og starfsfólk. Manneklan hefur valdið því að foreldrar hafa þurft að vera frá vinnu eða námi, eða mæta með börn sín til vinnu. Eitt af kosningaloforðum VG var gjaldfrjáls leikskóli. Það var efnt með þeim hætti að afsláttur var veittur sem nam 800 kr. á hvert barn. Fyrir þetta gátu foreldrarnir keypt hálfan bleyjupakka. Á sama tíma hækkaði meirihlutinn fæðugjald fyrir börnin sem nam meira en lækkunin, sem leiddi til raun hækkunar. Í ágúst 2016 sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar varðandi það að 16 og 17 mánaða gömul börn komist í leikskóla. „..... okkar verkefni er að finna fjármagnið til að geta boðið þjónustuna,“ og hélt áfram „Við þurfum áfram að borga starfsfólkinu laun og það er þar sem verkefnið liggur, að fjármagna þjónustuna við þau börn sem koma ný inn á leikskólana.“ Nú ætlar Dagur B. að fjölga leikskólaplássum um 800 á kjörtímabilinu og bjóða börnum 12 til 18 mánaða pláss. Hvernig hann ætlar að framkvæma það er óljóst þegar ekki hefur verið hægt að manna leikskólana sem fyrir eru eða bæta úr húsakosti og fjarlægja myglu. Börnin búa að fyrstu gerð, það verður að vanda til verka, þau eru framtíðin. Það þarf að búa þannig um að hverju og einu þeirra sé mætt á þann hátt sem hentar best. Það hentar ekki öllum börnum að vera á leikskóla. Heilbrigðisstarfsfólk hefur t.d. bent á að ónæmiskerfi ungbarna sé ekki nógu þroskað fyrir veru í svo stórum hópum. Þess vegna m.a. þarf að gera foreldrum kleift að leita annarra leiða, eins og því að vera heima með börn sín þar til foreldrarnir telja börnin vera tilbúin. Greiða foreldrunum það fjármagn sem færi að öðrum kosti í leikskólaplássið fyrir barnið. Börnin eru okkar dýrmætasta eign, þau eru framtíðin sem koma til með að taka við samfélaginu þegar fram í sækir. Það þykir þvi undrun sæta hversu illa er hugað að því að hlúa að þeim, styrkja hvert og eitt þeirra á þann hátt sem hentar best.Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í leikskólum, þar sem margt er í molum. Ástandið í leikskólum borgarinnar hefur vart farið fram hjá neinum. Illa viðhaldin hús þar sem mygla fær að grassera, með tilheyrandi óþægindum, jafnvel veikinum fyrir börn og starfsfólk. Manneklan hefur valdið því að foreldrar hafa þurft að vera frá vinnu eða námi, eða mæta með börn sín til vinnu. Eitt af kosningaloforðum VG var gjaldfrjáls leikskóli. Það var efnt með þeim hætti að afsláttur var veittur sem nam 800 kr. á hvert barn. Fyrir þetta gátu foreldrarnir keypt hálfan bleyjupakka. Á sama tíma hækkaði meirihlutinn fæðugjald fyrir börnin sem nam meira en lækkunin, sem leiddi til raun hækkunar. Í ágúst 2016 sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar varðandi það að 16 og 17 mánaða gömul börn komist í leikskóla. „..... okkar verkefni er að finna fjármagnið til að geta boðið þjónustuna,“ og hélt áfram „Við þurfum áfram að borga starfsfólkinu laun og það er þar sem verkefnið liggur, að fjármagna þjónustuna við þau börn sem koma ný inn á leikskólana.“ Nú ætlar Dagur B. að fjölga leikskólaplássum um 800 á kjörtímabilinu og bjóða börnum 12 til 18 mánaða pláss. Hvernig hann ætlar að framkvæma það er óljóst þegar ekki hefur verið hægt að manna leikskólana sem fyrir eru eða bæta úr húsakosti og fjarlægja myglu. Börnin búa að fyrstu gerð, það verður að vanda til verka, þau eru framtíðin. Það þarf að búa þannig um að hverju og einu þeirra sé mætt á þann hátt sem hentar best. Það hentar ekki öllum börnum að vera á leikskóla. Heilbrigðisstarfsfólk hefur t.d. bent á að ónæmiskerfi ungbarna sé ekki nógu þroskað fyrir veru í svo stórum hópum. Þess vegna m.a. þarf að gera foreldrum kleift að leita annarra leiða, eins og því að vera heima með börn sín þar til foreldrarnir telja börnin vera tilbúin. Greiða foreldrunum það fjármagn sem færi að öðrum kosti í leikskólaplássið fyrir barnið. Börnin eru okkar dýrmætasta eign, þau eru framtíðin sem koma til með að taka við samfélaginu þegar fram í sækir. Það þykir þvi undrun sæta hversu illa er hugað að því að hlúa að þeim, styrkja hvert og eitt þeirra á þann hátt sem hentar best.Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun