Voru skráningarnúmerin klippt af bílnum og fólkinu komið í húsaskjól „hvar þau voru í sambandi við bílaleiguna frekar óhress,“ að því er segir í Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Ökumaðurinn situr uppi með 150 þúsund krónu sekt en í dag tók í gildi ný reglugerð þar sem sektir vegna ýmsa umferðarlagabrota voru hækkaðar umtalsvert, þar með talið fyrir hraðaakstur.
Alls voru 32 ökumenn stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar vegna hraðaksturs í dag og segir í Facebook-færslu lögreglunnar að allir íslenskir ökumenn sem stöðvaðir voru hafi verið meðvitaðir um hinar hækkuðu sektir sem tóku gildi í dag.