Viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:02 Tim Bergling var 28 ára gamall. Vísir/afp Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. Foreldrar Avicii ýjuðu að því í liðinni viku að hann kynni að hafa svipt sig lífi. Hann hefði einfaldlega ekki „getað lifað lengur,“ eins og sagði í skriflegri yfirlýsingu þeirra. Hann hefði verið viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu. Það rennir jafnframt stoðum undir niðurstöður lögreglunnar, sem útilokaði fljótt að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Avicii, sem hét réttu nafni Tim Bergling, fannst látinn í íbúð í Óman þann 20. apríl síðastliðinn. Hann var 28 ára gamall og hafði notið gríðarlegra vinsælda um heim allan fyrir grípandi tónsmíðar sínar. Þessari gríðarlegu velgengni fylgdi mikið partýstand og mikil drykkja. Afleiðingarnar fyrir tónlistarmanninn urðu miklar. Hann varð háður áfengi og þróaði með sér brisbólgu vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. Árið 2014 þurfti hann að láta fjarlægja úr sér botnlangann og gallblöðruna vegna þessa. Vinir og kunningjar hafa tjáð sig um dauða hans síðustu daga og fullyrða að hann hafi aldrei viljað verða frægur. Plötusnúðurinn Laidback Luke, sem hafði þekkt Avicii frá upphafi ferils hans, segir frá því þegar hann hitti hann síðast, árið 2015. „Það var ekki mikið eftir af Tim þegar ég hitti hann. Hann leit út eins og uppvakningur og hafði elst óeðlilega mikið. Þegar ég sá hann á tónleikum var eins og hann hefði ekki tengingu við lífið lengur.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Andlát Óman Tengdar fréttir Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45 Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10 Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. Foreldrar Avicii ýjuðu að því í liðinni viku að hann kynni að hafa svipt sig lífi. Hann hefði einfaldlega ekki „getað lifað lengur,“ eins og sagði í skriflegri yfirlýsingu þeirra. Hann hefði verið viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu. Það rennir jafnframt stoðum undir niðurstöður lögreglunnar, sem útilokaði fljótt að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Avicii, sem hét réttu nafni Tim Bergling, fannst látinn í íbúð í Óman þann 20. apríl síðastliðinn. Hann var 28 ára gamall og hafði notið gríðarlegra vinsælda um heim allan fyrir grípandi tónsmíðar sínar. Þessari gríðarlegu velgengni fylgdi mikið partýstand og mikil drykkja. Afleiðingarnar fyrir tónlistarmanninn urðu miklar. Hann varð háður áfengi og þróaði með sér brisbólgu vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. Árið 2014 þurfti hann að láta fjarlægja úr sér botnlangann og gallblöðruna vegna þessa. Vinir og kunningjar hafa tjáð sig um dauða hans síðustu daga og fullyrða að hann hafi aldrei viljað verða frægur. Plötusnúðurinn Laidback Luke, sem hafði þekkt Avicii frá upphafi ferils hans, segir frá því þegar hann hitti hann síðast, árið 2015. „Það var ekki mikið eftir af Tim þegar ég hitti hann. Hann leit út eins og uppvakningur og hafði elst óeðlilega mikið. Þegar ég sá hann á tónleikum var eins og hann hefði ekki tengingu við lífið lengur.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Andlát Óman Tengdar fréttir Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45 Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10 Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45
Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10
Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30