Hvert stefnum við í endurhæfingu krabbameinsgreindra? Ágústa Kr. Andersen skrifar 3. maí 2018 08:00 Lengi hefur legið fyrir mikilvægi endurhæfingar þegar meðferð við krabbameinum er annars vegar. Í dag liggja fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna svo ekki verður um villst að endurhæfing leikur jafnvel enn stærra hlutverk en áður var talið í því að fyrirbyggja vanlíðan, efla líkamlegan og andlegan styrk og draga úr óæskilegum aukaverkunum krabbameinsmeðferðar. Félagsleg virkni og andlegur stuðningur er ekki síður mikilvægur þeim sem eiga á hættu að einangrast í veikindum, sem og stuðningur til að vinna úr erfiðum tilfinningum og andlegri vanlíðan. Eins og allir vita þá eru krabbamein algeng. Tölfræðin segir okkur að um þriðja hver manneskja fái krabbamein af einhverju tagi einhvern tíma á ævinni. Birtingarmyndir krabbameina eru afar margbrotnar, meðferðirnar margvíslegar og aukaverkanir og eftirköst einstaklinga afar misjöfn. Horfur eru einnig afar misjafnar. Greining lífsógnandi sjúkdóms verður aldrei léttvæg og meðferðin krefst oftar en ekki inngripa sem hafa afgerandi áhrif á líf og heilsu, jafnvel til langframa. Þetta getur haft áhrif á marga fleti tilverunnar og fólk finnur sig oft í þeirri stöðu að þurfa að nálgast lífið á nýjan hátt. Á Íslandi erum við vel stödd að mörgu leiti hvað varðar endurhæfingu fyrir fólk í og eftir krabbameinsmeðferð og hér bjóða ýmsar stofnanir og félagasamtök upp á fjölbreytta og sérhæfða þjónustu. Reynsla og þekking fagfólks á þessu sviði er víðfeðm og allt starf unnið af fagmennsku og einurð. Fagfólkinu er þó augljóst að í þessum efnum þarf að koma til hugarfars- og áherslubreyting ef takast á að vinna á móti þeim víðfeðmu áhrifum sem greining og meðferð krabbameina hefur á einstaklinga og samfélagið allt. Segja má að í dag séu endurhæfingarúrræði dreifð og aðgengi að þeim er að mörgu leiti háð frumkvæði og vitneskju hvers einstaklings sem greinist með krabbamein. Hindranir að faglegri endurhæfingu geta komið til af ýmsum orsökum, bæði persónulegum og kerfislægum og mjög mismunandi á milli einstaklinga hversu mikla endurhæfingu þeir fá eða hversu viðeigandi hún er. Það er fyrirséð að þeim sem lifa með krabbameinum fjölgi á næstu árum. Algengi og alvarleiki síðbúinna afleiðinga krabbameinsmeðferða er það mikill að vert er að leita allra leiða til að draga úr þeim áhrifum með markvissum og skipulögðum hætti. Með samstilltu átaki þeirra sem koma að endurhæfingu krabbameinsgreindra mætti stoppa í þau göt sem myndast hafa í þróun þessa mikilvæga hluta heilbrigðisþjónustunnar. Sjá má fyrir sér að endurhæfingarmatog fræðsla um mikilvægi endurhæfingar sé hluti af meðferð við krabbameinum, ásamt því að starfsemi þeirra sem bjóða upp á slíka þjónustu sé vel skilgreind, við hana sé stutt af heilbrigðisyfirvöldum og að hún sé sjálfsagður hluti meðferðar og aðgengileg fyrir alla. Til þess að hefja samtal um hvernig við nálgumst þetta mikilvæga verkefni, hafa Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Heilsustofnun NLFÍ, Krabbameinsfélag Íslands, Kraftur, Ljósið og Reykjalundur blásið til málþingsins Endurhæfing alla leið og er haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl 15.00. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á efninu að mæta en ráðstefnunni verður einnig streymt á netinu.Ágústa Kr. Andersen.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og starfar í Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra, LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur legið fyrir mikilvægi endurhæfingar þegar meðferð við krabbameinum er annars vegar. Í dag liggja fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna svo ekki verður um villst að endurhæfing leikur jafnvel enn stærra hlutverk en áður var talið í því að fyrirbyggja vanlíðan, efla líkamlegan og andlegan styrk og draga úr óæskilegum aukaverkunum krabbameinsmeðferðar. Félagsleg virkni og andlegur stuðningur er ekki síður mikilvægur þeim sem eiga á hættu að einangrast í veikindum, sem og stuðningur til að vinna úr erfiðum tilfinningum og andlegri vanlíðan. Eins og allir vita þá eru krabbamein algeng. Tölfræðin segir okkur að um þriðja hver manneskja fái krabbamein af einhverju tagi einhvern tíma á ævinni. Birtingarmyndir krabbameina eru afar margbrotnar, meðferðirnar margvíslegar og aukaverkanir og eftirköst einstaklinga afar misjöfn. Horfur eru einnig afar misjafnar. Greining lífsógnandi sjúkdóms verður aldrei léttvæg og meðferðin krefst oftar en ekki inngripa sem hafa afgerandi áhrif á líf og heilsu, jafnvel til langframa. Þetta getur haft áhrif á marga fleti tilverunnar og fólk finnur sig oft í þeirri stöðu að þurfa að nálgast lífið á nýjan hátt. Á Íslandi erum við vel stödd að mörgu leiti hvað varðar endurhæfingu fyrir fólk í og eftir krabbameinsmeðferð og hér bjóða ýmsar stofnanir og félagasamtök upp á fjölbreytta og sérhæfða þjónustu. Reynsla og þekking fagfólks á þessu sviði er víðfeðm og allt starf unnið af fagmennsku og einurð. Fagfólkinu er þó augljóst að í þessum efnum þarf að koma til hugarfars- og áherslubreyting ef takast á að vinna á móti þeim víðfeðmu áhrifum sem greining og meðferð krabbameina hefur á einstaklinga og samfélagið allt. Segja má að í dag séu endurhæfingarúrræði dreifð og aðgengi að þeim er að mörgu leiti háð frumkvæði og vitneskju hvers einstaklings sem greinist með krabbamein. Hindranir að faglegri endurhæfingu geta komið til af ýmsum orsökum, bæði persónulegum og kerfislægum og mjög mismunandi á milli einstaklinga hversu mikla endurhæfingu þeir fá eða hversu viðeigandi hún er. Það er fyrirséð að þeim sem lifa með krabbameinum fjölgi á næstu árum. Algengi og alvarleiki síðbúinna afleiðinga krabbameinsmeðferða er það mikill að vert er að leita allra leiða til að draga úr þeim áhrifum með markvissum og skipulögðum hætti. Með samstilltu átaki þeirra sem koma að endurhæfingu krabbameinsgreindra mætti stoppa í þau göt sem myndast hafa í þróun þessa mikilvæga hluta heilbrigðisþjónustunnar. Sjá má fyrir sér að endurhæfingarmatog fræðsla um mikilvægi endurhæfingar sé hluti af meðferð við krabbameinum, ásamt því að starfsemi þeirra sem bjóða upp á slíka þjónustu sé vel skilgreind, við hana sé stutt af heilbrigðisyfirvöldum og að hún sé sjálfsagður hluti meðferðar og aðgengileg fyrir alla. Til þess að hefja samtal um hvernig við nálgumst þetta mikilvæga verkefni, hafa Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Heilsustofnun NLFÍ, Krabbameinsfélag Íslands, Kraftur, Ljósið og Reykjalundur blásið til málþingsins Endurhæfing alla leið og er haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl 15.00. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á efninu að mæta en ráðstefnunni verður einnig streymt á netinu.Ágústa Kr. Andersen.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og starfar í Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra, LSH.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun