Gæludýr í félagslegu húsnæði – tímanna tákn Kristín Sævarsdóttir skrifar 2. maí 2018 21:39 Íbúar í félagslegum íbúðum um land allt búa ekki við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir borgarar. Það tel ég óeðlilegt og vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að fá reglunum breytt. Á fundi Velferðarráðs Kópavogs 4. apríl sl. lagði ég fram tillögu um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum bæjarins þannig að íbúarnir búi við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir íbúar bæjarins. Gæludýrahald er nokkuð algengt í samfélaginu og fjöldinn allur af gæludýrum gleður fólk um land allt. Kettir og hundar eru þó líklega algengustu gæludýrin hér á landi en um 18 - 20% heimila halda hund eða kött. Í dag er hunda- og kattahald heimilt í langflestum sveitarfélögum að uppfylltum vissum skilyrðum. Á hundaeigendur eru t.d. lagðar ríkar skyldur um örmerkingu, ormahreinsun og skráningu og umsjónarmönnum þeirra gert að greiða gjöld til sveitarfélagsins auk þess sem lausaganga hunda er bönnuð. Algengt er að í samþykktum um kattahald séu gerðar kröfur um örmerkingu og að kettir beri hálsól auk þess sem gelda skal fressketti sem ganga utandyra.Reglur um hunda- og kattahald hafa rýmkast Hunda- og kattaeigendur eru á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum og búa í ýmiskonar húsnæði. Fólk sem býr í eigin sérbýli nýtur þess frelsis að geta haldið hunda eða ketti án þess að spyrja kóng eða prest, svo lengi sem þau fari eftir almennum reglum um dýrahald og sýni almenna tillitssemi gagnvart nágrönnum og hafi stjórn á gæludýrum sínum eins og unnt er. Í fjölbýli er málið aðeins flóknara þó heldur hafi ræst úr árið 2014 þegar Alþingi gerði breytingu á fjöleignarhúsalögunum sem taka almennt til hunda og kattahalds í fjölbýlishúsum. Áður gat hver eigandi, þegar inngangur eða stigagangur er sameiginlegur, beitt neitunarvaldi gagnvart hunda- eða kattahaldi og það af hvaða ástæðu sem var. Nú þarf ekki samþykki sameigenda í fjölbýlishúsum þegar íbúð hefur ekki sameiginlegan inngang eða stigagang. Í öðru lagi þarf nú samþykki 2/3 hluta eigenda fyrir hunda- og kattahaldi þegar inngangur eða stigagangur í fjölbýlishúsi er sameiginlegur..…en ekki í félagslegum íbúðum Frá 1. mars sl var ákveðið að fara af stað með tilraunaverkefni um að leyfa hundum og köttum að fara í Strætó og einnig hafa verið samþykktar nýjar reglur um hollustuhætti sem leyfa gæludýr á veitingahúsum að uppfylltum vissum skilyrðum. Unnið er að gerð leiðbeininga um matvælaöryggi á þeim veitinga- og kaffihúsum sem vilja leyfa gestum að koma með hunda og ketti sína þangað inn og má búast við að hunda- og kattavinir geti komið með gæludýrin sín á kaffihús síðar í sumar. Frjálslyndið í hunda- og kattahaldi er þannig að aukast á mörgum sviðum og gleðjast gæludýraeigendur við hverja þá hindrum sem rutt er úr vegi. Enn er þó gæludýrahald almennt bannað í félagslegum íbúðum bæði hjá sveitarfélögum og einnig hjá sjálfseignarstofnunum eins og Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Því þarf að breyta! Sumir sem búa í félagslegu húsnæði búa við einangrun og rannsóknir sýna að gæludýrahald getur oft orðið til að rjúfa þá einangrun og minnka einmanaleika, auk þess sem hundar og kettir gæða líf okkar gleði og auka lífsgæði. Tillaga mín bíður umsagnar frá eignarsviði Kópavogsbæjar en ég vona að hún nái í gegn og að fleiri sveitarfélög fylgi á eftir. Kristín Sævarsdóttir Varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Velferðarráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Íbúar í félagslegum íbúðum um land allt búa ekki við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir borgarar. Það tel ég óeðlilegt og vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að fá reglunum breytt. Á fundi Velferðarráðs Kópavogs 4. apríl sl. lagði ég fram tillögu um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum bæjarins þannig að íbúarnir búi við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir íbúar bæjarins. Gæludýrahald er nokkuð algengt í samfélaginu og fjöldinn allur af gæludýrum gleður fólk um land allt. Kettir og hundar eru þó líklega algengustu gæludýrin hér á landi en um 18 - 20% heimila halda hund eða kött. Í dag er hunda- og kattahald heimilt í langflestum sveitarfélögum að uppfylltum vissum skilyrðum. Á hundaeigendur eru t.d. lagðar ríkar skyldur um örmerkingu, ormahreinsun og skráningu og umsjónarmönnum þeirra gert að greiða gjöld til sveitarfélagsins auk þess sem lausaganga hunda er bönnuð. Algengt er að í samþykktum um kattahald séu gerðar kröfur um örmerkingu og að kettir beri hálsól auk þess sem gelda skal fressketti sem ganga utandyra.Reglur um hunda- og kattahald hafa rýmkast Hunda- og kattaeigendur eru á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum og búa í ýmiskonar húsnæði. Fólk sem býr í eigin sérbýli nýtur þess frelsis að geta haldið hunda eða ketti án þess að spyrja kóng eða prest, svo lengi sem þau fari eftir almennum reglum um dýrahald og sýni almenna tillitssemi gagnvart nágrönnum og hafi stjórn á gæludýrum sínum eins og unnt er. Í fjölbýli er málið aðeins flóknara þó heldur hafi ræst úr árið 2014 þegar Alþingi gerði breytingu á fjöleignarhúsalögunum sem taka almennt til hunda og kattahalds í fjölbýlishúsum. Áður gat hver eigandi, þegar inngangur eða stigagangur er sameiginlegur, beitt neitunarvaldi gagnvart hunda- eða kattahaldi og það af hvaða ástæðu sem var. Nú þarf ekki samþykki sameigenda í fjölbýlishúsum þegar íbúð hefur ekki sameiginlegan inngang eða stigagang. Í öðru lagi þarf nú samþykki 2/3 hluta eigenda fyrir hunda- og kattahaldi þegar inngangur eða stigagangur í fjölbýlishúsi er sameiginlegur..…en ekki í félagslegum íbúðum Frá 1. mars sl var ákveðið að fara af stað með tilraunaverkefni um að leyfa hundum og köttum að fara í Strætó og einnig hafa verið samþykktar nýjar reglur um hollustuhætti sem leyfa gæludýr á veitingahúsum að uppfylltum vissum skilyrðum. Unnið er að gerð leiðbeininga um matvælaöryggi á þeim veitinga- og kaffihúsum sem vilja leyfa gestum að koma með hunda og ketti sína þangað inn og má búast við að hunda- og kattavinir geti komið með gæludýrin sín á kaffihús síðar í sumar. Frjálslyndið í hunda- og kattahaldi er þannig að aukast á mörgum sviðum og gleðjast gæludýraeigendur við hverja þá hindrum sem rutt er úr vegi. Enn er þó gæludýrahald almennt bannað í félagslegum íbúðum bæði hjá sveitarfélögum og einnig hjá sjálfseignarstofnunum eins og Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Því þarf að breyta! Sumir sem búa í félagslegu húsnæði búa við einangrun og rannsóknir sýna að gæludýrahald getur oft orðið til að rjúfa þá einangrun og minnka einmanaleika, auk þess sem hundar og kettir gæða líf okkar gleði og auka lífsgæði. Tillaga mín bíður umsagnar frá eignarsviði Kópavogsbæjar en ég vona að hún nái í gegn og að fleiri sveitarfélög fylgi á eftir. Kristín Sævarsdóttir Varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Velferðarráði Kópavogs.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun