Gallað kerfi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. maí 2018 10:00 Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála eins og fjármálaáætlun hennar ber skýr merki um. Forystumenn stjórnarinnar kynntu áformin nýverið með stolti og sögðust ætla að hækka útgjöldin um allt að 20 prósent á næstu fimm árum. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þeim láðist, vitandi eða óafvitandi, að geta þess hvernig fjármununum verður varið. Af áformunum mætti ráða að tilgangurinn væri að verja sem mestum fjármunum í heilbrigðiskerfið fremur en að sjá til þess að kerfið gagnist þeim sem þurfa á þjónustu þess að halda. Aukin útgjöld geta ekki verið markmið í sjálfu sér. Ef kerfið er gallað þýðir lítt að veita því aukið fé. Og því miður eru ýmis merki um að kerfið virki ekki sem skyldi. Langur biðlisti er eftir því að komast á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum en engu að síður neitar ríkið að nýta sér þjónustu einkafyrirtækja hér á landi og sendir fólk fremur til Svíþjóðar, með mun meiri tilkostnaði, til þess að gangast undir slíka aðgerð. Kerfið segir einfaldlega nei og við það situr. Þakkarvert einkaframtak á borð við Hugarafl, Karitas og Krabbameinsfélagið virðist auk þess ekki hljóta náð fyrir augum kerfisins. Allt skal steypt í sama ríkismótið. Í stað þess að hlýða á óskir þeirra sem kerfið á að þjóna, sjúklinganna, hafa stjórnvöld hagsmuni kerfisins í hávegum. Kerfið virðist skipulagt út frá þörfum þess sjálfs. Hugarfarsbreytingar er þörf. Það sem mestu skiptir er að sjúklingar eigi kost á nauðsynlegri og skjótri þjónustu með sem hagkvæmustum hætti. Gamaldags andúð á einkarekstri má ekki koma í veg fyrir að það markmið náist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála eins og fjármálaáætlun hennar ber skýr merki um. Forystumenn stjórnarinnar kynntu áformin nýverið með stolti og sögðust ætla að hækka útgjöldin um allt að 20 prósent á næstu fimm árum. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þeim láðist, vitandi eða óafvitandi, að geta þess hvernig fjármununum verður varið. Af áformunum mætti ráða að tilgangurinn væri að verja sem mestum fjármunum í heilbrigðiskerfið fremur en að sjá til þess að kerfið gagnist þeim sem þurfa á þjónustu þess að halda. Aukin útgjöld geta ekki verið markmið í sjálfu sér. Ef kerfið er gallað þýðir lítt að veita því aukið fé. Og því miður eru ýmis merki um að kerfið virki ekki sem skyldi. Langur biðlisti er eftir því að komast á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum en engu að síður neitar ríkið að nýta sér þjónustu einkafyrirtækja hér á landi og sendir fólk fremur til Svíþjóðar, með mun meiri tilkostnaði, til þess að gangast undir slíka aðgerð. Kerfið segir einfaldlega nei og við það situr. Þakkarvert einkaframtak á borð við Hugarafl, Karitas og Krabbameinsfélagið virðist auk þess ekki hljóta náð fyrir augum kerfisins. Allt skal steypt í sama ríkismótið. Í stað þess að hlýða á óskir þeirra sem kerfið á að þjóna, sjúklinganna, hafa stjórnvöld hagsmuni kerfisins í hávegum. Kerfið virðist skipulagt út frá þörfum þess sjálfs. Hugarfarsbreytingar er þörf. Það sem mestu skiptir er að sjúklingar eigi kost á nauðsynlegri og skjótri þjónustu með sem hagkvæmustum hætti. Gamaldags andúð á einkarekstri má ekki koma í veg fyrir að það markmið náist.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun