Toppbaráttan verður jafnari Hjörvar Ólafsson skrifar 3. maí 2018 10:30 Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu rúllar af stað í kvöld með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung-vellinum í Garðabænum. Íþróttadeild Fréttablaðsins spáði í spilin fyrir komandi sumar og fékk Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara, til þess að velta fyrir sér hvernig deildin spilast á komandi leiktíð. „Þór/KA mun verja titilinn held ég og þar skiptir mestu máli að þær halda Stephany Mayor sem gerði gæfumuninn í fjölmörgum leikjum síðasta sumar. Mayor verður í lykilhlutverki í titilvörn Þórs/KA og það er sterkt fyrir norðankonur að hafa endurheimt Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vörnina. Svo hef ég líka tröllatrú á Donna [Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA],“ sagði Vanda um toppbaráttu deildarinnar. „Ég held hins vegar að toppbaráttan verði jafnari og meira spennandi en á síðustu leiktíð. Stjarnan hefur til að mynda endurheimt Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og Harpa Þorsteinsdóttir er í betra formi en í fyrra. Þá hefur Valur styrkt sig með Hallberu Gísladóttur og fleiri leikmönnum. Breiðablik er svo óskrifað blað, en liðið bætti við sig fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum í vetur og spurning hvort þær verði nógu sterkar til þess að gera atlögu að titlinum,“ sagði Vanda um þau lið sem munu berjast við Þór/KA um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst FH líka hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu í vetur og FH-ingar gætu blandað sér í toppbaráttuna og í það minnsta kroppað stig af toppliðunum. Selfoss hefur svo verið að styrkja sig undanfarið með erlendum leikmönnum og það verður gaman að sjá hversu öflugir leikmenn það eru. ÍBV mun svo að öllum líkindum styrkja leikmannahóp sinn á næstu dögum, sagði Vanda sem telur að þessi þrjú lið muni sigla lygnan sjó um miðja deild. „KR, Grindavík og HK/Víkingur munu svo berjast um það að forðast fall úr deildinni. Ég held hins vegar að munurinn á bestu liðum deildarinnar og þeim sem verða í fallbaráttu sé að minnka þannig að þessi lið munu reyta stig af þeim liðum sem ég hef nefnt hér að framan,“ sagði Vanda um fallbaráttu deildarinnar. „Ég held að deildin verði jöfn, spennandi og umfram allt mjög skemmtileg í sumar. Liðin eru flest töluvert sterkari en á síðasta keppnistímabili og margar ungar og vel þjálfaðar stelpur að koma fram á sjónarsviðið. Þjálfun hefur batnað mikið undanfarin ár í kvennaknattspyrnunni bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki. Það eru fleiri stelpur sem eru tæknilega góðar og taktískt klókar. Það er mikið tilhlökkunarefni að deildin sé loksins að fara af stað,“ sagði Vanda sem var augljóslega spennt fyrir knattspyrnusumrinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu rúllar af stað í kvöld með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung-vellinum í Garðabænum. Íþróttadeild Fréttablaðsins spáði í spilin fyrir komandi sumar og fékk Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara, til þess að velta fyrir sér hvernig deildin spilast á komandi leiktíð. „Þór/KA mun verja titilinn held ég og þar skiptir mestu máli að þær halda Stephany Mayor sem gerði gæfumuninn í fjölmörgum leikjum síðasta sumar. Mayor verður í lykilhlutverki í titilvörn Þórs/KA og það er sterkt fyrir norðankonur að hafa endurheimt Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vörnina. Svo hef ég líka tröllatrú á Donna [Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA],“ sagði Vanda um toppbaráttu deildarinnar. „Ég held hins vegar að toppbaráttan verði jafnari og meira spennandi en á síðustu leiktíð. Stjarnan hefur til að mynda endurheimt Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og Harpa Þorsteinsdóttir er í betra formi en í fyrra. Þá hefur Valur styrkt sig með Hallberu Gísladóttur og fleiri leikmönnum. Breiðablik er svo óskrifað blað, en liðið bætti við sig fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum í vetur og spurning hvort þær verði nógu sterkar til þess að gera atlögu að titlinum,“ sagði Vanda um þau lið sem munu berjast við Þór/KA um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst FH líka hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu í vetur og FH-ingar gætu blandað sér í toppbaráttuna og í það minnsta kroppað stig af toppliðunum. Selfoss hefur svo verið að styrkja sig undanfarið með erlendum leikmönnum og það verður gaman að sjá hversu öflugir leikmenn það eru. ÍBV mun svo að öllum líkindum styrkja leikmannahóp sinn á næstu dögum, sagði Vanda sem telur að þessi þrjú lið muni sigla lygnan sjó um miðja deild. „KR, Grindavík og HK/Víkingur munu svo berjast um það að forðast fall úr deildinni. Ég held hins vegar að munurinn á bestu liðum deildarinnar og þeim sem verða í fallbaráttu sé að minnka þannig að þessi lið munu reyta stig af þeim liðum sem ég hef nefnt hér að framan,“ sagði Vanda um fallbaráttu deildarinnar. „Ég held að deildin verði jöfn, spennandi og umfram allt mjög skemmtileg í sumar. Liðin eru flest töluvert sterkari en á síðasta keppnistímabili og margar ungar og vel þjálfaðar stelpur að koma fram á sjónarsviðið. Þjálfun hefur batnað mikið undanfarin ár í kvennaknattspyrnunni bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki. Það eru fleiri stelpur sem eru tæknilega góðar og taktískt klókar. Það er mikið tilhlökkunarefni að deildin sé loksins að fara af stað,“ sagði Vanda sem var augljóslega spennt fyrir knattspyrnusumrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn