Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2018 21:00 Heilbrigðisráðherra segir ástandið á Landspítalanum nú þegar vera orðið alvarlegt vegna uppsagna ljósmæðra. Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í dag. Þær nytu ekki framhaldsmenntunar sinnar að loknu hjúkrunarnámi, væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær unnu vinnuna sína samkvæmt skyldu í því verkfalli en var neitað um laun. Þær fara ekki í verkfall í þetta sinn heldur boða uppsagnir. Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,” sagði Guðjón og spurði heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd að um hreina kvennastétt væri að ræða. „Erum við að upplifa það enn hæstvirtur ráðherra og kynsystir ljósmæðra að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis,“ spurði þingmaðurinn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði brýnt að bæta kjör kvennastétta. Hún hafi beitt sér fyrir samningum við ljósmæður í heimaþjónustu sem heyrðu undir hennar ráðuneyti en fjármálaráðherra færi með samninga við ljósmæður á Landspítalanum. „En hins vegar þá er það mín afstaða að þegar hnúturinn er orðinn svo harður sem raun ber vitni hér þarf að hugsa út fyrir boxið,“ sagði Svandís. Það væri ánægjulegt að þverpólitísk samstaða væri að myndast um leiðréttingu á kjörum stórra kvennastétta og stjórnvöld og verkalýðshreyfing þyrftu að vinna saman að því. En Guðjón beindi því til ráðherra að stuðla að því að hægt verði að fagna nýjum kjarasamningum á alþjóðlegum degi ljósmæðra á laugardag. „Staðan er alvarleg á Landspítalanum nú þegar og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. það er staðan. Við getum náð niðurstöðu í þessari stöðu og eigum að gera það. Ég mun leggja mitt að mörkum svo það megi verða og það væri auðvitað mér sérstakt gleðiefni ef það gæti orðið á laugardaginn kemur á alþjóðlegum degi ljósmæðra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í dag. Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ástandið á Landspítalanum nú þegar vera orðið alvarlegt vegna uppsagna ljósmæðra. Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í dag. Þær nytu ekki framhaldsmenntunar sinnar að loknu hjúkrunarnámi, væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær unnu vinnuna sína samkvæmt skyldu í því verkfalli en var neitað um laun. Þær fara ekki í verkfall í þetta sinn heldur boða uppsagnir. Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,” sagði Guðjón og spurði heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd að um hreina kvennastétt væri að ræða. „Erum við að upplifa það enn hæstvirtur ráðherra og kynsystir ljósmæðra að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis,“ spurði þingmaðurinn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði brýnt að bæta kjör kvennastétta. Hún hafi beitt sér fyrir samningum við ljósmæður í heimaþjónustu sem heyrðu undir hennar ráðuneyti en fjármálaráðherra færi með samninga við ljósmæður á Landspítalanum. „En hins vegar þá er það mín afstaða að þegar hnúturinn er orðinn svo harður sem raun ber vitni hér þarf að hugsa út fyrir boxið,“ sagði Svandís. Það væri ánægjulegt að þverpólitísk samstaða væri að myndast um leiðréttingu á kjörum stórra kvennastétta og stjórnvöld og verkalýðshreyfing þyrftu að vinna saman að því. En Guðjón beindi því til ráðherra að stuðla að því að hægt verði að fagna nýjum kjarasamningum á alþjóðlegum degi ljósmæðra á laugardag. „Staðan er alvarleg á Landspítalanum nú þegar og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. það er staðan. Við getum náð niðurstöðu í þessari stöðu og eigum að gera það. Ég mun leggja mitt að mörkum svo það megi verða og það væri auðvitað mér sérstakt gleðiefni ef það gæti orðið á laugardaginn kemur á alþjóðlegum degi ljósmæðra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í dag.
Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira