Klikkun en þægileg innivinna Benedikt Bóas skrifar 4. maí 2018 06:00 Gunnar Þórðarson stígur á stokk á Kringlukránni um helgina. Vísir/Stefán „Þetta er þægileg innivinna,“ segir Gunnar Þórðarson, einn af okkar dáðustu tónskáldum en hann mun ásamt hljómsveitinni Gullkistunni stíga á svið á Vorgleði Kringlukrárinnar um helgina. Ásamt Gunnari eru þeir Óttar Felix, Jonni Ólafs og Ásgeir Óskars í bandinu og munu þeir spila alla gömlu góðu slagarana, bæði innlenda og erlenda. Það verð ur því væntanlega þéttskipað á dansgólfinu og engin danskort tóm. „Gullkistan spilar bara lög „from the sixties“, eins og þeir segja, “ segir Gunnar og á þar við Trúbrot, Hljóma, Bítlana, Rolling Stones og fleiri og fleiri. Það er ekki komið að tómum kofanum þegar kemur að því að velja á lagalistann hjá þessum meisturum og trúlega gætu þeir verið að mun lengur en frá hálf tólf til þrjú að nóttu. Aðspurður hvort svona gigg taki ekki sinn toll af 73 ára gömlum rokklíkama segir Gunnar: „Þetta er auðvitað klikkun,“ og getur ekki annað en brosað. Magnús Kjartansson og Birgir Hrafnsson verða sérstakir heiðursgestir á laugardaginn. Magnús lék með Gunnari í hljómsveitinni Trúbroti og er einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum, samdi m.a. Lítill drengur, To be grateful og My friend and I. Birgir lék með Gunnari í Hljómum sumarið 1973 auk þess að hafa leikið með Pops, Ævintýri, Svanfríði og ýmsum fleiri hljómsveitum. „Við spilum saman um tvisvar sinnum á ári. Þetta er hobbí hjá okkur að spila gömlu lögin. Við æfum aðeins, en höfum spilað þetta auðvitað í smá tíma. Við gætum trúlega mætt og talið í en gerum það að sjálfsögðu ekki,“ segir Gunnar. Á toppnum síðan 1965 Gunni Þórðar fæddist á Hólmavík 4. janúar 1945 en flutti til Keflavíkur 1953. Tíu árum síðar komu Hljómar fyrst fram á sjónvarsviðið en fyrsta plata þeirra sem var þrykkt í plast kom út 1965 með lögum Gunnars. Það voru Fyrsti kossinn og Bláu augun þín sem enn hljóma í eyrum landsmanna. Síðan hefur sigurganga hans verið nánast óslitin. Sögu hans sem lagahöfundur, útsetjari, plötuútgefandi og fleira og fleira þarf varla að skrifa enda hefur hann lagt til flestar dægurlagaperlur sem Íslendingar syngja enn í dag. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Sjá meira
„Þetta er þægileg innivinna,“ segir Gunnar Þórðarson, einn af okkar dáðustu tónskáldum en hann mun ásamt hljómsveitinni Gullkistunni stíga á svið á Vorgleði Kringlukrárinnar um helgina. Ásamt Gunnari eru þeir Óttar Felix, Jonni Ólafs og Ásgeir Óskars í bandinu og munu þeir spila alla gömlu góðu slagarana, bæði innlenda og erlenda. Það verð ur því væntanlega þéttskipað á dansgólfinu og engin danskort tóm. „Gullkistan spilar bara lög „from the sixties“, eins og þeir segja, “ segir Gunnar og á þar við Trúbrot, Hljóma, Bítlana, Rolling Stones og fleiri og fleiri. Það er ekki komið að tómum kofanum þegar kemur að því að velja á lagalistann hjá þessum meisturum og trúlega gætu þeir verið að mun lengur en frá hálf tólf til þrjú að nóttu. Aðspurður hvort svona gigg taki ekki sinn toll af 73 ára gömlum rokklíkama segir Gunnar: „Þetta er auðvitað klikkun,“ og getur ekki annað en brosað. Magnús Kjartansson og Birgir Hrafnsson verða sérstakir heiðursgestir á laugardaginn. Magnús lék með Gunnari í hljómsveitinni Trúbroti og er einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum, samdi m.a. Lítill drengur, To be grateful og My friend and I. Birgir lék með Gunnari í Hljómum sumarið 1973 auk þess að hafa leikið með Pops, Ævintýri, Svanfríði og ýmsum fleiri hljómsveitum. „Við spilum saman um tvisvar sinnum á ári. Þetta er hobbí hjá okkur að spila gömlu lögin. Við æfum aðeins, en höfum spilað þetta auðvitað í smá tíma. Við gætum trúlega mætt og talið í en gerum það að sjálfsögðu ekki,“ segir Gunnar. Á toppnum síðan 1965 Gunni Þórðar fæddist á Hólmavík 4. janúar 1945 en flutti til Keflavíkur 1953. Tíu árum síðar komu Hljómar fyrst fram á sjónvarsviðið en fyrsta plata þeirra sem var þrykkt í plast kom út 1965 með lögum Gunnars. Það voru Fyrsti kossinn og Bláu augun þín sem enn hljóma í eyrum landsmanna. Síðan hefur sigurganga hans verið nánast óslitin. Sögu hans sem lagahöfundur, útsetjari, plötuútgefandi og fleira og fleira þarf varla að skrifa enda hefur hann lagt til flestar dægurlagaperlur sem Íslendingar syngja enn í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning