Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. maí 2018 07:00 Kreppan mikla er almennt talin hafa hafist 29. október árið 1929. Vísir/Getty Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 Nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump þar sem einangrunarstefna hans og herskár talsmáti um alþjóðaviðskipti eru gagnrýnd. Óttast hagfræðingarnir að bandarísk stjórnvöld séu í þann mund að endurtaka mistök sín í aðdraganda Kreppunnar miklu, sem lék hagkerfi heimsins grátt á fjórða áratug síðustu aldar. Viðvörunin var send út í gær en Bandríkjaforseti hefur ýjað að því á síðustu misserum að viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins sé í vændum. Trump hefur þegar hækkað tolla á innflutt stál og ál en ákvað að fresta gildistökunni fyrir vörur frá Evrópusambandinu, Ástralíu og nokkrum öðrum ríkjum. Þá hefur Trump einnig hótað því að draga Bandaríkin út úr fríverslunarsamningi Norður-Ameríku, Nafta, sem hann segir vera að grafa undan bandarískri framleiðslu. Í viðvöruninni, sem rakin er á vef Guardian, minna hagfræðingarnir á hvernig þáverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hlustuðu ekki á viðvaranir hagfræðinga í aðdraganda Kreppunnar miklu. Þeir hafi hvatt Bandaríkjastjórn til að losa sig við einangrunarstefnuna og reyna að liðka fyrir alþjóðlegum viðskiptum.Sjá einnig: Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna „Í dag standa Bandaríkjamenn frammi fyrir nýjum verndartilraunum, þeirra á meðal hótunum um að hætta í alþjóðlegum viðskiptasamningum, óúthugsuðum óskum um frekari tolla vegna viðskiptahalla og innleiðingu tolla á innflutta þvottavélar, sólarrafhlöðuíhluti og jafnvel stál og ál sem notað er í bandarískum verksmiðjum,“ skrifa hagfræðingarnir. Bandaríska þingið hafi ekki hlustað á viðvarnir hagfræðinga þá og hafi bandaríska þjóðin fengið að súpa seyðið af því. „Undirritaðir hagfræðingar hvetja þig [Donald Trump] til að gera ekki sömu mistök. Margt hefur breyst frá árinu 1930 - til að mynda er alþjóðleg verslun orðin miklu mikilvægari efnahag okkar en hún var þá - en grundvallarhagfræðilögmálin eru hins vegar enn óbreytt.“ Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Nóbelsverðlaunahafarnir Richard Thaler, Oliver Hart, Roger Myerson og James Heckman ásamt Jason Furman, sem var aðalefnhagsráðgjafi bandaríkjaforsetans Baracks Obama og James Miller, ráðgjafi Ronalds Reagan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna Bandaríkin munu tilkynna um frekari verndartolla síðar í vikunni. 3. apríl 2018 20:00 Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 Nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump þar sem einangrunarstefna hans og herskár talsmáti um alþjóðaviðskipti eru gagnrýnd. Óttast hagfræðingarnir að bandarísk stjórnvöld séu í þann mund að endurtaka mistök sín í aðdraganda Kreppunnar miklu, sem lék hagkerfi heimsins grátt á fjórða áratug síðustu aldar. Viðvörunin var send út í gær en Bandríkjaforseti hefur ýjað að því á síðustu misserum að viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins sé í vændum. Trump hefur þegar hækkað tolla á innflutt stál og ál en ákvað að fresta gildistökunni fyrir vörur frá Evrópusambandinu, Ástralíu og nokkrum öðrum ríkjum. Þá hefur Trump einnig hótað því að draga Bandaríkin út úr fríverslunarsamningi Norður-Ameríku, Nafta, sem hann segir vera að grafa undan bandarískri framleiðslu. Í viðvöruninni, sem rakin er á vef Guardian, minna hagfræðingarnir á hvernig þáverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hlustuðu ekki á viðvaranir hagfræðinga í aðdraganda Kreppunnar miklu. Þeir hafi hvatt Bandaríkjastjórn til að losa sig við einangrunarstefnuna og reyna að liðka fyrir alþjóðlegum viðskiptum.Sjá einnig: Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna „Í dag standa Bandaríkjamenn frammi fyrir nýjum verndartilraunum, þeirra á meðal hótunum um að hætta í alþjóðlegum viðskiptasamningum, óúthugsuðum óskum um frekari tolla vegna viðskiptahalla og innleiðingu tolla á innflutta þvottavélar, sólarrafhlöðuíhluti og jafnvel stál og ál sem notað er í bandarískum verksmiðjum,“ skrifa hagfræðingarnir. Bandaríska þingið hafi ekki hlustað á viðvarnir hagfræðinga þá og hafi bandaríska þjóðin fengið að súpa seyðið af því. „Undirritaðir hagfræðingar hvetja þig [Donald Trump] til að gera ekki sömu mistök. Margt hefur breyst frá árinu 1930 - til að mynda er alþjóðleg verslun orðin miklu mikilvægari efnahag okkar en hún var þá - en grundvallarhagfræðilögmálin eru hins vegar enn óbreytt.“ Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Nóbelsverðlaunahafarnir Richard Thaler, Oliver Hart, Roger Myerson og James Heckman ásamt Jason Furman, sem var aðalefnhagsráðgjafi bandaríkjaforsetans Baracks Obama og James Miller, ráðgjafi Ronalds Reagan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna Bandaríkin munu tilkynna um frekari verndartolla síðar í vikunni. 3. apríl 2018 20:00 Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna Bandaríkin munu tilkynna um frekari verndartolla síðar í vikunni. 3. apríl 2018 20:00
Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26
Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44