Myndskeiði af Atla Má í vafasömum viðskiptum lekið á netið Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2018 11:09 Myndbandi sem tekið var upp með falinni myndavél sýnir Atla Má í vafasömum viðskiptum með nautakjöt, en þar heldur hann því fram sjálfur að hann stundi umfangsmikil fíkniefnaviðskipti. Atli Már segir birtinguna augljóslega tengjast máli Guðmundar Spartakusar á hendur sér. Myndskeið af Atla Má Gylfasyni, sjálfstætt starfandi blaðamanni með meiru, sem tekið var upp með falinni myndavél, hefur verið birt á YouTube. Þar sést hvar Atli Már á í samskiptum við mann hvers andlit hefur verið „blörrað“ og er að afhenda honum stolið nautakjöt. Í myndskeiðinu heldur Atli Már því meðal annars fram að hann standi í kókaín-viðskiptum. Atli Már segir dreifingu þessa myndskeiðs augljóslega tengjast málaferlum Guðmundar Spartakusar á hendur sér, en málflutningur í því máli fór fram í gær. Samkvæmt því er að færast veruleg harka í þann slag. Í vikunni féll dómur í áfrýjuðu máli Guðmundar Spartakusar á hendur Sigmundi Erni Rúnarssyni fréttastjóra Hringbrautar í Hæstarétti Íslands á þá leið að Hringbraut hafi verið í fullum rétti með að segja fréttir af téðu máli. Greinilegt er að talsvert hefur verið unnið í myndskeiðinu, bæði er að andlit mannsins hefur verið blörrað, sem áður sagði, auk þess sem búið er að setja skjátexta við.Í myndskeiðinu sést hvar Atli Már kemur inná heimili manns og heilsast þeir kumpánlega. „Blessaður höfðingi, hvað segirðu gott,“ segir gestgjafinn. Atli Már birtist og segist hafa það fínt og spyr á móti hvernig maðurinn hafi það. „Bara tussufínt.“ Atli Már hefur verið í fréttum vegna aðildar að máli sem tengist stolnu nautakjöti á Keflavíkurflugvelli. Vísir ræddi við Atla um það mál á sínum tíma. Í myndskeiðinu sést hvar Atli Már afhendir manninum nautalund, fer úr úlpunni og kemur sér fyrir í sófa. Maðurinn spyr Atla Má hvort hann reyki gras og Atli Már segir það svo vera. Þá spyr maðurinn Atla hvort hann reyki kók? „Veistu, ég geri allt,“ segir þá blaðamaðurinn. Og bætir því við að gæinn sem er að fá allt kókið hjá sér ... „ég er að selja bilað mikið af kóki núna. Og einn gæinn sem kaupir það, hann borgar mér með nautakjöti. Og ég sel nautakjötið. Og það var verið að bösta þá.“ Og síðan hefjast óljósar samræður um kók, einhvern „drullu góðan vin“ sem hafi verið tekinn og ofan í það hefur verið sett píp væntanlega til að koma í veg fyrir að fram komi um hvaða drullugóða vin var verið að ræða. Og Atli Már tekur til við að lýsa því hvað kunningjar hans voru að gera við gripdeildir í flughöfninni.Segir myndbandið gefa ranga mynd Vísir bar þetta myndband undir Atla Má sjálfan. Hann segir að þarna sé ekki allt sem sýnist en um sé að ræða meira en hálfs árs gamalt myndskeið.Atli Már mætti við réttarhöldin í máli Guðmundar Spartarkusar á hendur honum í héraðsdómi á fimmtudaginn íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki?visir/vilhelm„Það tengist heimildaöflun minni varðandi fíkniefnaheiminn á Íslandi. Það er búið að eiga við það töluvert og klippa í sundur en stærsta fréttin í þessu, að mínu mati, er sú að þarna sést hversu langt menn eru tilbúnir til þess að ganga til þess að þagga niður og koma í veg fyrir frekari umfjallanir um fíkniefnainnflutning hingað til lands. Það vantar töluvert meira en helminginn í þetta myndskeið en þegar því lýkur þarna á YouTube þá eru allir helstu leikmenn í fíkniefnaheiminum nefndir á nafn og hlutverk þeirra.“Reynt að kúga Atla til að falla frá frekari umfjöllun Atli Már segir að þegar hafi verið reynt að nota þetta myndskeið til að kúga af sér fé. „Og kúga mig til þess að falla frá frekari umfjöllunum um þennan ljóta heim og þá var líka þess krafist að ég myndi draga umfjöllun mína um hvarf Friðriks Kristjánssonar tilbaka. Líkt og áður hefur komið fram þá læt ég ekki hótanir eða faldar myndavélar hafa áhrif á þær fréttir sem ég tel eiga við almenning, fréttir um þá Íslendinga sem hafa með einum eða öðrum hætti komið að stærstum hluta fíkniefnainnflutnings hingað til lands frá Suður-Ameríku undanfarin ár. Þeir ganga lausir í dag á meðan burðardýrin sitja inni.“Nöfn klippt út úr myndbandinu Atli Már hvetur þá sem tóku þetta myndband upp og dreifðu á YouTube að birta það óklippt og ósnert. „Þá mun tilgangur minn og sannleikurinn koma í ljós.Atli Már segir að fjálglegar yfirlýsingar hans um fíkniefnaviðskipti sín hafi verið gríma og liður í rannsóknum sínum á undirheimunum.visir/stefánÞað munu þeir hinsvegar aldrei gera þar sem þeir eru sjálfir nefndir á nafn. Þá er vert að minnast á það að myndskeiðinu er komið í dreifingu daginn eftir aðalmeðferðina í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar á hendur mér vegna skrifa um hvarf Frikka. Það er því augljóslega verið að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins sem er refsivert athæfi hér á landi. Sá sem hleður því upp á YouTube kallar sig Pablo Escobar. Af hverju ætli það sé?“Segir fullyrðingar sínar um fíkniefnaviðskipti grímuEn, í myndskeiðinu heldur þú því fjálglega fram að þú sjálfur standir í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Hvernig ber að skilja það? „Þegar maður starfar sem rannsóknarblaðamaður þá þarf stundum að setja upp alls kyns grímur. Þarna er ég að sjálfsögðu að reyna að fá hann til þess að segja mér hvernig sé best að koma fíkniefnum til landsins. Það gerir hann síðar í þessu myndskeiði en þeir sem dreifa því nú kæra sig að sjálfsögðu ekki um það að þær upplýsingar komi fram.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30 Blaðamaður handtekinn með 162 kíló af stolnu nautakjöti Atli Már Gylfason seldi lögreglumönnum og ritstjórum dýrindis nautalundir ódýrt. 19. janúar 2018 10:10 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Myndskeið af Atla Má Gylfasyni, sjálfstætt starfandi blaðamanni með meiru, sem tekið var upp með falinni myndavél, hefur verið birt á YouTube. Þar sést hvar Atli Már á í samskiptum við mann hvers andlit hefur verið „blörrað“ og er að afhenda honum stolið nautakjöt. Í myndskeiðinu heldur Atli Már því meðal annars fram að hann standi í kókaín-viðskiptum. Atli Már segir dreifingu þessa myndskeiðs augljóslega tengjast málaferlum Guðmundar Spartakusar á hendur sér, en málflutningur í því máli fór fram í gær. Samkvæmt því er að færast veruleg harka í þann slag. Í vikunni féll dómur í áfrýjuðu máli Guðmundar Spartakusar á hendur Sigmundi Erni Rúnarssyni fréttastjóra Hringbrautar í Hæstarétti Íslands á þá leið að Hringbraut hafi verið í fullum rétti með að segja fréttir af téðu máli. Greinilegt er að talsvert hefur verið unnið í myndskeiðinu, bæði er að andlit mannsins hefur verið blörrað, sem áður sagði, auk þess sem búið er að setja skjátexta við.Í myndskeiðinu sést hvar Atli Már kemur inná heimili manns og heilsast þeir kumpánlega. „Blessaður höfðingi, hvað segirðu gott,“ segir gestgjafinn. Atli Már birtist og segist hafa það fínt og spyr á móti hvernig maðurinn hafi það. „Bara tussufínt.“ Atli Már hefur verið í fréttum vegna aðildar að máli sem tengist stolnu nautakjöti á Keflavíkurflugvelli. Vísir ræddi við Atla um það mál á sínum tíma. Í myndskeiðinu sést hvar Atli Már afhendir manninum nautalund, fer úr úlpunni og kemur sér fyrir í sófa. Maðurinn spyr Atla Má hvort hann reyki gras og Atli Már segir það svo vera. Þá spyr maðurinn Atla hvort hann reyki kók? „Veistu, ég geri allt,“ segir þá blaðamaðurinn. Og bætir því við að gæinn sem er að fá allt kókið hjá sér ... „ég er að selja bilað mikið af kóki núna. Og einn gæinn sem kaupir það, hann borgar mér með nautakjöti. Og ég sel nautakjötið. Og það var verið að bösta þá.“ Og síðan hefjast óljósar samræður um kók, einhvern „drullu góðan vin“ sem hafi verið tekinn og ofan í það hefur verið sett píp væntanlega til að koma í veg fyrir að fram komi um hvaða drullugóða vin var verið að ræða. Og Atli Már tekur til við að lýsa því hvað kunningjar hans voru að gera við gripdeildir í flughöfninni.Segir myndbandið gefa ranga mynd Vísir bar þetta myndband undir Atla Má sjálfan. Hann segir að þarna sé ekki allt sem sýnist en um sé að ræða meira en hálfs árs gamalt myndskeið.Atli Már mætti við réttarhöldin í máli Guðmundar Spartarkusar á hendur honum í héraðsdómi á fimmtudaginn íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki?visir/vilhelm„Það tengist heimildaöflun minni varðandi fíkniefnaheiminn á Íslandi. Það er búið að eiga við það töluvert og klippa í sundur en stærsta fréttin í þessu, að mínu mati, er sú að þarna sést hversu langt menn eru tilbúnir til þess að ganga til þess að þagga niður og koma í veg fyrir frekari umfjallanir um fíkniefnainnflutning hingað til lands. Það vantar töluvert meira en helminginn í þetta myndskeið en þegar því lýkur þarna á YouTube þá eru allir helstu leikmenn í fíkniefnaheiminum nefndir á nafn og hlutverk þeirra.“Reynt að kúga Atla til að falla frá frekari umfjöllun Atli Már segir að þegar hafi verið reynt að nota þetta myndskeið til að kúga af sér fé. „Og kúga mig til þess að falla frá frekari umfjöllunum um þennan ljóta heim og þá var líka þess krafist að ég myndi draga umfjöllun mína um hvarf Friðriks Kristjánssonar tilbaka. Líkt og áður hefur komið fram þá læt ég ekki hótanir eða faldar myndavélar hafa áhrif á þær fréttir sem ég tel eiga við almenning, fréttir um þá Íslendinga sem hafa með einum eða öðrum hætti komið að stærstum hluta fíkniefnainnflutnings hingað til lands frá Suður-Ameríku undanfarin ár. Þeir ganga lausir í dag á meðan burðardýrin sitja inni.“Nöfn klippt út úr myndbandinu Atli Már hvetur þá sem tóku þetta myndband upp og dreifðu á YouTube að birta það óklippt og ósnert. „Þá mun tilgangur minn og sannleikurinn koma í ljós.Atli Már segir að fjálglegar yfirlýsingar hans um fíkniefnaviðskipti sín hafi verið gríma og liður í rannsóknum sínum á undirheimunum.visir/stefánÞað munu þeir hinsvegar aldrei gera þar sem þeir eru sjálfir nefndir á nafn. Þá er vert að minnast á það að myndskeiðinu er komið í dreifingu daginn eftir aðalmeðferðina í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar á hendur mér vegna skrifa um hvarf Frikka. Það er því augljóslega verið að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins sem er refsivert athæfi hér á landi. Sá sem hleður því upp á YouTube kallar sig Pablo Escobar. Af hverju ætli það sé?“Segir fullyrðingar sínar um fíkniefnaviðskipti grímuEn, í myndskeiðinu heldur þú því fjálglega fram að þú sjálfur standir í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Hvernig ber að skilja það? „Þegar maður starfar sem rannsóknarblaðamaður þá þarf stundum að setja upp alls kyns grímur. Þarna er ég að sjálfsögðu að reyna að fá hann til þess að segja mér hvernig sé best að koma fíkniefnum til landsins. Það gerir hann síðar í þessu myndskeiði en þeir sem dreifa því nú kæra sig að sjálfsögðu ekki um það að þær upplýsingar komi fram.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30 Blaðamaður handtekinn með 162 kíló af stolnu nautakjöti Atli Már Gylfason seldi lögreglumönnum og ritstjórum dýrindis nautalundir ódýrt. 19. janúar 2018 10:10 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30
Blaðamaður handtekinn með 162 kíló af stolnu nautakjöti Atli Már Gylfason seldi lögreglumönnum og ritstjórum dýrindis nautalundir ódýrt. 19. janúar 2018 10:10