Breska konungsfjölskyldan er sögð hafa „miklar áhyggjur“ af kynlífsatriði í nýrri sjónvarpsmynd um ævi Harry Bretaprins og unnustu hans Meghan Markle. Myndin kemur út þann 13. maí.
Myndin ber titilinn Harry & Meghan: A Royal Romance eða Harry og Meghan: Konunglegt ástarævintýri. Í myndinni er stiklað á stóru í sambandi þeirra og má þar meðal annars finna kynlífsatriði þeirra á milli.
Í viðtali við Vanity Fair segir leikstjóri myndarinnar, Menhaj Huda, að fjölmiðlafulltrúi konungsfjölskyldunnar hafi þegar fengið að sjá myndina og að hann sé ekki kátur með kynlífsatriðið.
Athygli vekur að Huda segist hafa frétt af áhyggjum konungsfjölskyldunnar í gegnum besta vin eiginkonu sinnar, sem hefur verið að slá sér upp með með fjölmiðlafulltrúanum undanfarnar vikur.
Framundan er brúðkaup þeirra Harry og Meghan en það verður haldið 19. maí næstkomandi.
