Getum skapað verðmæti með að fyrirbyggja Eymundur L. Eymundsson skrifar 6. maí 2018 14:14 Ég er fagmanneskja af minni félagsfælni sem mótaði mitt líf frá 12 ára aldri. Ég berst fyrir réttindum barna og ungmenna svo þau fái hjálp strax í æsku með sína vanlíðan. Ég berst fyrir því að ráðamenn og stjórnsýsla hlusti á okkur sem höfum reynslu af því að vera í skóla og líða illa andlega. Á Íslandi lifa 15.000 til 45.000 með félagsfælni árlega. Margir með félagsfælni fela sína vanlíðan alla tíð út af skömm um að vera hafnað af samfélaginu og lítið gert úr. Ég vildi að við sem samfélag, fjölmiðlar og ríki fjalli meira um félagsfælni og bataleiðir. Afleiðingar af félagsfælni eru skelfilegar með miklum skertum lífsgæðum og t.d. um helmingur leitar í vímuefni,verða þunglyndir, einangrast eða falla fyrir eigin hendi. Ég þekki það hvernig var að fela mína vanlíðan þangað til ég var 38 ára út af skömm þar sem ég var hræddur við höfnum og skilningsleysi ef ég segði frá minni líðan. Hvernig á maður að segja frá því sem var ekki rætt hér áður fyrr út af þekkingaleysi. Sem betur lifði ég af sem er ekki sjálfgefið enda með sjálfsvígshugsanir frá 12 ára aldri. Hjálpina fékk ég á verkjasviði á Kristnesi árið 2005 þar sem ég sá bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Ég hef unnið vel með góðri hjálp frá góðu fagfólki. Hjálp sem ég hef nýtt með opnum huga þar sem ég þráði að vera þáttakandi í lífinu og lifa án þess að kvíða þvi að fara út úr húsi. Ég hef svo verið að fræða í skólum sem samfélaginu til að auka skilning og hjálpa öðrum að leita sér hjálpar. Ég er nefnilega miklu meira en með geðröskun eins og þau öll sem glíma við félagsfælni. Ég hef klárað 3.skóla og kvíði því ekki að fara út úr húsi á hverjum degi. Ég er manneskja eins og hver annar með tilfinningar og drauma að geta lifað lífinu án þess að vera dæmdur út frá skilningsleysi samfélagsins á félagsfælni.FrumkvöðlastarfÉg er frumkvöðull ásamt ásamt öðrum fagmönnum og fagmanneskjum af sinni geðröskun sem stofnuðum Grófinna geðverndarmiðstöð á Akureyri 10.október 2013. Frumkvöðlastarf sem vinnur eftir valdeflinga og batamódelinu á jafningjagrunni. Frumkvöðlastarfið hefur byggt upp og bjargað mannslífum. Frumkvöðlastarf sem hefur átt gott samstarf við til að mynda Hugarafl, H.A. geðdeild SAK og Vinnumálastofnun. Frumkvöðlastarfið hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið með forvörnum á ýmsan hátt með hópastarfi og vera sýnileg. T.d. hefur geðfræðsluteymi verið starfandi í 4.ár og fer í alla grunnskóla á Akureyri sem nærsveitarfélög auk framhaldsskóla. Geðfræðslan hefur fengið mikið lof fyrir sitt starf og farið víða um land þar sem nemendum og starfsfólki finnst gott að fá reynslusögur frá hjartanum og bataleiðir. Ég er kannski dæmi um að hafa lifað af félagsfælni með skert lífsgæði og feluleik. Það er ekki sjálfgefið en með góðum forvörnum og hjálpa börnum strax í æsku getum við komið í veg fyrir miklar afleiðingar. Með virðingu fyrir öllu fagfólki þá er gott að vinna saman með fagmenneskjum af geðröskunun á jafningjargrunni. Ég vona að ráðamenn sem stjórnsýsla þjóðar átti sig á verðmæti fólks sem hefur gengið dimman dal en lifað af. Ég vil meiri virðingu gagnvart félagsfælni og unnið sé strax með unga fólkinu til að tryggja þeim betri framtíð sem skilar sér í verðmætum fyrir samfélagið! Eymundur L. Eymundsson, ráðgjafi og félagsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég er fagmanneskja af minni félagsfælni sem mótaði mitt líf frá 12 ára aldri. Ég berst fyrir réttindum barna og ungmenna svo þau fái hjálp strax í æsku með sína vanlíðan. Ég berst fyrir því að ráðamenn og stjórnsýsla hlusti á okkur sem höfum reynslu af því að vera í skóla og líða illa andlega. Á Íslandi lifa 15.000 til 45.000 með félagsfælni árlega. Margir með félagsfælni fela sína vanlíðan alla tíð út af skömm um að vera hafnað af samfélaginu og lítið gert úr. Ég vildi að við sem samfélag, fjölmiðlar og ríki fjalli meira um félagsfælni og bataleiðir. Afleiðingar af félagsfælni eru skelfilegar með miklum skertum lífsgæðum og t.d. um helmingur leitar í vímuefni,verða þunglyndir, einangrast eða falla fyrir eigin hendi. Ég þekki það hvernig var að fela mína vanlíðan þangað til ég var 38 ára út af skömm þar sem ég var hræddur við höfnum og skilningsleysi ef ég segði frá minni líðan. Hvernig á maður að segja frá því sem var ekki rætt hér áður fyrr út af þekkingaleysi. Sem betur lifði ég af sem er ekki sjálfgefið enda með sjálfsvígshugsanir frá 12 ára aldri. Hjálpina fékk ég á verkjasviði á Kristnesi árið 2005 þar sem ég sá bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Ég hef unnið vel með góðri hjálp frá góðu fagfólki. Hjálp sem ég hef nýtt með opnum huga þar sem ég þráði að vera þáttakandi í lífinu og lifa án þess að kvíða þvi að fara út úr húsi. Ég hef svo verið að fræða í skólum sem samfélaginu til að auka skilning og hjálpa öðrum að leita sér hjálpar. Ég er nefnilega miklu meira en með geðröskun eins og þau öll sem glíma við félagsfælni. Ég hef klárað 3.skóla og kvíði því ekki að fara út úr húsi á hverjum degi. Ég er manneskja eins og hver annar með tilfinningar og drauma að geta lifað lífinu án þess að vera dæmdur út frá skilningsleysi samfélagsins á félagsfælni.FrumkvöðlastarfÉg er frumkvöðull ásamt ásamt öðrum fagmönnum og fagmanneskjum af sinni geðröskun sem stofnuðum Grófinna geðverndarmiðstöð á Akureyri 10.október 2013. Frumkvöðlastarf sem vinnur eftir valdeflinga og batamódelinu á jafningjagrunni. Frumkvöðlastarfið hefur byggt upp og bjargað mannslífum. Frumkvöðlastarf sem hefur átt gott samstarf við til að mynda Hugarafl, H.A. geðdeild SAK og Vinnumálastofnun. Frumkvöðlastarfið hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið með forvörnum á ýmsan hátt með hópastarfi og vera sýnileg. T.d. hefur geðfræðsluteymi verið starfandi í 4.ár og fer í alla grunnskóla á Akureyri sem nærsveitarfélög auk framhaldsskóla. Geðfræðslan hefur fengið mikið lof fyrir sitt starf og farið víða um land þar sem nemendum og starfsfólki finnst gott að fá reynslusögur frá hjartanum og bataleiðir. Ég er kannski dæmi um að hafa lifað af félagsfælni með skert lífsgæði og feluleik. Það er ekki sjálfgefið en með góðum forvörnum og hjálpa börnum strax í æsku getum við komið í veg fyrir miklar afleiðingar. Með virðingu fyrir öllu fagfólki þá er gott að vinna saman með fagmenneskjum af geðröskunun á jafningjargrunni. Ég vona að ráðamenn sem stjórnsýsla þjóðar átti sig á verðmæti fólks sem hefur gengið dimman dal en lifað af. Ég vil meiri virðingu gagnvart félagsfælni og unnið sé strax með unga fólkinu til að tryggja þeim betri framtíð sem skilar sér í verðmætum fyrir samfélagið! Eymundur L. Eymundsson, ráðgjafi og félagsliði
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar