Atli Sigurjónsson sem var hetja KR gegn Stjörnunni í annari umferð Pepsi-deildar karla var meinað að fara í viðtöl eftir leikinn.
Atli kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og sjö mínútum síðar var hann búinn að næla sér í gult spjald en það var ekki eina sem Atli gerði í leiknum.
Hann skoraði sigurmarkið með þrumufleyg á 88. mínútu og tryggði KR þar með sigurinn. Akureyringurinn var ekki hættur því hann fékk sitt annað gula spjald mínútu síðar og þar með rautt.
KR náði að vinna leikinn 3-2 og er komið á blað í Pepsi-deildinni en er fréttamaður Vísis reyndi að ná tali af Atla eftir leikinn var honum neitað um viðtal við hetju KR í leiknum.
Skýringin var sögð vera sú að Atli hafi fengið rautt spjald í leiknum og því færi hann ekki í viðtöl. Leikmenn KR sem fá rauð spjöld fara ekki í viðtöl. Því fékk enginn fjölmiðill í kvöld viðtal vð hetju KR.
Fjölmiðlar fengu ekki að ræða við hetju KR
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn


Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn





Valdi flottasta búning deildarinnar
Körfubolti

