Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að eldurinn hafi komið upp í einu herbergi og starfsmenn fangelsins hafi þegar slökkt hann. Hlutverk slökkviliðsmanna sé að reykræsta og tryggja að kvikni í af sjálfu sér.
„Að sjálfsögðu höfðu starfsmenn gripið inn í enda vel þjálfaðir til þess,“ segir Pétur í samtali við Vísi.
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að eldurinn hafi komið upp í fangaklefa. Fangi hafi kveikt eld í klefa sínum en starfsmenn hafi brugðist snarlega við og slökkt eldinn. Hann segir tilvik sem þessi koma upp en starfsmenn hafi fulla stjórn á aðstæðum.
