Guðdómlegir líkamar, geislabaugar og páfinn á tískuviðburði ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2018 12:11 Priyanka Chopra, Rihanna og Chadwick Boseman. Vísir/Getty Hinn margfrægi Met-galakvöldverður, sem haldinn er í fjáröflunarskyni fyrir búninga- og tískudeild Metropolitan-safnsins í New York fyrsta mánudagskvöld í maí ár hvert, fór fram í gær. Met-galakvöldið er einn af hápunktum vestræns tískuheims og keppast stórstjörnurnar sem þangað mæta við að sýna fram á framúrstefnulegt tívkuvit sitt – og kynþokka um leið. Sérstakt þema er valið fyrir kvöldverðinn á hverju ári. Í fyrra var þemað innblásið af japanska fatahönnuðinum Rei Kawakubo og árið þar áður snerist þemað um „tísku á tækniöld.“ Þemað í ár útlagðist fullum fetum sem „Guðdómlegir líkamar: Tíska og hið kaþólska hugmyndaflug“, sem viðstaddir túlkuðu mistbókstaflega.Ariana Grande, Frances McDormand og Jennifer Lopez.Vísir/gettyTónlistarkonan og snyrtivörumógúllinn Rihanna vakti mikla athygli fyrir klæðnað sinn í gærkvöldi en hún sótti innblástur í æðsta mann kaþólsku kirkjunnar, páfann sjálfan, með hatti og öllu tilheyrandi. Erlendir, sem og íslenskir, aðdáendur söngkonunnar virtust almennt ánægðir með fataval hennar í gærkvöldi.O m f g pic.twitter.com/chfUxp2KTu — Kolbrún Birna (@kolla_swag666) May 7, 2018 Það voru þó fleiri en Rihanna sem heilluðu tískuspekúlanta gærkvöldsins. Söngkonan Ariana Grande klæddist íburðarmiklum kjól skreyttum englamyndum, starfssystir hennar Jennifer Lopez kaus gotneskan kross og þá mættu leikkonurnar Blake Lively og Sarah Jessica Parker gull- og rúbínskreyttar til leiks. Hin unga leikkona Zendaya sótti að því er virtist innblástur í málverk af Jóhönnu af Örk, Óskarsverðlaunahafinn Frances McDormand var skemmtileg í grænu og gimsteinaskreytt höfuðslæða í anda Maríu Meyjar fór vel við rauða flaulelskjól Priyönku Chopra. Þá bar á fjölmörgum kristilegum táknum en margir skörtuðu geislabaugum, mikið var um allskonar krossa og þá bar söngkonan Katy Perry gríðarstóra englavængi.Zendaya, Sarah Jessica Parker og Blake Lively.Vísir/GettySvarti pardusinn sjálfur, Chadwick Boseman, þótti allra glæsilegastur þeirra karla sem voru viðstaddir Met-galakvöldverðinn í gær. Í gegnum tíðina hafa karlmenn verið öllu hógværari í fatavali á þessu aðalkvöldi tískuheimsins, þeir hafa haft tilhneigingu til að klæða sig síður eftir viðeigandi þema, og tískuáhugafólk stekkur því hæð sína í loft upp þegar karl kastar svarta smókingnum. Boseman tók þemað alla leið í gærkvöldi en hvít fötin minntu um nokkuð á prestshempu – með hátískuívafi. Chadwick Boseman did not come to play with his #MetGala outfit.pic.twitter.com/NRnGdtUU2w — Pop Crave (@PopCraveNet) May 8, 2018 Tískan er þó ekki alltaf í aðalhlutverki á Met-galakvöldinu en þar hafa eftirminnilegir, og jafnvel sögulegir, atburðir átt sér stað í gegnum tíðina, enda ekki við öðru að búast þegar stjörnurnar koma saman í sínu fínasta pússi. Árið 2016 kviknaði til dæmis neisti á dansgólfi galakvöldverðarins sem varð síðar að skammlífu ástarsambandi söngkonunnar Taylor Swift og leikarans Toms Hiddleston. George og Amal Clooney opinberuðu einnig samband sitt við kvöldverðinn árið 2015 og árið 2013 mætti Kim Kardashian, sem þá var ólétt af fyrsta barni sínu, North, í eftirminnilegum, rósóttum kjól.The 2013 Met Gala was @kimkardashian's first time attending. The theme was 'Punk: Chaos to Couture'. Kanye was the performer that night and she was his guest. pic.twitter.com/UcDRKW1ela — KimKanyeKimYe (@KimKanyeKimYeFC) May 7, 2018 Þá er Met-galakvöldverðurinn árið 2014 mörgum e.t.v. minnisstæður en það ár réðst söngkonan Solange Knowles, systir söngkonunnar Beyoncé, á mág sinn, Jay-Z, í lyftu að loknu eftirpartíi téðs galakvöldverðar. Eftirminnilegasti ótískutengdi atburður gærkvöldsins var eflaust opinberun á sambandi tæknijöfursins Elons Musk og kanadísku söngkonunnar Grimes. Musk, sem er 46 ára, er 16 árum eldri en hin þrítuga Grimes en samkvæmt frétt Vanity Fair kviknaði ástin út frá brandara um gervigreind sem Musk ætlaði að birta á Twitter-reikningi sínum. Hann rak í rogastans þegar hann sá að Grimes hafði þegar tíst sama brandara nokkru fyrr.Omfg Elon Musk and Grimes have arrived pic.twitter.com/xs1qU9Vv6y — Maeve McDermott (@maeve_mcdermott) May 8, 2018 Myndir af öllum stjörnum gærkvöldsins og fatavali þeirra má nálgast hér. Þá má nálgast lista af Met-galakvöldsþemum fyrri ára hér. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hinn margfrægi Met-galakvöldverður, sem haldinn er í fjáröflunarskyni fyrir búninga- og tískudeild Metropolitan-safnsins í New York fyrsta mánudagskvöld í maí ár hvert, fór fram í gær. Met-galakvöldið er einn af hápunktum vestræns tískuheims og keppast stórstjörnurnar sem þangað mæta við að sýna fram á framúrstefnulegt tívkuvit sitt – og kynþokka um leið. Sérstakt þema er valið fyrir kvöldverðinn á hverju ári. Í fyrra var þemað innblásið af japanska fatahönnuðinum Rei Kawakubo og árið þar áður snerist þemað um „tísku á tækniöld.“ Þemað í ár útlagðist fullum fetum sem „Guðdómlegir líkamar: Tíska og hið kaþólska hugmyndaflug“, sem viðstaddir túlkuðu mistbókstaflega.Ariana Grande, Frances McDormand og Jennifer Lopez.Vísir/gettyTónlistarkonan og snyrtivörumógúllinn Rihanna vakti mikla athygli fyrir klæðnað sinn í gærkvöldi en hún sótti innblástur í æðsta mann kaþólsku kirkjunnar, páfann sjálfan, með hatti og öllu tilheyrandi. Erlendir, sem og íslenskir, aðdáendur söngkonunnar virtust almennt ánægðir með fataval hennar í gærkvöldi.O m f g pic.twitter.com/chfUxp2KTu — Kolbrún Birna (@kolla_swag666) May 7, 2018 Það voru þó fleiri en Rihanna sem heilluðu tískuspekúlanta gærkvöldsins. Söngkonan Ariana Grande klæddist íburðarmiklum kjól skreyttum englamyndum, starfssystir hennar Jennifer Lopez kaus gotneskan kross og þá mættu leikkonurnar Blake Lively og Sarah Jessica Parker gull- og rúbínskreyttar til leiks. Hin unga leikkona Zendaya sótti að því er virtist innblástur í málverk af Jóhönnu af Örk, Óskarsverðlaunahafinn Frances McDormand var skemmtileg í grænu og gimsteinaskreytt höfuðslæða í anda Maríu Meyjar fór vel við rauða flaulelskjól Priyönku Chopra. Þá bar á fjölmörgum kristilegum táknum en margir skörtuðu geislabaugum, mikið var um allskonar krossa og þá bar söngkonan Katy Perry gríðarstóra englavængi.Zendaya, Sarah Jessica Parker og Blake Lively.Vísir/GettySvarti pardusinn sjálfur, Chadwick Boseman, þótti allra glæsilegastur þeirra karla sem voru viðstaddir Met-galakvöldverðinn í gær. Í gegnum tíðina hafa karlmenn verið öllu hógværari í fatavali á þessu aðalkvöldi tískuheimsins, þeir hafa haft tilhneigingu til að klæða sig síður eftir viðeigandi þema, og tískuáhugafólk stekkur því hæð sína í loft upp þegar karl kastar svarta smókingnum. Boseman tók þemað alla leið í gærkvöldi en hvít fötin minntu um nokkuð á prestshempu – með hátískuívafi. Chadwick Boseman did not come to play with his #MetGala outfit.pic.twitter.com/NRnGdtUU2w — Pop Crave (@PopCraveNet) May 8, 2018 Tískan er þó ekki alltaf í aðalhlutverki á Met-galakvöldinu en þar hafa eftirminnilegir, og jafnvel sögulegir, atburðir átt sér stað í gegnum tíðina, enda ekki við öðru að búast þegar stjörnurnar koma saman í sínu fínasta pússi. Árið 2016 kviknaði til dæmis neisti á dansgólfi galakvöldverðarins sem varð síðar að skammlífu ástarsambandi söngkonunnar Taylor Swift og leikarans Toms Hiddleston. George og Amal Clooney opinberuðu einnig samband sitt við kvöldverðinn árið 2015 og árið 2013 mætti Kim Kardashian, sem þá var ólétt af fyrsta barni sínu, North, í eftirminnilegum, rósóttum kjól.The 2013 Met Gala was @kimkardashian's first time attending. The theme was 'Punk: Chaos to Couture'. Kanye was the performer that night and she was his guest. pic.twitter.com/UcDRKW1ela — KimKanyeKimYe (@KimKanyeKimYeFC) May 7, 2018 Þá er Met-galakvöldverðurinn árið 2014 mörgum e.t.v. minnisstæður en það ár réðst söngkonan Solange Knowles, systir söngkonunnar Beyoncé, á mág sinn, Jay-Z, í lyftu að loknu eftirpartíi téðs galakvöldverðar. Eftirminnilegasti ótískutengdi atburður gærkvöldsins var eflaust opinberun á sambandi tæknijöfursins Elons Musk og kanadísku söngkonunnar Grimes. Musk, sem er 46 ára, er 16 árum eldri en hin þrítuga Grimes en samkvæmt frétt Vanity Fair kviknaði ástin út frá brandara um gervigreind sem Musk ætlaði að birta á Twitter-reikningi sínum. Hann rak í rogastans þegar hann sá að Grimes hafði þegar tíst sama brandara nokkru fyrr.Omfg Elon Musk and Grimes have arrived pic.twitter.com/xs1qU9Vv6y — Maeve McDermott (@maeve_mcdermott) May 8, 2018 Myndir af öllum stjörnum gærkvöldsins og fatavali þeirra má nálgast hér. Þá má nálgast lista af Met-galakvöldsþemum fyrri ára hér.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira