Kalda gjaldmiðlastríðið og Ísland Agnar Tómas Möller skrifar 9. maí 2018 07:00 Hugtakið „kalt gjaldeyrisstríð“ (e. currency cold war) hefur talsvert verið í umræðunni undanfarin misseri á erlendum mörkuðum þar sem Bandaríkin annars vegar og ríki Evrópu, Japan og einkum Kína hins vegar eigast við í baráttu um að veikja gjaldmiðla sína með óbeinum aðgerðum (þ.e. ekki beinum gjaldeyrisinngripum) með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni útflutnings og, sérstaklega í tilviki Bandaríkjanna, draga úr viðskiptahalla við önnur ríki. Óhætt er að segja að Bandaríkin hafi verið í hlutverki „árásaraðilans“ og orðið vel ágengt með aðgerðum sem einkum snúa að fjárlagahliðinni en á árinu 2017 veiktist Bandaríkjadalur um 10% gagnvart vegnu meðaltali helstu mynta. Þrátt fyrir að vera með talsvert hærri vexti en flest önnur þróuð ríki, hefur dollarinn veikst vegna hækkunar ríkisútgjalda (og samhliða stækkun fjárlagahallans og hraðri aukningu í útgáfu ríkisskuldabréfa) á toppi hagsveiflunnar en einnig vegna þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur talað um að líta fram hjá mögulega hærri verðbólgu en sem nemur verðbólgumarkmiði og virðist tregur í taumi að opna á mögulega meiri vaxtahækkanir en hann hefur áður gefið til kynna. Hingað til hafa seðlabankar annarra ríkja gert lítið til að bregðast við breyttri stefnu Bandaríkjanna; þvert á móti hafa evrópski og japanski seðlabankinn dregið úr skuldabréfakaupum og sá evrópski meira að segja gefið til kynna að hann yrði ekki lengur nettó kaupandi að skuldabréfum í árslok. Á seinustu vikum hafa hins vegar orðið nokkrar breytingar þar á. Á nýlegum vaxtaákvörðunarfundi Seðlabanka Evrópu kvað við mýkri tón vegna vísbendinga um að hægja taki á efnahagslífinu í Evrópu, einkum í Þýskalandi, og flestar væntingavísitölur úr viðskiptalífinu virðast vera staðnaðar eða á niðurleið. Í nýlegu viðtali talaði japanski seðlabankastjórinn um að bankinn gæti hugsanlega náð verðbólgumarkmiði sínu, og þá farið að draga úr örvun peningastefnunnar, á næstu fimm árum! Í ljósi veikra talna úr bresku efnahagslífi hellti breski seðlabankastjórinn köldu vatni á væntingar um að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni og í Kína kom seðlabankinn markaðsaðilum á óvart með því að lækka bindiskyldu þarlendra banka. En önnur undirliggjandi ástæða, og ekki síður mikilvæg, fyrir þessum samtíma breytingum eru viðbrögð við verndarstefnu Bandaríkjanna sem kann að leiða til tollastríðs og mögulega draga úr hagvexti á heimsvísu. Útflutningur Bandaríkjanna er umtalsvert minni en innflutningur, á móti Kína er hlutfallið næstum 3 á móti 1, og ljóst að önnur ríki eru að jafnaði líkleg til að fara verr en Bandaríkin út úr slíkum átökum. Með því að ýta væntum vaxtahækkunum lengra út í framtíðina geta ríkin dregið úr mögulegum áhrifum hækkunar tolla á útflutning með stuðningi við útflutningsgreinar í gegnum lægri vexti og veikari gjaldmiðla. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa; síðasta vika var hin besta fyrir dollarann frá því Trump varð Bandaríkjaforseti (þótt sú þróun sé honum varla að skapi) og hefur hann nú styrkst um rúm 4% á tveimur vikum gagnvart evrunni. Eftir snarpa hækkun vaxta á skuldabréfamörkuðum á þessu ári hefur hækkun 10 ára vaxta í Evrópusambandinu, Bretlandi og Japan, að mestu leyti gengið til baka undanfarið. Hækkun 10 ára vaxta í Bandaríkjunum er enn umtalsverð á árinu, nú lítillega undir 3%, en ávöxtunarkúrfan hefur hins vegar verið að fletjast út. Munur á 2 ára og 10 ára vöxtum er nú um 0,45%, sem endurspeglar þá skoðun markaða að fyrirhugaðar vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans muni kæla hagkerfið og að framtíðarvextir verði því litlu hærri en langtímavextir eru í dag, eða nálægt þremur prósentum. Íslenskt vaxtastig mun ekki fara varhluta af þessari þróun. Í talsverðan tíma hefur íslenski seðlabankinn verið þeirrar skoðunar að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman „að utan“ sem myndi þá draga úr þörf fyrir innflæðishöft og frekari lækkun íslenskra vaxta. Fátt bendir til þess að það sé í kortunum. Þvert á móti hafa langtímavextir verið í hækkunarfasa hér undanfarnar vikur og mánuði, og vaxtamunur því að hækka. Það verður því áhugavert að heyra hver sýn Seðlabanka Íslands verður á þessa þróun á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hugtakið „kalt gjaldeyrisstríð“ (e. currency cold war) hefur talsvert verið í umræðunni undanfarin misseri á erlendum mörkuðum þar sem Bandaríkin annars vegar og ríki Evrópu, Japan og einkum Kína hins vegar eigast við í baráttu um að veikja gjaldmiðla sína með óbeinum aðgerðum (þ.e. ekki beinum gjaldeyrisinngripum) með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni útflutnings og, sérstaklega í tilviki Bandaríkjanna, draga úr viðskiptahalla við önnur ríki. Óhætt er að segja að Bandaríkin hafi verið í hlutverki „árásaraðilans“ og orðið vel ágengt með aðgerðum sem einkum snúa að fjárlagahliðinni en á árinu 2017 veiktist Bandaríkjadalur um 10% gagnvart vegnu meðaltali helstu mynta. Þrátt fyrir að vera með talsvert hærri vexti en flest önnur þróuð ríki, hefur dollarinn veikst vegna hækkunar ríkisútgjalda (og samhliða stækkun fjárlagahallans og hraðri aukningu í útgáfu ríkisskuldabréfa) á toppi hagsveiflunnar en einnig vegna þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur talað um að líta fram hjá mögulega hærri verðbólgu en sem nemur verðbólgumarkmiði og virðist tregur í taumi að opna á mögulega meiri vaxtahækkanir en hann hefur áður gefið til kynna. Hingað til hafa seðlabankar annarra ríkja gert lítið til að bregðast við breyttri stefnu Bandaríkjanna; þvert á móti hafa evrópski og japanski seðlabankinn dregið úr skuldabréfakaupum og sá evrópski meira að segja gefið til kynna að hann yrði ekki lengur nettó kaupandi að skuldabréfum í árslok. Á seinustu vikum hafa hins vegar orðið nokkrar breytingar þar á. Á nýlegum vaxtaákvörðunarfundi Seðlabanka Evrópu kvað við mýkri tón vegna vísbendinga um að hægja taki á efnahagslífinu í Evrópu, einkum í Þýskalandi, og flestar væntingavísitölur úr viðskiptalífinu virðast vera staðnaðar eða á niðurleið. Í nýlegu viðtali talaði japanski seðlabankastjórinn um að bankinn gæti hugsanlega náð verðbólgumarkmiði sínu, og þá farið að draga úr örvun peningastefnunnar, á næstu fimm árum! Í ljósi veikra talna úr bresku efnahagslífi hellti breski seðlabankastjórinn köldu vatni á væntingar um að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni og í Kína kom seðlabankinn markaðsaðilum á óvart með því að lækka bindiskyldu þarlendra banka. En önnur undirliggjandi ástæða, og ekki síður mikilvæg, fyrir þessum samtíma breytingum eru viðbrögð við verndarstefnu Bandaríkjanna sem kann að leiða til tollastríðs og mögulega draga úr hagvexti á heimsvísu. Útflutningur Bandaríkjanna er umtalsvert minni en innflutningur, á móti Kína er hlutfallið næstum 3 á móti 1, og ljóst að önnur ríki eru að jafnaði líkleg til að fara verr en Bandaríkin út úr slíkum átökum. Með því að ýta væntum vaxtahækkunum lengra út í framtíðina geta ríkin dregið úr mögulegum áhrifum hækkunar tolla á útflutning með stuðningi við útflutningsgreinar í gegnum lægri vexti og veikari gjaldmiðla. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa; síðasta vika var hin besta fyrir dollarann frá því Trump varð Bandaríkjaforseti (þótt sú þróun sé honum varla að skapi) og hefur hann nú styrkst um rúm 4% á tveimur vikum gagnvart evrunni. Eftir snarpa hækkun vaxta á skuldabréfamörkuðum á þessu ári hefur hækkun 10 ára vaxta í Evrópusambandinu, Bretlandi og Japan, að mestu leyti gengið til baka undanfarið. Hækkun 10 ára vaxta í Bandaríkjunum er enn umtalsverð á árinu, nú lítillega undir 3%, en ávöxtunarkúrfan hefur hins vegar verið að fletjast út. Munur á 2 ára og 10 ára vöxtum er nú um 0,45%, sem endurspeglar þá skoðun markaða að fyrirhugaðar vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans muni kæla hagkerfið og að framtíðarvextir verði því litlu hærri en langtímavextir eru í dag, eða nálægt þremur prósentum. Íslenskt vaxtastig mun ekki fara varhluta af þessari þróun. Í talsverðan tíma hefur íslenski seðlabankinn verið þeirrar skoðunar að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman „að utan“ sem myndi þá draga úr þörf fyrir innflæðishöft og frekari lækkun íslenskra vaxta. Fátt bendir til þess að það sé í kortunum. Þvert á móti hafa langtímavextir verið í hækkunarfasa hér undanfarnar vikur og mánuði, og vaxtamunur því að hækka. Það verður því áhugavert að heyra hver sýn Seðlabanka Íslands verður á þessa þróun á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar