Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2018 07:46 Ari Ólafsson var íklæddur rauðum og hvítum jakkafötum í gær. Vísir/AP Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. Ari Ólafsson var annar á svið og flutti lagið Our Choice. Þrátt fyrir fínan flutning, að mati fjölmargra íslenskra áhorfenda, dugði það ekki til og mun hann því ekki keppa til úrslita á laugardaginn. Það að Ari hafi dottið út kom hinum sænska Larsson ekki á óvart ef marka má skrif hans fyrir Aftonbladet í gærkvöldi. Í beinu textalýsingunni á vef blaðsins úthúðaði hann laginu og Ara, líkti söngvaranum við majonesdós og laginu við skólaritgerð.Sjá einnig: „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Larsson var þó vongóður þegar kvöldið byrjaði og var hann ágætlega hrifinn af framlagi Aserbaítsjan, sem var fyrst á svið. Gamanið kárnaði þó hjá Svíanum þegar Ari hóf upp raust sína.„Við þurftum að bíða alveg eftir öðru laginu áður en allt fór til andskotans á ný,“ skrifar pirraður Larsson áður en hann heldur áfram. „Í heimalandinu nýtur Ari meðal annars velgengni sem eftirherma,“ skrifar Larsson. Þó ekki sé alveg á hreinu til hvers sá sænski er að vísa má telja líklegt að hann sé að tala um söng Ara í gervi sigurvegara síðasta árs, Salvador Sobral, í Vikunni með Gísla Marteini í lok apríl. „Og hér reynir hann að því er virðist að herma eftir majónesdós,“ bætir Larsson við - hugsanlega með hvítu og rauðu jakkaföt Ara í huga. Sænski blaðamaðurinn er ekki hættur: „Þetta hljómar eins og blanda af eggjarauðum, edik og olía syngi hátt úr skólaritgerð í lægsta stigi grunnskóla. Hvernig væri að reyna að minnsta kosti að líkja eftir tónlist?“ skrifar Larsson áður en ónefndur lesandi Aftonbladet bætir við: „Þetta er eins og auglýsing fyrir Vísindakirkjuna!“ Hér að neðan má sjá hinn svokallaða majónesflutning Ara í gærkvöldi. Svíar stíga svo sjálfir á svið í Eurovision á fimmtudaginn. Eurovision Tengdar fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00 Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. Ari Ólafsson var annar á svið og flutti lagið Our Choice. Þrátt fyrir fínan flutning, að mati fjölmargra íslenskra áhorfenda, dugði það ekki til og mun hann því ekki keppa til úrslita á laugardaginn. Það að Ari hafi dottið út kom hinum sænska Larsson ekki á óvart ef marka má skrif hans fyrir Aftonbladet í gærkvöldi. Í beinu textalýsingunni á vef blaðsins úthúðaði hann laginu og Ara, líkti söngvaranum við majonesdós og laginu við skólaritgerð.Sjá einnig: „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Larsson var þó vongóður þegar kvöldið byrjaði og var hann ágætlega hrifinn af framlagi Aserbaítsjan, sem var fyrst á svið. Gamanið kárnaði þó hjá Svíanum þegar Ari hóf upp raust sína.„Við þurftum að bíða alveg eftir öðru laginu áður en allt fór til andskotans á ný,“ skrifar pirraður Larsson áður en hann heldur áfram. „Í heimalandinu nýtur Ari meðal annars velgengni sem eftirherma,“ skrifar Larsson. Þó ekki sé alveg á hreinu til hvers sá sænski er að vísa má telja líklegt að hann sé að tala um söng Ara í gervi sigurvegara síðasta árs, Salvador Sobral, í Vikunni með Gísla Marteini í lok apríl. „Og hér reynir hann að því er virðist að herma eftir majónesdós,“ bætir Larsson við - hugsanlega með hvítu og rauðu jakkaföt Ara í huga. Sænski blaðamaðurinn er ekki hættur: „Þetta hljómar eins og blanda af eggjarauðum, edik og olía syngi hátt úr skólaritgerð í lægsta stigi grunnskóla. Hvernig væri að reyna að minnsta kosti að líkja eftir tónlist?“ skrifar Larsson áður en ónefndur lesandi Aftonbladet bætir við: „Þetta er eins og auglýsing fyrir Vísindakirkjuna!“ Hér að neðan má sjá hinn svokallaða majónesflutning Ara í gærkvöldi. Svíar stíga svo sjálfir á svið í Eurovision á fimmtudaginn.
Eurovision Tengdar fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00 Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira
„Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00
Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05
Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09
Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31