Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan.
Árekstur varð á Ölfusárbrú á níunda tímanum í morgun.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að björgunarlið og lögreglumenn séu enn við störf á vettvangi. Á meðan er brúin lokuð.
Talið er að meiðsl séu ekki alvarleg og standa vonir til að lokun brúarinnar standi ekki lengi.
Lögreglan á Suðurlandi mun veita frekari upplýsingar eftir því sem líður á daginn. Vísir mun greina frá þeim um leið og þær berast.