KR var með boltann í 16 mínútur á móti Val Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 16:00 Finnur Orri Margeirsson með boltann í nokkrar sekúndur af þeim 16 mínútum sem gestirnir höfðu hann. vísir/daníel þór Valur vann KR, 2-1, í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á föstudagskvöldið en danski framherjinn Tobias Thomsen, sem spilaði með KR í fyrra, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Pálmi Rafn Pálmason var hársbreidd frá því að tryggja KR-ingum eitt stig þegar að hann jafnaði metin í 1-1 í byrjun uppbótartímans en vesturbæjarstórveldið fékk kalda tusku í andlitið í næstu sókn heimamanna. Þrátt fyrir naumt tap á síðustu andartökum leiksins voru Valsmenn töluvert betri aðilinn og voru með boltann 69 prósent af leiknum en KR 31 prósent.Tölfræðifyrirtækið InStat tekur saman mjög ítarlega tölfræði fyrir öll félögin eftir hvern leik en í skýrslunni eftir þennan leik kemur fram að Valur var í 36 mínútur og 37 sekúndur með boltann. Aðeins Stjarnan var meira með boltann í umferðinni eða sekúndu meira en Valsmenn. KR-liðið var aðeins með boltann í 16 mínútur og 26 sekúndur, langminnst allra liða í umferðinni. Víkingar voru næst minnst með boltann eða 21 mínútu á móti Fylki en höfðu hann þó í 47 prósent af leiknum. Boltinn var reyndar bara í leik í tæpar 45 mínútur í þeim leik. KR-ingar áttu einnig lang fæstar sendingar allra liða í umferðinni eða 278, þar af 173 heppnaðar eða 62 prósent. KR-liðið reyndi fæstar sendingar, var með fæstar heppnaðar og verstu sendingaprósentuna.Valsmenn voru aftur á móti með 563 heppnaðar sendingar af 677 og kláruðu 83 prósent sendinga sinna. Yfirburðirnir gríðarlegir á Valsvellinum á föstudagskvöldið. Íslandsmeistararnir voru ekki bara yfir í fagurfræðinni heldur einnig í baráttunni. Valsmenn fóru í flest návígi/pressu allra liða deildarinnar í umfeðrinni eða 182 og unnu 111 af þeim eða 62 prósent sem var hæsta hlutfall umferðarinnar. Þarna voru KR-ingar á botninum þegar kom að heppnuðum návígum en þeir unnu 71 af 182 eða 39 prósent. Næstir komu KA-menn sem unnu baráttu um boltann í 42 prósent skipta sem að þeir fóru í návígi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna. 27. apríl 2018 22:16 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Tobias hetjan eftir lygilegar lokamínútur Valur vann KR á ótrúlegan hátt en niðurstaðan 2-1. Tvö mörk litu dagsins ljós í uppbótartíma. Ótrúlegar lokamínútur. 27. apríl 2018 22:45 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Valur vann KR, 2-1, í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á föstudagskvöldið en danski framherjinn Tobias Thomsen, sem spilaði með KR í fyrra, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Pálmi Rafn Pálmason var hársbreidd frá því að tryggja KR-ingum eitt stig þegar að hann jafnaði metin í 1-1 í byrjun uppbótartímans en vesturbæjarstórveldið fékk kalda tusku í andlitið í næstu sókn heimamanna. Þrátt fyrir naumt tap á síðustu andartökum leiksins voru Valsmenn töluvert betri aðilinn og voru með boltann 69 prósent af leiknum en KR 31 prósent.Tölfræðifyrirtækið InStat tekur saman mjög ítarlega tölfræði fyrir öll félögin eftir hvern leik en í skýrslunni eftir þennan leik kemur fram að Valur var í 36 mínútur og 37 sekúndur með boltann. Aðeins Stjarnan var meira með boltann í umferðinni eða sekúndu meira en Valsmenn. KR-liðið var aðeins með boltann í 16 mínútur og 26 sekúndur, langminnst allra liða í umferðinni. Víkingar voru næst minnst með boltann eða 21 mínútu á móti Fylki en höfðu hann þó í 47 prósent af leiknum. Boltinn var reyndar bara í leik í tæpar 45 mínútur í þeim leik. KR-ingar áttu einnig lang fæstar sendingar allra liða í umferðinni eða 278, þar af 173 heppnaðar eða 62 prósent. KR-liðið reyndi fæstar sendingar, var með fæstar heppnaðar og verstu sendingaprósentuna.Valsmenn voru aftur á móti með 563 heppnaðar sendingar af 677 og kláruðu 83 prósent sendinga sinna. Yfirburðirnir gríðarlegir á Valsvellinum á föstudagskvöldið. Íslandsmeistararnir voru ekki bara yfir í fagurfræðinni heldur einnig í baráttunni. Valsmenn fóru í flest návígi/pressu allra liða deildarinnar í umfeðrinni eða 182 og unnu 111 af þeim eða 62 prósent sem var hæsta hlutfall umferðarinnar. Þarna voru KR-ingar á botninum þegar kom að heppnuðum návígum en þeir unnu 71 af 182 eða 39 prósent. Næstir komu KA-menn sem unnu baráttu um boltann í 42 prósent skipta sem að þeir fóru í návígi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna. 27. apríl 2018 22:16 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Tobias hetjan eftir lygilegar lokamínútur Valur vann KR á ótrúlegan hátt en niðurstaðan 2-1. Tvö mörk litu dagsins ljós í uppbótartíma. Ótrúlegar lokamínútur. 27. apríl 2018 22:45 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna. 27. apríl 2018 22:16
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Tobias hetjan eftir lygilegar lokamínútur Valur vann KR á ótrúlegan hátt en niðurstaðan 2-1. Tvö mörk litu dagsins ljós í uppbótartíma. Ótrúlegar lokamínútur. 27. apríl 2018 22:45