Þreföldun Miklubrautar frá Tjörninni að Þjóðvegi eitt Tryggvi Helgason skrifar 30. apríl 2018 22:32 Miklabrautin er ein aðal umferðaræð Reykjavíkur, sem og nálægra bæja. Ég las frétt á Vísir, (15, feb. 2018), með fyrirsögninni, „Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni”. Á myndinni sem fylgir fréttinni, sést mjög vel yfir Miklubrautina sunnan Hringbrautar, (Sjá mynd með fréttinni). Að mínu mati, þá sýnir myndin jafnframt hversu auðvelt það er, að ráða bót á þessum vandamálum; - sem eru þrengsli og miklar tafir í umferðinni, - og þá jafnframt hvernig megi greiða mjög vel fyrir allri umferð um Miklubrautina, og þá trúlega á bestan og jafnframt ódýrastan hátt. Myndin sýnir, að bakkinn milli gagnstæðra brauta er fyllilega, nægilega breiður fyrir eina akrein til viðbótar í hvora átt. Miklubrautina er því auðveldlega hægt að breikka, á þann veginn í þrjár akreinar í hvora átt, á þessum kafla og þá jafnframt, að aðskilja austur-vestur brautirnar, sennilega með um eins metra háum steinsteyptum vegg á miðlínunni. Þessar þrjár akreinar í hvora átt, er hægt að leggja, (eða framlengja), alla leið frá Lækjargötu, (eða Suðurgötu), og þar til kemur að þjóðvegi “1”, þar sem sá vegur fer áleiðis til Mosfellsbæjar. Þessu til viðbótar, þá þarf að sjálfsögðu, malbikaða vegaröxl í fullri bílbreidd hægra megin, (sem öryggisrein). Þá þarf einnig að gera auka akreinar fyrir beygjur til hægri nálægt vegbrúnum, eina eða tvær eftir kringumstæðum, sem og útskot fyrir strætisvagna við biðskýli. Sennileg kæmi best út, að Miklabrautin væri lögð, á öllum stöðum, yfir hliðarbrautina, en hitt er líka hægt að gera, það er að Miklabrautin kæmi undir hliðarbrautina, og þá jafnvel eitthvað niðurgrafin, en hliðargatan þá lögð á brú yfir Miklubrautina. En svona nokkuð ræðst algjörlega af kringumstæðunum við hver gatnamót. Á allri þessari leið verði engin umferðarljós, - (það er á aðalveginum, sjálfri Miklubrautinni), - en að öll hliðarumferð tengist inn og út af Miklubrautinni með vegbrúnum, (mislægum gatnamótum). Allri hliðarumferð muni þá jafnframt verða stýrt með umferðarljósum. Þar með þá þarf ekki hringbeygjur við vegbrýrnar. Sennilega þarf að bæta við tveimur, kannski þrem vegbrúm, á þessari leið, en þar á milli verði lagður einfaldur hliðarvegur, með fram aðalveginum, fyrir umferð til og frá hliðargötunum, að næstu vegbrú. Hvað þetta muni kosta er erfitt að giska á, en ég er sannfærður um, að þetta muni ekki kosta nema brot af því, sem það myndi kosta að leggja Miklubrautina í stokk. Og þá er ég jafnframt sannfærður um það, að þessi lausn er miklum mun betri og hagkvæmari, heldur en aðrar hugmyndir eða lausnir, og að allir vegfarendur, - sem og allir íbúar sem eiga heima í grennd við Miklubrautina, - verði miklum mun ánægðari með þessa lausn, fremur en eitthvað annað, eins og það til dæmis, að leggja veginn í stokk. Miðað við lauslega mælingu, þá sýnist mér að þessi leið sé um 9 km. löng og miðað við 90 km. hámarkshraða, þá myndi taka 6 til 10 mínútur, að aka þessa leið á venjulegum degi. Þar sem nú eru að nálgast kosningar, þá datt mér í hug að skjóta þessu hér inn, ef ske kynni að einhverjir af frambjóðendunum hefðu svipaðar skoðanir, og þá er þeim jafnframt velkomið að nýta sér þessar upplýsingar, á þann veg sem þeim best hentar.Höfundur er flugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Miklabrautin er ein aðal umferðaræð Reykjavíkur, sem og nálægra bæja. Ég las frétt á Vísir, (15, feb. 2018), með fyrirsögninni, „Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni”. Á myndinni sem fylgir fréttinni, sést mjög vel yfir Miklubrautina sunnan Hringbrautar, (Sjá mynd með fréttinni). Að mínu mati, þá sýnir myndin jafnframt hversu auðvelt það er, að ráða bót á þessum vandamálum; - sem eru þrengsli og miklar tafir í umferðinni, - og þá jafnframt hvernig megi greiða mjög vel fyrir allri umferð um Miklubrautina, og þá trúlega á bestan og jafnframt ódýrastan hátt. Myndin sýnir, að bakkinn milli gagnstæðra brauta er fyllilega, nægilega breiður fyrir eina akrein til viðbótar í hvora átt. Miklubrautina er því auðveldlega hægt að breikka, á þann veginn í þrjár akreinar í hvora átt, á þessum kafla og þá jafnframt, að aðskilja austur-vestur brautirnar, sennilega með um eins metra háum steinsteyptum vegg á miðlínunni. Þessar þrjár akreinar í hvora átt, er hægt að leggja, (eða framlengja), alla leið frá Lækjargötu, (eða Suðurgötu), og þar til kemur að þjóðvegi “1”, þar sem sá vegur fer áleiðis til Mosfellsbæjar. Þessu til viðbótar, þá þarf að sjálfsögðu, malbikaða vegaröxl í fullri bílbreidd hægra megin, (sem öryggisrein). Þá þarf einnig að gera auka akreinar fyrir beygjur til hægri nálægt vegbrúnum, eina eða tvær eftir kringumstæðum, sem og útskot fyrir strætisvagna við biðskýli. Sennileg kæmi best út, að Miklabrautin væri lögð, á öllum stöðum, yfir hliðarbrautina, en hitt er líka hægt að gera, það er að Miklabrautin kæmi undir hliðarbrautina, og þá jafnvel eitthvað niðurgrafin, en hliðargatan þá lögð á brú yfir Miklubrautina. En svona nokkuð ræðst algjörlega af kringumstæðunum við hver gatnamót. Á allri þessari leið verði engin umferðarljós, - (það er á aðalveginum, sjálfri Miklubrautinni), - en að öll hliðarumferð tengist inn og út af Miklubrautinni með vegbrúnum, (mislægum gatnamótum). Allri hliðarumferð muni þá jafnframt verða stýrt með umferðarljósum. Þar með þá þarf ekki hringbeygjur við vegbrýrnar. Sennilega þarf að bæta við tveimur, kannski þrem vegbrúm, á þessari leið, en þar á milli verði lagður einfaldur hliðarvegur, með fram aðalveginum, fyrir umferð til og frá hliðargötunum, að næstu vegbrú. Hvað þetta muni kosta er erfitt að giska á, en ég er sannfærður um, að þetta muni ekki kosta nema brot af því, sem það myndi kosta að leggja Miklubrautina í stokk. Og þá er ég jafnframt sannfærður um það, að þessi lausn er miklum mun betri og hagkvæmari, heldur en aðrar hugmyndir eða lausnir, og að allir vegfarendur, - sem og allir íbúar sem eiga heima í grennd við Miklubrautina, - verði miklum mun ánægðari með þessa lausn, fremur en eitthvað annað, eins og það til dæmis, að leggja veginn í stokk. Miðað við lauslega mælingu, þá sýnist mér að þessi leið sé um 9 km. löng og miðað við 90 km. hámarkshraða, þá myndi taka 6 til 10 mínútur, að aka þessa leið á venjulegum degi. Þar sem nú eru að nálgast kosningar, þá datt mér í hug að skjóta þessu hér inn, ef ske kynni að einhverjir af frambjóðendunum hefðu svipaðar skoðanir, og þá er þeim jafnframt velkomið að nýta sér þessar upplýsingar, á þann veg sem þeim best hentar.Höfundur er flugmaður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar