Kalkúnar og kjúklingar Þórlindur Kjartansson skrifar 20. apríl 2018 07:00 Þegar kalkúnn er eldaður í ofni þarf einkum að taka tillit til þriggja þátta; hitastigs í ofninum, eldunartíma og þyngdar fuglsins. Flestar ráðleggingar sem ég hef séð eru á þá leið að hitastigið í ofninum sé fest í kringum 160 gráður, en eldunartíminn ráðist af þyngd fuglsins. Ef kokkurinn lendir í tímahraki er sá möguleiki fyrir hendi að hækka hitann, og spara þannig tíma—og eins má lækka hitann tímabundið til þess að lengja eldunartímann ef það hentar betur. Þótt ungu fólki sé oftar líkt við kjúklinga heldur en kalkúna má segja að svipuð sjónarmið komi til álita þegar skólaganga þess er skipulögð. Ætlast er til að nemendur tileinki sér ákveðin fræði og færni (þyngd fuglsins), til þess þarf tiltekið marga skóladaga (eldunartíminn) þar sem álagið á nemendur er stillt eftir þörfum (hitastigið). Ef kennsludögum fækkar þarf að bæta upp vinnutapið með auknu álagi aðra daga; og eins má draga úr álaginu ef ætlunin er að teygja námið yfir lengri tíma.Virkar styttingin? Nýlega hafa komið fram ýmsar áhyggjuraddir varðandi afleiðingar þess að framhaldsskólanám á Íslandi var stytt úr fjórum árum í þrjú. Forsvarsmenn nemenda og kennara fullyrða að þátttaka nemenda í félagsstarfi og áhugamálum—eins og listsköpun og íþróttum—hafi minnkað verulega vegna aukins álags í náminu. Þar að auki benda báðir hópar á að hinu aukna álagi hafi fylgt stress og kvíði sem hugsanlega eigi þátt í þeirri alvarlegu óheillaþróun sem er aukin geðheilsutengd vandamál ungmenna. Þessu til viðbótar hafa heyrst miklar efasemdaraddir úr háskólasamfélaginu, þar sem því er haldið fram að styttingin leiði til þess að nemendur fái verri undirbúning en áður fyrir áframhaldandi nám. Semsagt, vísbendingar eru uppi um að stytting framhaldsskólans sé að leiða af sér takmörkuð lífsgæði fyrir nemendur, dragi úr vilja þeirra og getu til þess að stunda skapandi áhugamál—og undirbúi þau þar að auki verr fyrir áframhaldandi skólagöngu. Þetta eru ekki léttvægar áhyggjur. Litlir kassar Þegar ákvörðun var tekin um að stytta framhaldsskólanámið var það gert eftir ára- eða áratugalangan þrýsting. Kannski varð ekki hjá því komist að gera þessa tilraun. Markmiðið var að koma fólki fyrr út í framhaldsnám, og þar með fyrr út á vinnumarkaðinn. Það kvað vera sérdeilis óhagkvæmt að láta íslensk ungmenni slóra til tvítugs í framhaldsskólskóla á meðan annarra þjóða ungmenni hófu háskólanám ári fyrr eða tveimur. Það virðist við fyrstu sýn hið besta mál að nýta betur tímann í skólastofunum; allt slugs og slóðagangur ungmenna hlýtur að vera þyrnir í augum sómakærs fólks. Er það ekki tilgangur skólans að tryggja að ungmenni læri og tileinki sér alls konar vitneskju og kunnáttu svo þau umbreytist smám saman úr því að vera gagnslaus börn og verði nytsamir þjóðfélagsþegnar—þarf ekki að móta þau, slípa og smyrja svo þau falli mátulega inn í gangverk efnahagslífsins og geti orðið áreiðanleg tannhjól atvinnulífs og iðnaðar? Út frá þessu sjónarhorni væri það fagnaðarefni að ungmenni nýttu framhaldsskólaárin sín til þess að snúa baki við barnalegum æskudraumum; að þau leggi fiðluna, fótboltaskóna og fluguhnýtingarbúnaðinn á hilluna; en sökkvi sér þess í stað—alvörugefin og einbeitt—ofan í afturbeygðar þýskar sagnir, hornafalladiffrun og fjármálalæsi—þangað til þau verða læknar og lögfræðingar og Landsbankastjórnendur. Að verða manneskja En getur verið að tilgangur skólans sé ekki bara að hjálpa okkur að læra hluti, heldur líka—og kannski fyrst og fremst—að hjálpa okkur að læra að vera manneskjur? Á framhaldsskólaárunum gerast nefnilega merkilegir hlutir. Árin, sem líða á milli þess að fólk breytist líkamlega úr barni í fullveðja einstakling og þangað til það nær andlegum og vitsmunalegum þroska fullorðinna, eru einstakur mótunartími í lífinu. Á þessum árum finnur fólk til þess að geta gert hluti upp á eigin spýtur. Það byrjar að skapa listaverk sem verðskulda raunverulega aðdáun (ekki bara miðað við aldur), það byrjar að geta keppt við fullorðna í íþróttum, það fer að geta staðið óstutt að skipulagi alls kyns viðburða, útgáfu og alls kyns annarri frumkvöðlastarfsemi. Á þessum árum er fólk móttækilegt fyrir alls konar hugmyndum, stefnum og straumum—og það sem kannski er mikilvægast af öllu, það lærir að lifa í mennskum heimi þar sem fólk er breyskt, þar sem ástin felur í sér bæði gleði og sorg; þar sem vinirnir reynast stundum vel og stundum illa, þar sem maður þarf að læra bæði að muna og gleyma—og fyrirgefa og halda sínu striki. Aldrei hef ég skilið af hverju það er sérstakt keppikefli að stytta þetta tímabil í lífi fólks. Vélmennin koma Það er á þessum síðustu táningsárum sem fólk þróar með sér einmitt þá hæfileika sem taldir eru mikilvægastir í samfélagi framtíðarinnar. Það eru störf og hlutverk sem byggjast á mannlegum skilningi og sköpunarkrafti sem munu standa eftir þegar vélmennin eru farin að sinna flestu öðru. Og það eru einmitt þessir eiginleikar sem þroskast hvað best í skólum, þótt þeir séu ekki kenndir í skólastofum. Þessi þroski tekur tíma. Það er nefnilega alveg nákvæmlega eins með mannlega kjúklinga í skólum og kalkúninn í ofninum; það er kannski hægt að flýta örlítið fyrir þroskanum með því að hækka hita og álag, en það bitnar óhjákvæmilega á gæðunum. Það er enginn vafi á því að hægt er að fullelda kalkún á mjög stuttum tíma með því að henda honum inn í þúsund gráðu heitan ofn—en það er hætt við að afraksturinn yrði algjörlega ónýtur. Sumir hlutir verða einfaldlega að fá að taka sinn tíma, sérstaklega ef það skiptir miklu máli að niðurstaðan sé góð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar kalkúnn er eldaður í ofni þarf einkum að taka tillit til þriggja þátta; hitastigs í ofninum, eldunartíma og þyngdar fuglsins. Flestar ráðleggingar sem ég hef séð eru á þá leið að hitastigið í ofninum sé fest í kringum 160 gráður, en eldunartíminn ráðist af þyngd fuglsins. Ef kokkurinn lendir í tímahraki er sá möguleiki fyrir hendi að hækka hitann, og spara þannig tíma—og eins má lækka hitann tímabundið til þess að lengja eldunartímann ef það hentar betur. Þótt ungu fólki sé oftar líkt við kjúklinga heldur en kalkúna má segja að svipuð sjónarmið komi til álita þegar skólaganga þess er skipulögð. Ætlast er til að nemendur tileinki sér ákveðin fræði og færni (þyngd fuglsins), til þess þarf tiltekið marga skóladaga (eldunartíminn) þar sem álagið á nemendur er stillt eftir þörfum (hitastigið). Ef kennsludögum fækkar þarf að bæta upp vinnutapið með auknu álagi aðra daga; og eins má draga úr álaginu ef ætlunin er að teygja námið yfir lengri tíma.Virkar styttingin? Nýlega hafa komið fram ýmsar áhyggjuraddir varðandi afleiðingar þess að framhaldsskólanám á Íslandi var stytt úr fjórum árum í þrjú. Forsvarsmenn nemenda og kennara fullyrða að þátttaka nemenda í félagsstarfi og áhugamálum—eins og listsköpun og íþróttum—hafi minnkað verulega vegna aukins álags í náminu. Þar að auki benda báðir hópar á að hinu aukna álagi hafi fylgt stress og kvíði sem hugsanlega eigi þátt í þeirri alvarlegu óheillaþróun sem er aukin geðheilsutengd vandamál ungmenna. Þessu til viðbótar hafa heyrst miklar efasemdaraddir úr háskólasamfélaginu, þar sem því er haldið fram að styttingin leiði til þess að nemendur fái verri undirbúning en áður fyrir áframhaldandi nám. Semsagt, vísbendingar eru uppi um að stytting framhaldsskólans sé að leiða af sér takmörkuð lífsgæði fyrir nemendur, dragi úr vilja þeirra og getu til þess að stunda skapandi áhugamál—og undirbúi þau þar að auki verr fyrir áframhaldandi skólagöngu. Þetta eru ekki léttvægar áhyggjur. Litlir kassar Þegar ákvörðun var tekin um að stytta framhaldsskólanámið var það gert eftir ára- eða áratugalangan þrýsting. Kannski varð ekki hjá því komist að gera þessa tilraun. Markmiðið var að koma fólki fyrr út í framhaldsnám, og þar með fyrr út á vinnumarkaðinn. Það kvað vera sérdeilis óhagkvæmt að láta íslensk ungmenni slóra til tvítugs í framhaldsskólskóla á meðan annarra þjóða ungmenni hófu háskólanám ári fyrr eða tveimur. Það virðist við fyrstu sýn hið besta mál að nýta betur tímann í skólastofunum; allt slugs og slóðagangur ungmenna hlýtur að vera þyrnir í augum sómakærs fólks. Er það ekki tilgangur skólans að tryggja að ungmenni læri og tileinki sér alls konar vitneskju og kunnáttu svo þau umbreytist smám saman úr því að vera gagnslaus börn og verði nytsamir þjóðfélagsþegnar—þarf ekki að móta þau, slípa og smyrja svo þau falli mátulega inn í gangverk efnahagslífsins og geti orðið áreiðanleg tannhjól atvinnulífs og iðnaðar? Út frá þessu sjónarhorni væri það fagnaðarefni að ungmenni nýttu framhaldsskólaárin sín til þess að snúa baki við barnalegum æskudraumum; að þau leggi fiðluna, fótboltaskóna og fluguhnýtingarbúnaðinn á hilluna; en sökkvi sér þess í stað—alvörugefin og einbeitt—ofan í afturbeygðar þýskar sagnir, hornafalladiffrun og fjármálalæsi—þangað til þau verða læknar og lögfræðingar og Landsbankastjórnendur. Að verða manneskja En getur verið að tilgangur skólans sé ekki bara að hjálpa okkur að læra hluti, heldur líka—og kannski fyrst og fremst—að hjálpa okkur að læra að vera manneskjur? Á framhaldsskólaárunum gerast nefnilega merkilegir hlutir. Árin, sem líða á milli þess að fólk breytist líkamlega úr barni í fullveðja einstakling og þangað til það nær andlegum og vitsmunalegum þroska fullorðinna, eru einstakur mótunartími í lífinu. Á þessum árum finnur fólk til þess að geta gert hluti upp á eigin spýtur. Það byrjar að skapa listaverk sem verðskulda raunverulega aðdáun (ekki bara miðað við aldur), það byrjar að geta keppt við fullorðna í íþróttum, það fer að geta staðið óstutt að skipulagi alls kyns viðburða, útgáfu og alls kyns annarri frumkvöðlastarfsemi. Á þessum árum er fólk móttækilegt fyrir alls konar hugmyndum, stefnum og straumum—og það sem kannski er mikilvægast af öllu, það lærir að lifa í mennskum heimi þar sem fólk er breyskt, þar sem ástin felur í sér bæði gleði og sorg; þar sem vinirnir reynast stundum vel og stundum illa, þar sem maður þarf að læra bæði að muna og gleyma—og fyrirgefa og halda sínu striki. Aldrei hef ég skilið af hverju það er sérstakt keppikefli að stytta þetta tímabil í lífi fólks. Vélmennin koma Það er á þessum síðustu táningsárum sem fólk þróar með sér einmitt þá hæfileika sem taldir eru mikilvægastir í samfélagi framtíðarinnar. Það eru störf og hlutverk sem byggjast á mannlegum skilningi og sköpunarkrafti sem munu standa eftir þegar vélmennin eru farin að sinna flestu öðru. Og það eru einmitt þessir eiginleikar sem þroskast hvað best í skólum, þótt þeir séu ekki kenndir í skólastofum. Þessi þroski tekur tíma. Það er nefnilega alveg nákvæmlega eins með mannlega kjúklinga í skólum og kalkúninn í ofninum; það er kannski hægt að flýta örlítið fyrir þroskanum með því að hækka hita og álag, en það bitnar óhjákvæmilega á gæðunum. Það er enginn vafi á því að hægt er að fullelda kalkún á mjög stuttum tíma með því að henda honum inn í þúsund gráðu heitan ofn—en það er hætt við að afraksturinn yrði algjörlega ónýtur. Sumir hlutir verða einfaldlega að fá að taka sinn tíma, sérstaklega ef það skiptir miklu máli að niðurstaðan sé góð.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun