Úrræði fyrir börn í fíknivanda Ásmundur Einar Daðason skrifar 20. apríl 2018 07:00 Undirritaður hefur lagt mikla áherslu á málefni barna og í undirbúningi er vinna sem miðar að því að gera breytingar á velferðarkerfinu til að styrkja stöðu barna auk þess að endurskoða barnaverndarlögin. Eitt þeirra atriða sem þarf að skoða í þessari vinnu er umgjörðin sem við höfum þegar kemur að börnum í fíknivanda. Ég hef átt fjölda funda með aðilum sem þessu tengjast og þar má t.d. nefna Barnaverndarstofu, barnaverndarnefndir, Olnbogabörn (samtök aðstandenda barna með fíknivanda) auk fjölda einstaklinga. Þetta samtal hefur verið mikilvægt enda verða öll sjónarmið að heyrast þegar þessi mál eru annars vegar. Eftir þetta samtal er ljóst að þessi mál verða að vinnast hraðar heldur en áætlað er varðandi endurskoðun barnaverndarlaga.Nýtt úrræði á lokametrum Það hefur verið í vinnslu að setja á fót nýtt tilraunaverkefni Barnaverndarstofu fyrir eftirmeðferð barna sem hafa áður verið vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og eftir atvikum einnig á sjúkrastofnunum vegna alvarlegs fíknivanda og eiga erfitt með að yfirfæra meðferðarárangur á heimaslóðir eða fósturheimili. Þessi börn þurfa mun hægari aðlögun út í samfélagið en almennt tíðkast eftir dvöl á meðferðarheimili og þörfum þeirra verður ekki sinnt með endurteknum vistunum á meðferðarheimilum. Í góðu samstarfi ofangreindra aðila er vinnsla þessa á lokastigum og var verkefnið kynnt í ríkisstjórn í síðustu viku. Samhliða þessu verkefni verður farið í vinnu við að kortleggja og skoða þau meðferðarúrræði sem í boði eru og meta hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera. Ætlunin er að tillögur þeirrar vinnu liggi fyrir innan tveggja mánaða. Þar verði m.a. skoðað hvort ástæða sé til að aldursskipta og kynjaskipta meðferðarúrræðum meira en nú er gert. Það er ekki einungis samfélagslega mikilvægt að við bregðumst við þegar börn eiga í vanda, það er einnig þjóðhagslega mikilvægt. Börn eru það dýrmætasta sem samfélagið á og er fjárfesting í þeim besta fjárfestingin.Höfundur er félagsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur lagt mikla áherslu á málefni barna og í undirbúningi er vinna sem miðar að því að gera breytingar á velferðarkerfinu til að styrkja stöðu barna auk þess að endurskoða barnaverndarlögin. Eitt þeirra atriða sem þarf að skoða í þessari vinnu er umgjörðin sem við höfum þegar kemur að börnum í fíknivanda. Ég hef átt fjölda funda með aðilum sem þessu tengjast og þar má t.d. nefna Barnaverndarstofu, barnaverndarnefndir, Olnbogabörn (samtök aðstandenda barna með fíknivanda) auk fjölda einstaklinga. Þetta samtal hefur verið mikilvægt enda verða öll sjónarmið að heyrast þegar þessi mál eru annars vegar. Eftir þetta samtal er ljóst að þessi mál verða að vinnast hraðar heldur en áætlað er varðandi endurskoðun barnaverndarlaga.Nýtt úrræði á lokametrum Það hefur verið í vinnslu að setja á fót nýtt tilraunaverkefni Barnaverndarstofu fyrir eftirmeðferð barna sem hafa áður verið vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og eftir atvikum einnig á sjúkrastofnunum vegna alvarlegs fíknivanda og eiga erfitt með að yfirfæra meðferðarárangur á heimaslóðir eða fósturheimili. Þessi börn þurfa mun hægari aðlögun út í samfélagið en almennt tíðkast eftir dvöl á meðferðarheimili og þörfum þeirra verður ekki sinnt með endurteknum vistunum á meðferðarheimilum. Í góðu samstarfi ofangreindra aðila er vinnsla þessa á lokastigum og var verkefnið kynnt í ríkisstjórn í síðustu viku. Samhliða þessu verkefni verður farið í vinnu við að kortleggja og skoða þau meðferðarúrræði sem í boði eru og meta hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera. Ætlunin er að tillögur þeirrar vinnu liggi fyrir innan tveggja mánaða. Þar verði m.a. skoðað hvort ástæða sé til að aldursskipta og kynjaskipta meðferðarúrræðum meira en nú er gert. Það er ekki einungis samfélagslega mikilvægt að við bregðumst við þegar börn eiga í vanda, það er einnig þjóðhagslega mikilvægt. Börn eru það dýrmætasta sem samfélagið á og er fjárfesting í þeim besta fjárfestingin.Höfundur er félagsmálaráðherra
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun