Kreddur Hörður Ægisson skrifar 20. apríl 2018 10:00 Rekstrarskilyrði í íslensku atvinnulífi hafa versnað til muna á síðustu árum. Mörg fyrirtæki, einkum þau sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum, sjá fram á tímabil hagræðingar og uppsagna. Launa- kostnaður hefur aukist um tugi prósenta og raungengið er í hæstu hæðum. Þótt síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi ekki hleypt verðbólgunni af stað, eins og margir óttuðust réttilega, þá reyndust þeir dýrkeyptir. Afleiðingin er brothætt samkeppnisstaða gagnvart okkar nágrannaríkjum. Þetta er sú mynd sem við blasir, núna þegar styttist í gerð næstu kjarasamninga. Niðurstaða þeirra mun ráða miklu um framvindu efnahagsmála. Ætlum við að læra af reynslu Norðurlandanna? Fáir munu þora að veðja á það. Þar ríkir sameiginlegur skilningur á því hjá aðilum á vinnumarkaði, að minnsta kosti meiri en þekkist hérlendis, að laun verði ekki ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þau hljóta þannig ávallt að taka mið af stöðu útflutningsgreina landsins. Ljóst má vera að atvinnulífið stendur ekki undir enn meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Þetta á auðvitað ekki að þarfnast útskýringa. Laun hafa hækkað, mælt í sömu mynt, um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands. Hlutfall launa af landsframleiðslu er það hæsta á Norðurlöndum. Í ræðu sinni á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í vikunni rakti Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, það hvernig frændþjóðir okkar hafa staðið að gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Þar er fátt sem hægt er að heimfæra upp á Íslandi. Þannig hafa launahækkanir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku að jafnaði verið á bilinu um 2 til 3 prósent á ári. Í stað þess að semja um miklar nafnlaunahækkanir, eins og hefur jafnan tíðkast á Íslandi, er markmiðið þar fremur að kaupmáttur aukist jafnt og þétt, ár frá ári, á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. Þeir sem kalla eftir meiri efnahagsstöðugleika hljóta því að vilja feta í fótspor Norðurlandanna í þessum efnum. Sá breiði hugmyndafræðilegi samhljómur sem einkennir önnur ríki á Norðurlöndum hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Þetta á ekki aðeins við í málefnum vinnumarkaðarins. Engin samstaða virðist meðal annars vera um hvernig eigi að fjármagna brýna uppbyggingu í innviðum fyrir hundruð milljarða enda þótt allir séu sammála um nauðsyn þess að ráðast í slíkar fjárfestingar. Ólíkt því sem þekkist í nágrannaríkjum okkar eru nánast allir innviðir landsins í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Þetta þarf að breytast. Ríkið hefur ekki bolmagn, frekar en á mörgum öðrum sviðum, til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, innlendra sem erlendra, er í senn nauðsynleg og æskileg. Vandinn er hins vegar pólitískar kreddur og sú andstaða sem birtist í opinberri umræðu gagnvart einkaframtakinu. Það er sótt að markaðshagkerfinu um þessar mundir og til lengri tíma litið eru það kannski alvarlegustu afleiðingar fjármálahrunsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Rekstrarskilyrði í íslensku atvinnulífi hafa versnað til muna á síðustu árum. Mörg fyrirtæki, einkum þau sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum, sjá fram á tímabil hagræðingar og uppsagna. Launa- kostnaður hefur aukist um tugi prósenta og raungengið er í hæstu hæðum. Þótt síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi ekki hleypt verðbólgunni af stað, eins og margir óttuðust réttilega, þá reyndust þeir dýrkeyptir. Afleiðingin er brothætt samkeppnisstaða gagnvart okkar nágrannaríkjum. Þetta er sú mynd sem við blasir, núna þegar styttist í gerð næstu kjarasamninga. Niðurstaða þeirra mun ráða miklu um framvindu efnahagsmála. Ætlum við að læra af reynslu Norðurlandanna? Fáir munu þora að veðja á það. Þar ríkir sameiginlegur skilningur á því hjá aðilum á vinnumarkaði, að minnsta kosti meiri en þekkist hérlendis, að laun verði ekki ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þau hljóta þannig ávallt að taka mið af stöðu útflutningsgreina landsins. Ljóst má vera að atvinnulífið stendur ekki undir enn meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Þetta á auðvitað ekki að þarfnast útskýringa. Laun hafa hækkað, mælt í sömu mynt, um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands. Hlutfall launa af landsframleiðslu er það hæsta á Norðurlöndum. Í ræðu sinni á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í vikunni rakti Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, það hvernig frændþjóðir okkar hafa staðið að gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Þar er fátt sem hægt er að heimfæra upp á Íslandi. Þannig hafa launahækkanir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku að jafnaði verið á bilinu um 2 til 3 prósent á ári. Í stað þess að semja um miklar nafnlaunahækkanir, eins og hefur jafnan tíðkast á Íslandi, er markmiðið þar fremur að kaupmáttur aukist jafnt og þétt, ár frá ári, á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. Þeir sem kalla eftir meiri efnahagsstöðugleika hljóta því að vilja feta í fótspor Norðurlandanna í þessum efnum. Sá breiði hugmyndafræðilegi samhljómur sem einkennir önnur ríki á Norðurlöndum hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Þetta á ekki aðeins við í málefnum vinnumarkaðarins. Engin samstaða virðist meðal annars vera um hvernig eigi að fjármagna brýna uppbyggingu í innviðum fyrir hundruð milljarða enda þótt allir séu sammála um nauðsyn þess að ráðast í slíkar fjárfestingar. Ólíkt því sem þekkist í nágrannaríkjum okkar eru nánast allir innviðir landsins í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Þetta þarf að breytast. Ríkið hefur ekki bolmagn, frekar en á mörgum öðrum sviðum, til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, innlendra sem erlendra, er í senn nauðsynleg og æskileg. Vandinn er hins vegar pólitískar kreddur og sú andstaða sem birtist í opinberri umræðu gagnvart einkaframtakinu. Það er sótt að markaðshagkerfinu um þessar mundir og til lengri tíma litið eru það kannski alvarlegustu afleiðingar fjármálahrunsins.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun