Tveir festust eftir hrakfarir Grímkels Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2018 06:05 Grímkell er köttur - rétt eins og þessi hér. Vísir/Getty Lögreglan þurfti að taka á honum stóra sínum í gærkvöldi þegar henni barst tilkynning um kött í sjálfheldu. Kötturinn Grímkell hafði þá einhvern veginn komið sér út á eyju í syðstu tjörninni í Hljómskálagarðinum og sögðu vegfarendur að hann vældi óstjórnlega. Þegar lögreglumenn komu á vettvang á tíunda tímanum í gærkvöldi sáu þeir að fátt annað var í stöðunni en að vaða út í tjörnina og reyna að bjarga kettinum. Það tókst þó ekki betur en svo að lögreglumaðurinn, sem greinilega hefur dregið stysta stráið, festi sig í mikilli drullu á leiðinni og varð því að snúa til baka. Ákváðu lögreglumennirnir því að kalla á slökkviliðið því að þeim reyndist gjörsamlega ógerlegt að ná til Grímkels. Að sögn lögreglunnar mættu fjórir slökkviliðsmenn á vettvang og fór einn út í tjörnina í vöðlum. Hann, rétt eins og lögreglumaðurinn, festi sig líka. Var þá settur stigi yfir á eyjuna til að þess að slökkviliðsmaðurinn gæti komist að kettinum en þá „var næstum í óefni komið þegar slökkviliðsmaðurinn komst að kettinum því hann festist í drullu en náði að lokum að losa sig og koma kettinum óhultum af eyjunni,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Grímkell er þó sagður hafa verið „mjög blíður“ en „vældi mikið.“ Tilkynnandi tók svo við kettinum og lofaði að fara með Grímkel að heimili hans. Lögreglumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Lögreglan þurfti að taka á honum stóra sínum í gærkvöldi þegar henni barst tilkynning um kött í sjálfheldu. Kötturinn Grímkell hafði þá einhvern veginn komið sér út á eyju í syðstu tjörninni í Hljómskálagarðinum og sögðu vegfarendur að hann vældi óstjórnlega. Þegar lögreglumenn komu á vettvang á tíunda tímanum í gærkvöldi sáu þeir að fátt annað var í stöðunni en að vaða út í tjörnina og reyna að bjarga kettinum. Það tókst þó ekki betur en svo að lögreglumaðurinn, sem greinilega hefur dregið stysta stráið, festi sig í mikilli drullu á leiðinni og varð því að snúa til baka. Ákváðu lögreglumennirnir því að kalla á slökkviliðið því að þeim reyndist gjörsamlega ógerlegt að ná til Grímkels. Að sögn lögreglunnar mættu fjórir slökkviliðsmenn á vettvang og fór einn út í tjörnina í vöðlum. Hann, rétt eins og lögreglumaðurinn, festi sig líka. Var þá settur stigi yfir á eyjuna til að þess að slökkviliðsmaðurinn gæti komist að kettinum en þá „var næstum í óefni komið þegar slökkviliðsmaðurinn komst að kettinum því hann festist í drullu en náði að lokum að losa sig og koma kettinum óhultum af eyjunni,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Grímkell er þó sagður hafa verið „mjög blíður“ en „vældi mikið.“ Tilkynnandi tók svo við kettinum og lofaði að fara með Grímkel að heimili hans.
Lögreglumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira