Freyja segir mikilvægt að finna fyrir stuðningi í baráttu sinni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 21. apríl 2018 07:30 Freyja segist vera þakklát fyrir stuðning síðustu daga. Vísir/ Vilhelm Fullt var út úr dyrum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur, þroskaþjálfa og kynjafræðings, gegn Barnaverndarstofu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Freyja að 13 vitni hefðu komið fyrir dóminn, bæði frá sér og Barnaverndarstofu. Málið á sér langan aðdraganda. „Stefnan snýr að því að ég sæki um að gerast fósturforeldri árið 2014 og er samþykkt hjá sveitarfélagi. Í kjölfarið á maður með réttu að fara í frekara mat hjá Barnaverndarstofu sem felst í námskeiði. Þrátt fyrir að ég hafi uppfyllt öll skilyrði ákvað Barnaverndarstofa að hleypa mér ekki í frekara mat vegna þess að ég er fötluð og um það snýst málið,“ útskýrir Freyja. Freyja tekur það skýrt fram að málið snúist um málsmeðferðina en ekki beinan rétt hennar til þess að vera foreldri. Hún segir að krafa sín sé að dómurinn ógildi ákvörðun Barnaverndarstofu um að hún megi ekki halda áfram í ferlinu. Freyja byrjaði á að áfrýja ákvörðun Barnaverndarstofu til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi staðfest niðurstöðuna.Auður Tinna (til hægri), er annar lögmanna Freyju.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna Freyju, segir að í málinu reyni mest á jafnræðisregluna annars vegar og á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins hins vegar. Hún segir Barnaverndarstofu hafa neitað Freyju um frekara mat vegna skilyrða um almenna góða heilsu, öryggi og stöðugleika sem er að finna í 6. grein reglugerðar um fóstur. „Við byggjum á því í málinu að læknisvottorð og öll gögn málsins sýni að hún uppfyllir öll þessi skilyrði en Barnaverndarstofa telur ekkert skilyrðanna vera uppfyllt,“ bendir Auður Tinna á. Freyja segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarna daga. Fólk hefur meðal annars skipt út prófílmyndum sínum á Facebook til stuðnings Freyju. „Ég held að það hafi sýnt sig allra best við aðalmeðferðina því það var troðið út úr dyrum af stuðningsfólki og það komust ekki allir að sem vildu,“ segir Freyja þakklát. Hún segir það mikilvægt að finna fyrir stuðningi þegar barist er fyrir réttindum því það getur gengið nærri manni. Dómarar hafa fjórar til átta vikur til að skila dómi en Auður Tinna gerir sér vonir um að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Þegar Freyja er spurð um væntingar sínar til niðurstöðu dómsins segir hún það vera skyldu sína að vera vongóð. Hún hefði ekki farið í þetta ferli ef hún hefði ekki haft trú á að dæmt yrði henni í vil. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fullt var út úr dyrum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur, þroskaþjálfa og kynjafræðings, gegn Barnaverndarstofu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Freyja að 13 vitni hefðu komið fyrir dóminn, bæði frá sér og Barnaverndarstofu. Málið á sér langan aðdraganda. „Stefnan snýr að því að ég sæki um að gerast fósturforeldri árið 2014 og er samþykkt hjá sveitarfélagi. Í kjölfarið á maður með réttu að fara í frekara mat hjá Barnaverndarstofu sem felst í námskeiði. Þrátt fyrir að ég hafi uppfyllt öll skilyrði ákvað Barnaverndarstofa að hleypa mér ekki í frekara mat vegna þess að ég er fötluð og um það snýst málið,“ útskýrir Freyja. Freyja tekur það skýrt fram að málið snúist um málsmeðferðina en ekki beinan rétt hennar til þess að vera foreldri. Hún segir að krafa sín sé að dómurinn ógildi ákvörðun Barnaverndarstofu um að hún megi ekki halda áfram í ferlinu. Freyja byrjaði á að áfrýja ákvörðun Barnaverndarstofu til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi staðfest niðurstöðuna.Auður Tinna (til hægri), er annar lögmanna Freyju.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna Freyju, segir að í málinu reyni mest á jafnræðisregluna annars vegar og á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins hins vegar. Hún segir Barnaverndarstofu hafa neitað Freyju um frekara mat vegna skilyrða um almenna góða heilsu, öryggi og stöðugleika sem er að finna í 6. grein reglugerðar um fóstur. „Við byggjum á því í málinu að læknisvottorð og öll gögn málsins sýni að hún uppfyllir öll þessi skilyrði en Barnaverndarstofa telur ekkert skilyrðanna vera uppfyllt,“ bendir Auður Tinna á. Freyja segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarna daga. Fólk hefur meðal annars skipt út prófílmyndum sínum á Facebook til stuðnings Freyju. „Ég held að það hafi sýnt sig allra best við aðalmeðferðina því það var troðið út úr dyrum af stuðningsfólki og það komust ekki allir að sem vildu,“ segir Freyja þakklát. Hún segir það mikilvægt að finna fyrir stuðningi þegar barist er fyrir réttindum því það getur gengið nærri manni. Dómarar hafa fjórar til átta vikur til að skila dómi en Auður Tinna gerir sér vonir um að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Þegar Freyja er spurð um væntingar sínar til niðurstöðu dómsins segir hún það vera skyldu sína að vera vongóð. Hún hefði ekki farið í þetta ferli ef hún hefði ekki haft trú á að dæmt yrði henni í vil.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira