Að leggjast með hundum Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. apríl 2018 10:00 Hneyksli skekur nú Bretland. Upphaf þess má rekja til endaloka síðari heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar styrjaldarinnar ríkti skortur á vinnuafli í Bretlandi. Brugðu bresk stjórnvöld á það ráð að bjóða íbúum frá Jamaíka og öðrum ríkjum í Karíbahafinu að flytjast þangað búferlum. Fyrsti hópurinn sem þáði boðið kom til landsins með skipinu Empire Windrush sumarið 1948. Talið er að í Bretlandi búi nú um 500.000 manns sem tilheyra Windrush-kynslóðinni. Er um að ræða fólk á eftirlaunaaldri sem kom til landsins sem börn í fylgd með foreldrum sínum og ól aldur sinn í Bretlandi. Þær eru kaldar kveðjurnar sem þessi hópur fær frá breskum stjórnvöldum nú, sjötíu árum eftir að Empire Windrush kom að landi. Fjölda fólks hefur verið tjáð að það sé ólöglegir innflytjendur. Afleiðingarnar eru grimmilegar; líf fólks umturnast, það er rekið úr vinnu, missir bætur og húsnæði, því er neitað um heilbrigðisþjónustu og er sent í innflytjendabúðir. Einhverjir kunna að hafa verið fluttir nauðugir úr landi. Þegar raunir Windrush-kynslóðarinnar komust fyrst í fréttirnar sýndi forsætisráðherra Breta, Theresa May, af sér staðalviðbrögð samtíma stjórnmálamannsins: Hún neitaði að ræða við leiðtoga ríkja Karíbahafsins eins og hún bæri ekki nokkra sök á máli. Enginn sem tilheyrir Windrush-kynslóðinni er ólöglegur innflytjandi. Árið 1971 var hópnum veitt varanlegt dvalarleyfi í Bretlandi. Það er hins vegar samdóma álit að Theresa May beri ábyrgð á þeirri hrottalegu meðferð sem Windrush-kynslóðin sætir nú. Það var í tíð May sem innanríkisráðherra að innflytjendalögum var breytt. Allir sem sækja um starf í Bretlandi, leigja húsnæði og leita til heilbrigðisþjónustunnar þurfa nú að sanna með tilskildum pappírum að þeir séu ekki ólöglegir innflytjendur. May stærði sig af því að með breytingunni skapaði hún svo „fjandsamlegar aðstæður“ fyrir þá sem ekki gátu ávísað pappírum að þeir hrökkluðust burt. Nýja innflytjendastefnan kom einkar illa við Windrush-kynslóðina. Því þótt kynslóðin sé jafnbresk og „fish and chips“ fékk stór hluti hennar aldrei afhenta nokkra opinbera pappíra þar um.Grafið undan dómskerfinu Á Alþingi Íslendinga hafa staðið yfir umræður um frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um stofnun nýs dómstóls, Endurupptökudóms. Gerir frumvarpið ráð fyrir nokkru meira svigrúmi dómsmálaráðherra til að hafa áhrif á val dómara í dómstólinn en venja er. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði athugasemd við fyrirkomulagið. Sagðist hann ekki treysta dómsmálaráðherra „til þess að setja dómstig eða skipa dómara“. Vísaði hann til þess er Sigríður Andersen braut stjórnsýslulög við skipan dómara í Landsrétt. Sigríður brást ókvæða við athugasemdunum. Sakaði hún Píratann um að grafa undan dómskerfinu með slíku tali.Ekki benda á mig Í kjölfar þess að þjáningar Windrush-kynslóðarinnar komu upp á yfirborðið hélt þingmaðurinn David Lammy þrumuræðu á þingi. Kenndi hann um hinum „fjandsamlegu aðstæðum“ sem May skapaði hvernig komið var. „Við skulum kalla hlutina réttum nöfnum,“ sagði Lammy. „Leggist maður með hundum fær maður flær – þetta er það sem öfga-hægri málflutningur hefur leitt af sér í þessu landi.“ Rétt eins og Theresa May segir Sigríður Andersen: Ekki benda á mig. Það er fjarstæðukennt að þurfa að benda á hið augljósa. En hér kemur það: Leggist maður með hundum fær maður flær. Ráðherra sem veður um ráðuneyti sitt á skítugum skónum ber ábyrgð á því þegar gólfið verður útbíað. Það er ekki barnið sem bendir á að keisarinn sé ekki í neinum fötum sem ber ábyrgð á nekt keisarans. Sé íslenskt dómskerfi rúið trausti er engum öðrum um að kenna en dómsmálaráðherra sem sýnir af sér valdhroka, valdníðslu og fremur embættisbrot. Theresa May baðst að endingu afsökunar. Það hefur Sigríður Andersen enn ekki gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hneyksli skekur nú Bretland. Upphaf þess má rekja til endaloka síðari heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar styrjaldarinnar ríkti skortur á vinnuafli í Bretlandi. Brugðu bresk stjórnvöld á það ráð að bjóða íbúum frá Jamaíka og öðrum ríkjum í Karíbahafinu að flytjast þangað búferlum. Fyrsti hópurinn sem þáði boðið kom til landsins með skipinu Empire Windrush sumarið 1948. Talið er að í Bretlandi búi nú um 500.000 manns sem tilheyra Windrush-kynslóðinni. Er um að ræða fólk á eftirlaunaaldri sem kom til landsins sem börn í fylgd með foreldrum sínum og ól aldur sinn í Bretlandi. Þær eru kaldar kveðjurnar sem þessi hópur fær frá breskum stjórnvöldum nú, sjötíu árum eftir að Empire Windrush kom að landi. Fjölda fólks hefur verið tjáð að það sé ólöglegir innflytjendur. Afleiðingarnar eru grimmilegar; líf fólks umturnast, það er rekið úr vinnu, missir bætur og húsnæði, því er neitað um heilbrigðisþjónustu og er sent í innflytjendabúðir. Einhverjir kunna að hafa verið fluttir nauðugir úr landi. Þegar raunir Windrush-kynslóðarinnar komust fyrst í fréttirnar sýndi forsætisráðherra Breta, Theresa May, af sér staðalviðbrögð samtíma stjórnmálamannsins: Hún neitaði að ræða við leiðtoga ríkja Karíbahafsins eins og hún bæri ekki nokkra sök á máli. Enginn sem tilheyrir Windrush-kynslóðinni er ólöglegur innflytjandi. Árið 1971 var hópnum veitt varanlegt dvalarleyfi í Bretlandi. Það er hins vegar samdóma álit að Theresa May beri ábyrgð á þeirri hrottalegu meðferð sem Windrush-kynslóðin sætir nú. Það var í tíð May sem innanríkisráðherra að innflytjendalögum var breytt. Allir sem sækja um starf í Bretlandi, leigja húsnæði og leita til heilbrigðisþjónustunnar þurfa nú að sanna með tilskildum pappírum að þeir séu ekki ólöglegir innflytjendur. May stærði sig af því að með breytingunni skapaði hún svo „fjandsamlegar aðstæður“ fyrir þá sem ekki gátu ávísað pappírum að þeir hrökkluðust burt. Nýja innflytjendastefnan kom einkar illa við Windrush-kynslóðina. Því þótt kynslóðin sé jafnbresk og „fish and chips“ fékk stór hluti hennar aldrei afhenta nokkra opinbera pappíra þar um.Grafið undan dómskerfinu Á Alþingi Íslendinga hafa staðið yfir umræður um frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um stofnun nýs dómstóls, Endurupptökudóms. Gerir frumvarpið ráð fyrir nokkru meira svigrúmi dómsmálaráðherra til að hafa áhrif á val dómara í dómstólinn en venja er. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði athugasemd við fyrirkomulagið. Sagðist hann ekki treysta dómsmálaráðherra „til þess að setja dómstig eða skipa dómara“. Vísaði hann til þess er Sigríður Andersen braut stjórnsýslulög við skipan dómara í Landsrétt. Sigríður brást ókvæða við athugasemdunum. Sakaði hún Píratann um að grafa undan dómskerfinu með slíku tali.Ekki benda á mig Í kjölfar þess að þjáningar Windrush-kynslóðarinnar komu upp á yfirborðið hélt þingmaðurinn David Lammy þrumuræðu á þingi. Kenndi hann um hinum „fjandsamlegu aðstæðum“ sem May skapaði hvernig komið var. „Við skulum kalla hlutina réttum nöfnum,“ sagði Lammy. „Leggist maður með hundum fær maður flær – þetta er það sem öfga-hægri málflutningur hefur leitt af sér í þessu landi.“ Rétt eins og Theresa May segir Sigríður Andersen: Ekki benda á mig. Það er fjarstæðukennt að þurfa að benda á hið augljósa. En hér kemur það: Leggist maður með hundum fær maður flær. Ráðherra sem veður um ráðuneyti sitt á skítugum skónum ber ábyrgð á því þegar gólfið verður útbíað. Það er ekki barnið sem bendir á að keisarinn sé ekki í neinum fötum sem ber ábyrgð á nekt keisarans. Sé íslenskt dómskerfi rúið trausti er engum öðrum um að kenna en dómsmálaráðherra sem sýnir af sér valdhroka, valdníðslu og fremur embættisbrot. Theresa May baðst að endingu afsökunar. Það hefur Sigríður Andersen enn ekki gert.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun