Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. apríl 2018 13:18 Vísir/valli Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið „Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Lagið sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og hefur síðan verið töluvert mikið spilað í útvarpi, á skemmtistöðum og í samkvæmum. Sveinbjörg Birna, sem hefur setið sem óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn í fyrra, greindi frá því í viðtali við DV að hún hefði íhugað að nefna nýtt framboð sitt eftir lagi Gauta og nota það í kosningabaráttunni. Sagði hún að Emmsjé Gauti hafi haft ákveðnar efasemdir um þá hugmynd.Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð. DV, Emmsjé er skrifað Emmsjé. pic.twitter.com/Q9cry9O4XZ— Emmsjé (@emmsjegauti) April 23, 2018 Það finnst Gauta greinilega ekki nógu djúpt í árina tekið. Á Twitter síðu sinni í dag birtir hann skjáskot af viðtalinu á DV.is og segist ekki hafa verið efins um neitt heldur handviss um að hann vildi ekki tengjast kosningabaráttu Sveinbjargar með neinum hætti. Hann segir Sveinbjörgu hafa tilkynnt bókara sínum að hún ætlaði á fulla ferð með slagorðið „Reykjavík er okkar“ og því til stuðnings birtir hann bréf sem honum barst frá henni ellefta apríl síðastliðinn. Þá var Sveinbjörg greinilega þegar búin að skrá netfangið reykjavikerokkar@gmail.com og sendir Emmsjé Gauta póstinn úr því netfangi. Gauti bætir því við að fyrri stjórnmálasaga Sveinbjargar sé ástæða þess að hann vilji ekki tengjast henni eða framboði hennar. Þar vísar hann líklega til umræðu um hvort leyfa ætti byggingu mosku í Reykjavík en Sveinbjörg setti sig alfarið gegn slíkum áformum. Þegar gengið var á hana og hún jafnvel sökuð um rasisma á samfélagsmiðlum gekk Sveinbjörg lengra og sagðist hafa áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á vesturlöndum. Sjálf þvertók Sveinbjörg fyrir að um fordóma væri að ræða. Hún tók fram að hún hefði búið í Sádí Arabíu í tæpt ár og hefði því reynslu af samfélögum múslima. Emmsjé Gauti var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi aðeins þetta mál. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið „Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Lagið sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og hefur síðan verið töluvert mikið spilað í útvarpi, á skemmtistöðum og í samkvæmum. Sveinbjörg Birna, sem hefur setið sem óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn í fyrra, greindi frá því í viðtali við DV að hún hefði íhugað að nefna nýtt framboð sitt eftir lagi Gauta og nota það í kosningabaráttunni. Sagði hún að Emmsjé Gauti hafi haft ákveðnar efasemdir um þá hugmynd.Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð. DV, Emmsjé er skrifað Emmsjé. pic.twitter.com/Q9cry9O4XZ— Emmsjé (@emmsjegauti) April 23, 2018 Það finnst Gauta greinilega ekki nógu djúpt í árina tekið. Á Twitter síðu sinni í dag birtir hann skjáskot af viðtalinu á DV.is og segist ekki hafa verið efins um neitt heldur handviss um að hann vildi ekki tengjast kosningabaráttu Sveinbjargar með neinum hætti. Hann segir Sveinbjörgu hafa tilkynnt bókara sínum að hún ætlaði á fulla ferð með slagorðið „Reykjavík er okkar“ og því til stuðnings birtir hann bréf sem honum barst frá henni ellefta apríl síðastliðinn. Þá var Sveinbjörg greinilega þegar búin að skrá netfangið reykjavikerokkar@gmail.com og sendir Emmsjé Gauta póstinn úr því netfangi. Gauti bætir því við að fyrri stjórnmálasaga Sveinbjargar sé ástæða þess að hann vilji ekki tengjast henni eða framboði hennar. Þar vísar hann líklega til umræðu um hvort leyfa ætti byggingu mosku í Reykjavík en Sveinbjörg setti sig alfarið gegn slíkum áformum. Þegar gengið var á hana og hún jafnvel sökuð um rasisma á samfélagsmiðlum gekk Sveinbjörg lengra og sagðist hafa áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á vesturlöndum. Sjálf þvertók Sveinbjörg fyrir að um fordóma væri að ræða. Hún tók fram að hún hefði búið í Sádí Arabíu í tæpt ár og hefði því reynslu af samfélögum múslima. Emmsjé Gauti var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi aðeins þetta mál. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira