Fótbolti

Tuttugu þúsund manns tóku á móti liði Napoli um miðja nótt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta voru ótrúlegar senur fyrir lið sem er ekki orðið meistari heldur að berjast um titilinn.
Þetta voru ótrúlegar senur fyrir lið sem er ekki orðið meistari heldur að berjast um titilinn. vísir/getty
Það vantar svo sannarlega ekki ástríðuna hjá stuðningsmönnum Napoli sem fögnuðu sigri á Juventus líkt og þeir væru orðnir meistarar.

Í gær náði lið Napoli að vinna sögulegan 0-1 sigur á Juventus í Tórínó. Napoli er nú aðeins einu stigi á eftir meisturum Juve þegar fjórar umferðir eru eftir.

Napoli var aðeins þriðja liðið sem nær því að leggja Juve á heimavelli í fimm ár.

Napoli hefur ekki unnið ítalska meistaratitilinn síðan 1990 er Diego Maradona fór fyrir liðinu.



 
Abbiamo un sogno nel  Grazie @kkoulibaly26 !!!#ForzaNapoliSempre

A post shared by Diego Maradona Oficial (@maradona) on Apr 22, 2018 at 3:17pm PDT



Maradona fylgist vel með sínum mönnum og fagnaði með treyju Koulibaly sem tryggði Napoli sigurinn mikilvæga í gær.

Er liðið lenti um miðja nótt voru um tuttugu þúsund manns á flugvellinum. Allir mættir til þess að fagna hetjunum sínum sem þó eru enn í öðru sæti.

Það var kveikt á blysum og í raun var þessum sigri fagnað alla nóttina út um alla borg. Hvernig verður þetta eiginlega ef Napoli tekst að vinna titilinn?

Svona á að fagna aðfararnótt mánudags.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×