Kvíðinn og bjargirnar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. apríl 2018 15:42 Ég rakst á grein um daginn þar sem spjótum var beint að kvíða barna og ungmenna. Í greininni er áréttað mikilvægi þess að leik- og grunnskólar hlúi vel að börnum og ungmennum og ekki síður að sveitarfélög tryggi íbúum sínum leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri til að styða við lífsgæði ungra foreldra. Þessu er ég hjartanlega sammála. Leikskóladvöl er ekki síður mikið jafnréttistæki og tryggir jafna þátttöku foreldranna á vinnumarkaði. En það var annað sem ég hjó sérstaklega eftir og vakti furðu mína í þessari grein bæjarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins. Þar er eitt ráðið til að fást við kvíða og depurð sagt vera tenging við náttúruna. Vissulega er umhverfi Garðabæjar ríkt af náttúrufegurð og paradís líkast. Í slíkt umhverfi má sækja andlega vellíðan og innri ró. Því miður dugar slíkt þó ekki til þegar vandinn er sjúklegur kvíði og depurð. Náttúrufegurð fær ekki læknað slíkt, heldur þarf fagþekkingu til. Við sem stöndum að Garðabæjarlistanum viljum tryggja að fagmennskan ráði viðbrögðum við kvíða barna og ungmenna. Velferðarþjónustan, sem íbúar eiga rétt á, skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli. Því fyrr sem gripið er inn í því betur reynist slík þjónusta. Mikilvægust er hún fyrir leik- og grunnskóla þar sem vandinn uppgötvast oftast. Þar verður að leggja áherslu á stuðning, sértæk úrræði, meðferð og almenna aðkomu fagfólks. Við viljum sjá Garðabæ vaxa sem þjónustumiðað sveitarfélag, sem tryggir öllum aðgang og vel ígrundaða þjónustu. Ekki síst í svo alvarlegum málum sem kvíða og depurð, hvort heldur er hjá börnum og ungmennum eða foreldrum þeirra. Náttúruna skulum svo sannarlega nýta til útivistar og vellíðunar, á þeim fallegu útivistarsvæðum sem umlykja Garðabæ. Þau svæði geta nýst bæjarbúum enn betur þegar við förum að vinna sem heilsueflandi samfélag fyrir alla íbúa. Fagmennskuna upp á borð og tökum betur utan um íbúa í Garðabæ, verum öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Það vil ég og við sem stöndum að Garðabæjarlistanum. Við viljum breyta til betri vegar þannig að við getum sagt hátt og skýrt, stolt og keik: Garðabær er fyrir alla.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Ég rakst á grein um daginn þar sem spjótum var beint að kvíða barna og ungmenna. Í greininni er áréttað mikilvægi þess að leik- og grunnskólar hlúi vel að börnum og ungmennum og ekki síður að sveitarfélög tryggi íbúum sínum leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri til að styða við lífsgæði ungra foreldra. Þessu er ég hjartanlega sammála. Leikskóladvöl er ekki síður mikið jafnréttistæki og tryggir jafna þátttöku foreldranna á vinnumarkaði. En það var annað sem ég hjó sérstaklega eftir og vakti furðu mína í þessari grein bæjarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins. Þar er eitt ráðið til að fást við kvíða og depurð sagt vera tenging við náttúruna. Vissulega er umhverfi Garðabæjar ríkt af náttúrufegurð og paradís líkast. Í slíkt umhverfi má sækja andlega vellíðan og innri ró. Því miður dugar slíkt þó ekki til þegar vandinn er sjúklegur kvíði og depurð. Náttúrufegurð fær ekki læknað slíkt, heldur þarf fagþekkingu til. Við sem stöndum að Garðabæjarlistanum viljum tryggja að fagmennskan ráði viðbrögðum við kvíða barna og ungmenna. Velferðarþjónustan, sem íbúar eiga rétt á, skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli. Því fyrr sem gripið er inn í því betur reynist slík þjónusta. Mikilvægust er hún fyrir leik- og grunnskóla þar sem vandinn uppgötvast oftast. Þar verður að leggja áherslu á stuðning, sértæk úrræði, meðferð og almenna aðkomu fagfólks. Við viljum sjá Garðabæ vaxa sem þjónustumiðað sveitarfélag, sem tryggir öllum aðgang og vel ígrundaða þjónustu. Ekki síst í svo alvarlegum málum sem kvíða og depurð, hvort heldur er hjá börnum og ungmennum eða foreldrum þeirra. Náttúruna skulum svo sannarlega nýta til útivistar og vellíðunar, á þeim fallegu útivistarsvæðum sem umlykja Garðabæ. Þau svæði geta nýst bæjarbúum enn betur þegar við förum að vinna sem heilsueflandi samfélag fyrir alla íbúa. Fagmennskuna upp á borð og tökum betur utan um íbúa í Garðabæ, verum öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Það vil ég og við sem stöndum að Garðabæjarlistanum. Við viljum breyta til betri vegar þannig að við getum sagt hátt og skýrt, stolt og keik: Garðabær er fyrir alla.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun