Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist ekki alvarlega.Mynd/Vísir
Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Bústaðarveginum á tíunda tímanum í kvöld með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaðurinn einn í bifreiðinni þegar hún valt. Slapp hann án alvarlegra meiðsla og gat komist sjálfur út úr bifreiðinni.
Lögregla og sjúkrabíll voru send á vettvang en litlar tafir urðu á umferð vegna óhappsins.