Stefnir í prestaskort Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 06:00 Séra Kristján segir töluvert mikið vinnuálag á mörgum prestum. Vísir/ernir „Við erum að halda upp á aldarafmælið með hófsömum hætti,“ segir séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli og formaður hins hundrað ára Prestafélags Íslands, staddur á málþingi í Bústaðakirkju. Þar er um helmingur stéttarinnar mættur, að hans sögn. Fram undan er aðalfundur félagsins. Kristján segir margt hafa breyst á síðustu 100 árum, meðal annars á sviði menntunar. „Þegar afi minn, séra Sigurður Stefánsson, var að læra guðfræði þá bara lásu menn og fóru svo í próf. Ef menn stóðust þau, þá var þetta komið. Um miðja síðustu öld varð að skilyrði að prestar hefðu háskólapróf í guðfræði en nýir prestar eru meira og minna með masterspróf og doktorspróf.“ Viðfangsefnin hafa líka breyst.„Starf presta snýst mikið í dag um sálgæslu og alls konar aðstoð. Slík viðtöl eru hjá mörgum stærsti hluti starfsins. Sérhæfing hefur líka aukist og því er orðin meiri breidd í starfinu.“ Sú breyting sem sjáanlegust er á prestahópnum er sú að konur hafa bæst í hann. „Fyrstu ár félagsins komu bara karlar þar við sögu,“ segir Kristján. „Það er komin nærri hálf öld frá því fyrsta konan vígðist, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, og nú eru konur um þriðjungur presta landsins.“ Eitt hefur þó ekki breyst mikið frá því félagið var stofnað en það er fjöldi félagsmanna. „Árið 1918 er talið að hafi verið um 120 prestar þjónandi í landinu en við erum núna í kringum 130. Frá því um 1990 hafa öll embætti verið setin en nú stefnir í prestaskort eftir nokkur ár. Það komast svo margir á eftirlaun á næstu tíu árum og því þarf að verða mikil endurnýjun,“ lýsir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Við erum að halda upp á aldarafmælið með hófsömum hætti,“ segir séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli og formaður hins hundrað ára Prestafélags Íslands, staddur á málþingi í Bústaðakirkju. Þar er um helmingur stéttarinnar mættur, að hans sögn. Fram undan er aðalfundur félagsins. Kristján segir margt hafa breyst á síðustu 100 árum, meðal annars á sviði menntunar. „Þegar afi minn, séra Sigurður Stefánsson, var að læra guðfræði þá bara lásu menn og fóru svo í próf. Ef menn stóðust þau, þá var þetta komið. Um miðja síðustu öld varð að skilyrði að prestar hefðu háskólapróf í guðfræði en nýir prestar eru meira og minna með masterspróf og doktorspróf.“ Viðfangsefnin hafa líka breyst.„Starf presta snýst mikið í dag um sálgæslu og alls konar aðstoð. Slík viðtöl eru hjá mörgum stærsti hluti starfsins. Sérhæfing hefur líka aukist og því er orðin meiri breidd í starfinu.“ Sú breyting sem sjáanlegust er á prestahópnum er sú að konur hafa bæst í hann. „Fyrstu ár félagsins komu bara karlar þar við sögu,“ segir Kristján. „Það er komin nærri hálf öld frá því fyrsta konan vígðist, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, og nú eru konur um þriðjungur presta landsins.“ Eitt hefur þó ekki breyst mikið frá því félagið var stofnað en það er fjöldi félagsmanna. „Árið 1918 er talið að hafi verið um 120 prestar þjónandi í landinu en við erum núna í kringum 130. Frá því um 1990 hafa öll embætti verið setin en nú stefnir í prestaskort eftir nokkur ár. Það komast svo margir á eftirlaun á næstu tíu árum og því þarf að verða mikil endurnýjun,“ lýsir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira