Rússneskur lögmaður frá umtöluðum fundi hefur ekki verið yfirheyrður Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 12:15 Veselnitskaja hefur neitað því að tengjast stjórnvöldum í Kreml. Hún segist ekki þora að ferðast til Bandaríkjanna til að bera vitni um fundinn í Trump-turninum af ótta um öryggi sitt þar. Vísir/AFP Natalía Veselnitskaja, rússneskur lögmaður, sem fundaði með syni, tengdasyni og kosningastjóra Donalds Trump árið 2016 segir að sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafi ekki rætt við hana. Þremenningarnir töldu að Veselnitskaja gæti veitt þeim skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton.Fundurinn umdeildi átti sér stað í Trump-turninum í júní árið 2016, sumarið fyrir forsetakosningarnar. Donald Trump yngri, elsta syni Bandaríkjaforseta, hafði þá verið lofað upplýsingum sem kæmu sér illa fyrir andstæðing föður hans. Þær upplýsingar kæmu frá rússneskum stjórnvöldum sem reyndu að hjálpa Trump. Trump yngri tók því boði fagnandi og fékk Jared Kushner, tengdason Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra framboðsins, með sér á fundinn. Þegar fjölmiðlar sögðu frá fundinum síðar fullyrti Trump yngri að ekkert hefði komið út úr honum. Þau hefðu aðeins rætt um refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi og ættleiðingar rússneskra barna í Bandaríkjunum. Annað átti hins vegar eftir að koma á daginn. Bandaríska leyniþjónustan segir að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump að sigra. Robert Mueller er sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Manafort (t.v.), Trump yngri (2.f.v.) og Kushner (t.h.) funduðu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.Vísir/AFPEfast um sannleiksþorsta Mueller Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Veselnitskaja að það komi henni á óvart að Mueller hafi ekki haft samband við sig. Gefur hún í skyn að það þýði að Mueller „sé ekki að reyna að komast að því sanna“. Hún segist hins vegar hafa rætt við rannsakendur leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sem einnig rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Veselnitskaja ítrekar fyrri orð sín um að hún hafi ekki tengsl við stjórnvöld í Kreml. Gerði lítið úr fundinum með misvísandi yfirlýsingum Þegar New York Times greindi fyrst frá fundinum gerði Trump yngri lítið úr honum í yfirlýsingu sem sagði ekki allan sannleikann um tilefni hans. Umræðuefnið hafi fyrst og fremst verið ættleiðingar rússneskra barna. Þegar í ljós kom að honum hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton fyrir fundinn sagði Trump yngri að Veselnitskaja hafi ekki haft neinar þýðingarmiklar upplýsingar fram að færa. Rétt áður en New York Times ætlaði að birta frétt um tölvupóstsamskipti Trump yngri við breskan milligöngumann fyrir fundinn birti hann póstana á Twitter-síðu sinni. Í póstunum kom fram að Trump yngri hefði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton og að þær væru hluti af stuðningi rússneskra stjórnvalda við föður hans. „Ef þetta er það sem þú segir þá elska ég það, sérstaklega síðar í sumar,“ var svar Trump yngri við því boði. Síðar greindi Washington Post frá því að Trump forseti sjálfur hafði lesið fyrir misvísandi yfirlýsingu um fundinn í Trump-turninum sem gefin var út í nafni sonar hans. Lögmaður forsetans neitaði því þó að hann hafi átt þátt í yfirlýsingunni.Janúkóvitsj var talinn hallur undir Rússland. Mikil mótmælaalda hófst í Úkraínu eftir að ríkisstjórn hans hætti skyndilega við fríverslunarsamning við Evrópusambandið og kaus í staðinn að treysta böndin við Rússland. Hann flúði á endanum til Moskvu en ekki áður en tugir mótmælenda höfðu fallið í átökum við óeirðarlögreglu mánuðina á undan.Vísir/AFPKosningastjórinn ákærður Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016. Þá höfðu komið fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara í greiðslur frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Mueller hefur síðan ákært Manafort og Rick Gates, aðstoðarkosningastjóra Trump-framboðsins, fyrir fjölda afbrota, þar á meðal fyrir peningaþvætti á fjármunum sem þeir fengu frá Úkraínu og að skrá sig ekki sem málafylgjumenn erlendra ríkja eins og bandarísk lög mæla fyrir um. Gates er talinn vinna með saksóknurum Mueller. Manafort er meðal annars sagður hafa skipulagt leynilega fjölmiðlaherferð fyrir ríkisstjórn Janúkóvitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum eftir blóðug mótmæli veturinn 2013 til 2014. Sú herferð er talin eiga ýmislegt sammerkt með þeirri sem Rússar réðust síðar í fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Herferðin sem Manafort skipulagði beindist þannig meðal annars að Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta. Obama og Clinton höfðu þá verið gagnrýnin á ríkisstjórn Janúkóvitsj eftir að Júlía Tímósjenkó var hneppt í fangelsi skömmu eftir að hún tapaði í forsetakosningum fyrir Janúkóvitsj. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06 Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Natalía Veselnitskaja, rússneskur lögmaður, sem fundaði með syni, tengdasyni og kosningastjóra Donalds Trump árið 2016 segir að sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafi ekki rætt við hana. Þremenningarnir töldu að Veselnitskaja gæti veitt þeim skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton.Fundurinn umdeildi átti sér stað í Trump-turninum í júní árið 2016, sumarið fyrir forsetakosningarnar. Donald Trump yngri, elsta syni Bandaríkjaforseta, hafði þá verið lofað upplýsingum sem kæmu sér illa fyrir andstæðing föður hans. Þær upplýsingar kæmu frá rússneskum stjórnvöldum sem reyndu að hjálpa Trump. Trump yngri tók því boði fagnandi og fékk Jared Kushner, tengdason Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra framboðsins, með sér á fundinn. Þegar fjölmiðlar sögðu frá fundinum síðar fullyrti Trump yngri að ekkert hefði komið út úr honum. Þau hefðu aðeins rætt um refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi og ættleiðingar rússneskra barna í Bandaríkjunum. Annað átti hins vegar eftir að koma á daginn. Bandaríska leyniþjónustan segir að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump að sigra. Robert Mueller er sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Manafort (t.v.), Trump yngri (2.f.v.) og Kushner (t.h.) funduðu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.Vísir/AFPEfast um sannleiksþorsta Mueller Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Veselnitskaja að það komi henni á óvart að Mueller hafi ekki haft samband við sig. Gefur hún í skyn að það þýði að Mueller „sé ekki að reyna að komast að því sanna“. Hún segist hins vegar hafa rætt við rannsakendur leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sem einnig rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Veselnitskaja ítrekar fyrri orð sín um að hún hafi ekki tengsl við stjórnvöld í Kreml. Gerði lítið úr fundinum með misvísandi yfirlýsingum Þegar New York Times greindi fyrst frá fundinum gerði Trump yngri lítið úr honum í yfirlýsingu sem sagði ekki allan sannleikann um tilefni hans. Umræðuefnið hafi fyrst og fremst verið ættleiðingar rússneskra barna. Þegar í ljós kom að honum hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton fyrir fundinn sagði Trump yngri að Veselnitskaja hafi ekki haft neinar þýðingarmiklar upplýsingar fram að færa. Rétt áður en New York Times ætlaði að birta frétt um tölvupóstsamskipti Trump yngri við breskan milligöngumann fyrir fundinn birti hann póstana á Twitter-síðu sinni. Í póstunum kom fram að Trump yngri hefði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton og að þær væru hluti af stuðningi rússneskra stjórnvalda við föður hans. „Ef þetta er það sem þú segir þá elska ég það, sérstaklega síðar í sumar,“ var svar Trump yngri við því boði. Síðar greindi Washington Post frá því að Trump forseti sjálfur hafði lesið fyrir misvísandi yfirlýsingu um fundinn í Trump-turninum sem gefin var út í nafni sonar hans. Lögmaður forsetans neitaði því þó að hann hafi átt þátt í yfirlýsingunni.Janúkóvitsj var talinn hallur undir Rússland. Mikil mótmælaalda hófst í Úkraínu eftir að ríkisstjórn hans hætti skyndilega við fríverslunarsamning við Evrópusambandið og kaus í staðinn að treysta böndin við Rússland. Hann flúði á endanum til Moskvu en ekki áður en tugir mótmælenda höfðu fallið í átökum við óeirðarlögreglu mánuðina á undan.Vísir/AFPKosningastjórinn ákærður Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016. Þá höfðu komið fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara í greiðslur frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Mueller hefur síðan ákært Manafort og Rick Gates, aðstoðarkosningastjóra Trump-framboðsins, fyrir fjölda afbrota, þar á meðal fyrir peningaþvætti á fjármunum sem þeir fengu frá Úkraínu og að skrá sig ekki sem málafylgjumenn erlendra ríkja eins og bandarísk lög mæla fyrir um. Gates er talinn vinna með saksóknurum Mueller. Manafort er meðal annars sagður hafa skipulagt leynilega fjölmiðlaherferð fyrir ríkisstjórn Janúkóvitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum eftir blóðug mótmæli veturinn 2013 til 2014. Sú herferð er talin eiga ýmislegt sammerkt með þeirri sem Rússar réðust síðar í fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Herferðin sem Manafort skipulagði beindist þannig meðal annars að Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta. Obama og Clinton höfðu þá verið gagnrýnin á ríkisstjórn Janúkóvitsj eftir að Júlía Tímósjenkó var hneppt í fangelsi skömmu eftir að hún tapaði í forsetakosningum fyrir Janúkóvitsj.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06 Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06
Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15