Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2018 13:30 Sindri var handtekinn í götunni Damrak, sem er á milli Konungashallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam. Vísir/Getty Sindri Þór Stefánsson var í för með tveimur manneskjum þegar hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu þar í borg hafði borist ábending um hann frá vegfaranda. Það var um klukkan sjö að staðartíma síðastliðið sunnudagskvöld sem vegfarandi gekk inn á lögreglustöð við götuna Nieuwezijds Voorburgwal í miðborg Amsterdam og tilkynnti lögreglu að hann hefði séð Sindra Þór Stefánsson í borginni sem væri eftirlýstur af lögreglu á Íslandi. Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi embættis héraðssaksóknara í Amsterdam, segir tvo lögreglumenn hafa farið af stað til að leita að Sindra í borginni. Þeir fundu hann svo í götunni Damrak, sem sem liggur á milli Konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborginni, ásamt tveimur manneskjum um klukkutíma eftir að ábendingin hafði borist.Sindri fannst í götunni Damrak sem liggur á milli Konungshallarinnar og aðallestarstöðvarinnar í Amsterdam.VísirWattimena segir aðeins Sindra hafa verið handtekinn og hinar manneskjurnar tvær hafi ekki verið yfirheyrðar. Wattimena segir Sindra hafa verið með falsað vegabréf á sér en hann hefði ekki streist á móti handtöku lögreglumannanna. Sindri Þór verður leiddur fyrir dómara síðdegis í dag þar sem ákveðið verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan framsalsferlinu stendur. Þar verður einnig tekin fyrir afstaða Sindra til framsals til Íslands. Ef Sindri samþykkir framsal gæti ferlið tekið innan við tíu daga, ef hann leggst gegn því tekur við ferli fyrir dómstólum sem getur tekið marga mánuði. Í svari sem barst frá dómsmálaráðuneytinu á Íslandi við fyrirspurn Vísis kemur fram að gert sé ráð fyrir að formleg framsalsbeiðni verði send hollenska dómsmálaráðuneytinu í þessari viku, en áður en slík beiðni er send þarf Sindri að koma fyrir dómara í Hollandi. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson var í för með tveimur manneskjum þegar hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu þar í borg hafði borist ábending um hann frá vegfaranda. Það var um klukkan sjö að staðartíma síðastliðið sunnudagskvöld sem vegfarandi gekk inn á lögreglustöð við götuna Nieuwezijds Voorburgwal í miðborg Amsterdam og tilkynnti lögreglu að hann hefði séð Sindra Þór Stefánsson í borginni sem væri eftirlýstur af lögreglu á Íslandi. Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi embættis héraðssaksóknara í Amsterdam, segir tvo lögreglumenn hafa farið af stað til að leita að Sindra í borginni. Þeir fundu hann svo í götunni Damrak, sem sem liggur á milli Konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborginni, ásamt tveimur manneskjum um klukkutíma eftir að ábendingin hafði borist.Sindri fannst í götunni Damrak sem liggur á milli Konungshallarinnar og aðallestarstöðvarinnar í Amsterdam.VísirWattimena segir aðeins Sindra hafa verið handtekinn og hinar manneskjurnar tvær hafi ekki verið yfirheyrðar. Wattimena segir Sindra hafa verið með falsað vegabréf á sér en hann hefði ekki streist á móti handtöku lögreglumannanna. Sindri Þór verður leiddur fyrir dómara síðdegis í dag þar sem ákveðið verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan framsalsferlinu stendur. Þar verður einnig tekin fyrir afstaða Sindra til framsals til Íslands. Ef Sindri samþykkir framsal gæti ferlið tekið innan við tíu daga, ef hann leggst gegn því tekur við ferli fyrir dómstólum sem getur tekið marga mánuði. Í svari sem barst frá dómsmálaráðuneytinu á Íslandi við fyrirspurn Vísis kemur fram að gert sé ráð fyrir að formleg framsalsbeiðni verði send hollenska dómsmálaráðuneytinu í þessari viku, en áður en slík beiðni er send þarf Sindri að koma fyrir dómara í Hollandi.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00