Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2018 13:30 Sindri var handtekinn í götunni Damrak, sem er á milli Konungashallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam. Vísir/Getty Sindri Þór Stefánsson var í för með tveimur manneskjum þegar hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu þar í borg hafði borist ábending um hann frá vegfaranda. Það var um klukkan sjö að staðartíma síðastliðið sunnudagskvöld sem vegfarandi gekk inn á lögreglustöð við götuna Nieuwezijds Voorburgwal í miðborg Amsterdam og tilkynnti lögreglu að hann hefði séð Sindra Þór Stefánsson í borginni sem væri eftirlýstur af lögreglu á Íslandi. Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi embættis héraðssaksóknara í Amsterdam, segir tvo lögreglumenn hafa farið af stað til að leita að Sindra í borginni. Þeir fundu hann svo í götunni Damrak, sem sem liggur á milli Konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborginni, ásamt tveimur manneskjum um klukkutíma eftir að ábendingin hafði borist.Sindri fannst í götunni Damrak sem liggur á milli Konungshallarinnar og aðallestarstöðvarinnar í Amsterdam.VísirWattimena segir aðeins Sindra hafa verið handtekinn og hinar manneskjurnar tvær hafi ekki verið yfirheyrðar. Wattimena segir Sindra hafa verið með falsað vegabréf á sér en hann hefði ekki streist á móti handtöku lögreglumannanna. Sindri Þór verður leiddur fyrir dómara síðdegis í dag þar sem ákveðið verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan framsalsferlinu stendur. Þar verður einnig tekin fyrir afstaða Sindra til framsals til Íslands. Ef Sindri samþykkir framsal gæti ferlið tekið innan við tíu daga, ef hann leggst gegn því tekur við ferli fyrir dómstólum sem getur tekið marga mánuði. Í svari sem barst frá dómsmálaráðuneytinu á Íslandi við fyrirspurn Vísis kemur fram að gert sé ráð fyrir að formleg framsalsbeiðni verði send hollenska dómsmálaráðuneytinu í þessari viku, en áður en slík beiðni er send þarf Sindri að koma fyrir dómara í Hollandi. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson var í för með tveimur manneskjum þegar hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu þar í borg hafði borist ábending um hann frá vegfaranda. Það var um klukkan sjö að staðartíma síðastliðið sunnudagskvöld sem vegfarandi gekk inn á lögreglustöð við götuna Nieuwezijds Voorburgwal í miðborg Amsterdam og tilkynnti lögreglu að hann hefði séð Sindra Þór Stefánsson í borginni sem væri eftirlýstur af lögreglu á Íslandi. Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi embættis héraðssaksóknara í Amsterdam, segir tvo lögreglumenn hafa farið af stað til að leita að Sindra í borginni. Þeir fundu hann svo í götunni Damrak, sem sem liggur á milli Konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborginni, ásamt tveimur manneskjum um klukkutíma eftir að ábendingin hafði borist.Sindri fannst í götunni Damrak sem liggur á milli Konungshallarinnar og aðallestarstöðvarinnar í Amsterdam.VísirWattimena segir aðeins Sindra hafa verið handtekinn og hinar manneskjurnar tvær hafi ekki verið yfirheyrðar. Wattimena segir Sindra hafa verið með falsað vegabréf á sér en hann hefði ekki streist á móti handtöku lögreglumannanna. Sindri Þór verður leiddur fyrir dómara síðdegis í dag þar sem ákveðið verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan framsalsferlinu stendur. Þar verður einnig tekin fyrir afstaða Sindra til framsals til Íslands. Ef Sindri samþykkir framsal gæti ferlið tekið innan við tíu daga, ef hann leggst gegn því tekur við ferli fyrir dómstólum sem getur tekið marga mánuði. Í svari sem barst frá dómsmálaráðuneytinu á Íslandi við fyrirspurn Vísis kemur fram að gert sé ráð fyrir að formleg framsalsbeiðni verði send hollenska dómsmálaráðuneytinu í þessari viku, en áður en slík beiðni er send þarf Sindri að koma fyrir dómara í Hollandi.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00